Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2022 08:41 Þórdís Kolbrún og Katrín hafa fordæmt árás Rússa fortakslaust. Þær eru hér ásamt Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra á tröppum ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. Þetta gera þær Katrín og Þórdís á Twitter og er yfirlýsing þeirra á ensku. „Ég fordæmi þessa tilefnislausu árás Rússlands á Úkraínu. Hún er skýrt brot á alþjóðalögum. Kjarninn í utanríkisstefnu Íslands er virðing fyrir alþjóðalögum og friðhelgi landamæra og lögsögu. Ísland tekur undir og mun innleiða alþjóðlegar refsiaðgerðir vegna hernaðaraðgerðanna,“ segir Þórdís jafnframt á íslensku. Iceland strongly comdemns Russia‘s attack on #Ukraine - a flagrant breach of international law. We stand in solidarity with Ukraine & will take full part in international sanctions with friends & allies. Our thoughts are with those suffering from these violent acts of Russia.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 24, 2022 Katrín lýsir því einnig yfir að Ísland fordæmi fortakslaust hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Árásina segir hún óásættanlegt brot á alþjóðlegum lögum. Líf óbreyttra borgara eigi og hljóti ávallt að vera í fyrirrúmi. Og í sama streng tekur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson en hann vitnar í twitter-færslu Katrínar. Iceland strongly condemns Russia's military attack on Ukraine. This act of war is against international law and puts millions of innocent lives in danger. https://t.co/5KXkXo56Fw— President of Iceland (@PresidentISL) February 24, 2022 Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn aðrir taka í sama streng. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hvetur til þess að við fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu: „Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku. Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.“ Fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu.Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku.Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 24, 2022 Annar stjórnarandstöðuþingmaður, Björn Leví Gunnarsson Pírati vitnar í fréttir; „forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum“ og segir réttlætingarpólitíkina í hámarki. „Það er auðveldlega hægt að verja aðskilnaðarsinna á allt annan hátt. Hér ber Pútín þó ekki einn ábyrgð. Meintir „friðarsinnar“ sem ögra birninum verða að axla sinn hluta ábyrgðarinnar. Það hlakkar amk í öllum vopnaframleiðendum þegar svona atburðir gerast.“ Átök í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Þetta gera þær Katrín og Þórdís á Twitter og er yfirlýsing þeirra á ensku. „Ég fordæmi þessa tilefnislausu árás Rússlands á Úkraínu. Hún er skýrt brot á alþjóðalögum. Kjarninn í utanríkisstefnu Íslands er virðing fyrir alþjóðalögum og friðhelgi landamæra og lögsögu. Ísland tekur undir og mun innleiða alþjóðlegar refsiaðgerðir vegna hernaðaraðgerðanna,“ segir Þórdís jafnframt á íslensku. Iceland strongly comdemns Russia‘s attack on #Ukraine - a flagrant breach of international law. We stand in solidarity with Ukraine & will take full part in international sanctions with friends & allies. Our thoughts are with those suffering from these violent acts of Russia.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 24, 2022 Katrín lýsir því einnig yfir að Ísland fordæmi fortakslaust hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Árásina segir hún óásættanlegt brot á alþjóðlegum lögum. Líf óbreyttra borgara eigi og hljóti ávallt að vera í fyrirrúmi. Og í sama streng tekur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson en hann vitnar í twitter-færslu Katrínar. Iceland strongly condemns Russia's military attack on Ukraine. This act of war is against international law and puts millions of innocent lives in danger. https://t.co/5KXkXo56Fw— President of Iceland (@PresidentISL) February 24, 2022 Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn aðrir taka í sama streng. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hvetur til þess að við fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu: „Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku. Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.“ Fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu.Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku.Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 24, 2022 Annar stjórnarandstöðuþingmaður, Björn Leví Gunnarsson Pírati vitnar í fréttir; „forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum“ og segir réttlætingarpólitíkina í hámarki. „Það er auðveldlega hægt að verja aðskilnaðarsinna á allt annan hátt. Hér ber Pútín þó ekki einn ábyrgð. Meintir „friðarsinnar“ sem ögra birninum verða að axla sinn hluta ábyrgðarinnar. Það hlakkar amk í öllum vopnaframleiðendum þegar svona atburðir gerast.“
Átök í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
„Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23