Handbolti

Fimm íslensk mörk í Meistaradeildinni

Atli Arason skrifar
Aron Pálmarsson í landsleik gegn Ungverjum á EM.
Aron Pálmarsson í landsleik gegn Ungverjum á EM. Getty Images

Það var Íslendingaslagur í Álaborg þegar heimamenn tóku á móti norsku meisturunum í Elevrum í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Aron Pálmarsson var að leika sinn fyrsta leik síðan hann meiddist í leik Íslands og Svartfjallalands á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Aron gerði tvö mörk í 32-27 sigri Álaborgar.

Orra Frey Þorkelssyni tókst ekki að komast á blað í liði Elverum. Eftir leikinn er Álaborg nú eitt á toppi A-riðls með 18 stig eftir 12 leiki. Elverum í 5. sæti með 8 stig eftir jafn marga leiki. Montpellier getur jafnað Álaborg að stigum á toppi riðilsins með sigri í sínum leik gegn Kiel seinna í kvöld.

Haukur Þrastarsson spilaði í sigri Vive Kielce á Motor Zaporozhye í B-riðli Meistaradeildarinnar, 33-27. Haukur gerði 3 mörk í leiknum. Með sigrinum heldur Kielce toppsæti riðilsins með 18 stig eftir 12 leiki, fjórum stigum meira en Barcelona sem á þó leik til góða annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×