Stjörnumenn afar ósáttir við Akureyrarbæ og KSÍ vegna „slysagildrunnar“ Bogans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 13:31 Hilmar Árni Halldórsson meiddist í leik Stjörnunnar og Þórs í Boganum á laugardaginn. Óttast er að Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, hafi meiðst illa á hné í leik gegn Þór í Lengjubikarnum. Stjörnumenn eru afar ósáttir við að hafa þurft að spila í Boganum á Akureyri og kalla knatthúsið slysagildru. Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, stakk niður penna og skilaði harðorðum pistli inn á Fótbolta.net. Þar gagnrýnir hann Akureyrarbæ og KSÍ harðlega fyrir aðgerðar- og skeytingsleysi þegar kemur að Boganum. Að sögn Helga óskuðu Stjörnumenn eftir því að fá að sleppa við að spila í Boganum vegna frétta af slæmu ástandi gervigrassins í húsinu. Helgi segir að Garðbæingar hafi komið þessum skilaboðum skýrt áleiðis til KSÍ og krafist þess að leikurinn yrði færður. Við þeim óskum var ekki orðið. Málið hafi verið kannað og farið í „reddingar“ á grasinu. Allir fundu fyrir eymslum eftir leikinn Þær virðast ekki hafa skilað miklu því Hilmar Árni meiddist í leiknum um helgina sem Stjörnumenn tengja við slæmt ástand Bogans. Helgi segir jafnframt að allir aðrir leikmenn Stjörnunnar hafi verið lemstraðir eftir leikinn. „Niðurstaða málsins er hins vegar allt önnur og alvarlegri enda sú aðstaða sem Akureyrabær skaffar langt í frá að teljast ásættanleg og í þessu tilviki hefur hún afgerandi áhrif á leikmann okkar sem er eitthvað sem ég get illa sætt mig við,“ segir Helgi í pistlinum. Ferð Stjörnumanna til Akureyrar gæti dregið dilk á eftir sér.vísir/Elín „Fyrir utan það augljósa þá eru leikmenn hvort heldur sem eru yngri iðkendur eða afreksfólk í þeirri stöðu að þeim er veruleg hætta búin að spila og æfa við slíkan aðbúnað og afleiðingar getuleysis Akureyrarbæjar til að sinna viðhaldi eigna sinna hefur í þessu tilviki ömurlegar afleiðingar í för með sér enn eina ferðina, og í þessu tilviki fyrir okkar leikmann sem skaddar á sér hnéð og mögulega mjög illa sem kemur í ljós á næstu dögum. Allir aðrir leikmenn félagsins fundu fyrir eymslum sem er óeðlilegt fyrir afreksmenn í fremstu röð, en er skiljanlegt þegar rýnt er í úttektir sem hafa farið fram á vellinum.“ Helgi er afar óhress með viðbrögð KSÍ í málinu og segja þau einkennast af meðvirkni og getuleysi. Hann segir að KSÍ ekki merkilegt apparat ef það getur ekki staðið með iðkendum sínum í máli sem þessu. Handónýtir vellir á Akureyri Mikil umræða hefur verið um óviðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akureyri og hafa hátt settir einstaklingar innan bæði KA og Þórs gagnrýnt aðstöðuleysið harðlega. Grein Helga er enn eitt innleggið í þá umræðu en honum þykir ótækt að um þrjátíu þúsund manna bæjarfélag geti ekki viðhaldið einum nothæfum velli. KA-menn bíða óþreyjufullir eftir nýjum heimavelli.vísir/Óskar Ófeigur „Boginn á Akureyri er slysagildra og er búin að vera það lengi. Akureyrarvöllur er handónýtur og enn eru vellir á KA svæðinu ókláraðir. Hundruðir barna æfa þarna og þúsundir spila á hverju ári með tilheyrandi tekjum fyrir Akureyrarbæ. Ábyrgð sveitarfélagsins er mikil og skeytingarleysi þeirra sem þar ráða er forkastanlegt,“ segir Helgi. Grein hans má lesa með því að smella hér. Í samtali við Fótbolta.net sagðist Hilmar Árni bíða eftir niðurstöðum úr myndatöku á hnénu. Leikur Þórs og Stjörnunnar á laugardaginn endaði með 1-1 jafntefli. Hilmar Árni kom Stjörnumönnum yfir á 8. mínútu en Sigfús Fannar Guðmundsson jafnaði fyrir Þórsara ellefu mínútum síðar. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Akureyri Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, stakk niður penna og skilaði harðorðum pistli inn á Fótbolta.net. Þar gagnrýnir hann Akureyrarbæ og KSÍ harðlega fyrir aðgerðar- og skeytingsleysi þegar kemur að Boganum. Að sögn Helga óskuðu Stjörnumenn eftir því að fá að sleppa við að spila í Boganum vegna frétta af slæmu ástandi gervigrassins í húsinu. Helgi segir að Garðbæingar hafi komið þessum skilaboðum skýrt áleiðis til KSÍ og krafist þess að leikurinn yrði færður. Við þeim óskum var ekki orðið. Málið hafi verið kannað og farið í „reddingar“ á grasinu. Allir fundu fyrir eymslum eftir leikinn Þær virðast ekki hafa skilað miklu því Hilmar Árni meiddist í leiknum um helgina sem Stjörnumenn tengja við slæmt ástand Bogans. Helgi segir jafnframt að allir aðrir leikmenn Stjörnunnar hafi verið lemstraðir eftir leikinn. „Niðurstaða málsins er hins vegar allt önnur og alvarlegri enda sú aðstaða sem Akureyrabær skaffar langt í frá að teljast ásættanleg og í þessu tilviki hefur hún afgerandi áhrif á leikmann okkar sem er eitthvað sem ég get illa sætt mig við,“ segir Helgi í pistlinum. Ferð Stjörnumanna til Akureyrar gæti dregið dilk á eftir sér.vísir/Elín „Fyrir utan það augljósa þá eru leikmenn hvort heldur sem eru yngri iðkendur eða afreksfólk í þeirri stöðu að þeim er veruleg hætta búin að spila og æfa við slíkan aðbúnað og afleiðingar getuleysis Akureyrarbæjar til að sinna viðhaldi eigna sinna hefur í þessu tilviki ömurlegar afleiðingar í för með sér enn eina ferðina, og í þessu tilviki fyrir okkar leikmann sem skaddar á sér hnéð og mögulega mjög illa sem kemur í ljós á næstu dögum. Allir aðrir leikmenn félagsins fundu fyrir eymslum sem er óeðlilegt fyrir afreksmenn í fremstu röð, en er skiljanlegt þegar rýnt er í úttektir sem hafa farið fram á vellinum.“ Helgi er afar óhress með viðbrögð KSÍ í málinu og segja þau einkennast af meðvirkni og getuleysi. Hann segir að KSÍ ekki merkilegt apparat ef það getur ekki staðið með iðkendum sínum í máli sem þessu. Handónýtir vellir á Akureyri Mikil umræða hefur verið um óviðunandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akureyri og hafa hátt settir einstaklingar innan bæði KA og Þórs gagnrýnt aðstöðuleysið harðlega. Grein Helga er enn eitt innleggið í þá umræðu en honum þykir ótækt að um þrjátíu þúsund manna bæjarfélag geti ekki viðhaldið einum nothæfum velli. KA-menn bíða óþreyjufullir eftir nýjum heimavelli.vísir/Óskar Ófeigur „Boginn á Akureyri er slysagildra og er búin að vera það lengi. Akureyrarvöllur er handónýtur og enn eru vellir á KA svæðinu ókláraðir. Hundruðir barna æfa þarna og þúsundir spila á hverju ári með tilheyrandi tekjum fyrir Akureyrarbæ. Ábyrgð sveitarfélagsins er mikil og skeytingarleysi þeirra sem þar ráða er forkastanlegt,“ segir Helgi. Grein hans má lesa með því að smella hér. Í samtali við Fótbolta.net sagðist Hilmar Árni bíða eftir niðurstöðum úr myndatöku á hnénu. Leikur Þórs og Stjörnunnar á laugardaginn endaði með 1-1 jafntefli. Hilmar Árni kom Stjörnumönnum yfir á 8. mínútu en Sigfús Fannar Guðmundsson jafnaði fyrir Þórsara ellefu mínútum síðar.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Akureyri Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira