Fótbolti

Elanga bjargvættur Man Utd og Haller með tvö

Atli Arason skrifar
Elanga kom Man Utd á bragðið í kvöld.
Elanga kom Man Utd á bragðið í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL

Sex mörk voru skoruð í tveimur jafnteflisleikjum í Meistaradeildinni í kvöld.

Anthony Elanga kom af varamannabekknum og sá til þess að Manchester United fór ekki heim til Englands einu marki undir í einvíginu gegn Atletico Madrid.

Jao Felix skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Atletico Madrid á sjöundu mínútu og heimamenn voru marki yfir í hálfleik. Það stefndi allt í að þetta mark myndi duga Madrídingum til sigurs en Elanga jafnaði leikinn á 80. mínútu eftir flottan undirbúning frá Bruno Fernandes og þar við sat.

Sebastian Haller fær flestar fyrirsagnirnar eftir 2-2 jafntefli Benfica og Ajax í hinum leik kvöldsins. Haller gerði tvö mörk á þremur mínútum, í sitthvort markið. Dusan Tadic gerði fyrsta mark leiksins fyrir Ajax á 18. mínútu

Haller jafnar leikin á 26. mínútu þegar hann skorar klaufalegt sjálfsmark en honum tekst að kvitta fyrir þau mistök með marki í rétt net á 29. mínútu. Roman Yaremchuk jafnar svo leikinn 18 mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Staðan er því 2-2 fyrir seinni leikinn í Hollandi sem fer fram eftir þrjár vikur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×