Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir/Egill Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Þjóðaröryggisráð Íslands mun fara yfir stöðuna á fundi á eftir og segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Ísland muni taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem vestræn ríki munu grípa til vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. „Það liggur algjörlega fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær auðvitað voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja Evrópusambandsins sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar munu koma til harðari þvingunaraðgerðir og eins liggur það fyrir að það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,“ sagði Katrín. Reiknar með meiri umferð um varnarsvæðið Reiknar hún ekki með aukinni viðveru herliðs á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi, en líklegt sé þó að umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli muni aukast á næstunni vegna átakanna í Úkraínu. Aukafréttatími vegna innrásarinnar verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Stöð 2 Vísi og Bylgjunni klukkan 12. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrásina í Úkraínu. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna málsins er lýst yfir harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás mun óhjákvæmilega veldur. Afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur verið komið á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. „Já, það hefur verið gert. Hann var kallaður hingað í gær og kallaður aftur hingað í dag,“ sagði Katrín. Hún segir að það sé sorglegt að stríðsátök séu hafin í Evrópu. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki síst af óbreyttum borgurum. Við höfum áhyggjur að þessi stríðsátök geti magnast upp og valdið ómældum hörmungum og það er auðvitað bara sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum.“ Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Þjóðaröryggisráð Íslands mun fara yfir stöðuna á fundi á eftir og segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Ísland muni taka þátt í þeim refsiaðgerðum sem vestræn ríki munu grípa til vegna aðgerða Rússa í Úkraínu. „Það liggur algjörlega fyrir að Ísland mun taka þátt í þeim efnahagslegu refsiaðgerðum sem eru fyrirhugaðar og þær auðvitað voru þegar hafnar af hálfu Evrópusambandsins og samstarfsríkja Evrópusambandsins sem eru meðal annars Ísland og Noregur. Þar munu koma til harðari þvingunaraðgerðir og eins liggur það fyrir að það verður aukinn viðbúnaður af hálfu Atlantshafsbandalagsins vegna þessarar stöðu,“ sagði Katrín. Reiknar með meiri umferð um varnarsvæðið Reiknar hún ekki með aukinni viðveru herliðs á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi, en líklegt sé þó að umferð um varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli muni aukast á næstunni vegna átakanna í Úkraínu. Aukafréttatími vegna innrásarinnar verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Stöð 2 Vísi og Bylgjunni klukkan 12. Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt innrásina í Úkraínu. Í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda vegna málsins er lýst yfir harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás mun óhjákvæmilega veldur. Afstöðu íslenskra stjórnvalda hefur verið komið á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. „Já, það hefur verið gert. Hann var kallaður hingað í gær og kallaður aftur hingað í dag,“ sagði Katrín. Hún segir að það sé sorglegt að stríðsátök séu hafin í Evrópu. „Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessa innrás og að sjálfsögðu höfum við áhyggjur. Ekki síst af óbreyttum borgurum. Við höfum áhyggjur að þessi stríðsátök geti magnast upp og valdið ómældum hörmungum og það er auðvitað bara sorglegt að við séum að horfa upp á stríðsátök í Evrópu á þessum tímum.“
Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23
Úkraína óskar eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Úkraína hefur óskað eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á neyðarfundi vegna ástandsins í landinu. Gervihnattamyndir sýna skýrt liðssöfnun Rússa við landamærin. 23. febrúar 2022 22:55