Sigur Rós í upptökum í Abbey Road og tilkynnir fyrsta tónleikaferðalagið í fimm ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 08:29 Sigur Rós á tónleikum í Mílanó fyrir nokkrum árum. Getty/Roberto Finizio Hljómsveitin Sigur Rós mun í vor og sumar fara á tónleikaferðalag. Munu þeir meðal annars koma fram í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Miðasalan hefst formlega á morgun. Sigur Rós vinnur nú að því að skrifa og taka upp sína fyrstu stúdíóplötu síðan árið 2013 þegar platan Kveikur kom út. Mun hljómsveitin því spila ný lög á tónleikaferðalaginu ásamt eldri lögum. Kjartan Sveinsson, sem hefur síðustu ár unnið að öðrum verkefnum, hefur aftur gengið til liðs við Sigur Rós. Hann er nú að vinna að plötunni með Jónsa og Georgi Holm og mun hann einnig fara með þeim í þetta tónleikaferðalag. Hljómsveitin hefur í þessum mánuði meðal annars tekið upp í Abbey Road upptökuverinu í London. „14 ár síðan við vorum hér síðast. Ekkert breyst nema við,“ skrifaði Georg eftir tökudag um helgina. Á samfélagsmiðlum Sigur Rósar kemur fram að fleiri dagsetningum og tónleikastöðum víðar um heiminn verði svo bætt við listann svo það er ljóst að margir aðdáendur þeirra munu fá tækifæri til að sjá þá á sviði. Sigurrós leggur af stað í ferðalag á ný.Sigurrós Tilkynningu hljómsveitarinnar má sjá hér fyrir neðan. Tónlist Sigur Rós Íslendingar erlendis Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Sigur Rós vinnur nú að því að skrifa og taka upp sína fyrstu stúdíóplötu síðan árið 2013 þegar platan Kveikur kom út. Mun hljómsveitin því spila ný lög á tónleikaferðalaginu ásamt eldri lögum. Kjartan Sveinsson, sem hefur síðustu ár unnið að öðrum verkefnum, hefur aftur gengið til liðs við Sigur Rós. Hann er nú að vinna að plötunni með Jónsa og Georgi Holm og mun hann einnig fara með þeim í þetta tónleikaferðalag. Hljómsveitin hefur í þessum mánuði meðal annars tekið upp í Abbey Road upptökuverinu í London. „14 ár síðan við vorum hér síðast. Ekkert breyst nema við,“ skrifaði Georg eftir tökudag um helgina. Á samfélagsmiðlum Sigur Rósar kemur fram að fleiri dagsetningum og tónleikastöðum víðar um heiminn verði svo bætt við listann svo það er ljóst að margir aðdáendur þeirra munu fá tækifæri til að sjá þá á sviði. Sigurrós leggur af stað í ferðalag á ný.Sigurrós Tilkynningu hljómsveitarinnar má sjá hér fyrir neðan.
Tónlist Sigur Rós Íslendingar erlendis Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira