Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 12:45 Vladimir Putin hefur verið við völd í Rússlandi í 22 ár og treystir því að rússneski herinn og almenningnur styðji hann í stríðsátökum við Úkraínu. Getty/Alexei Nikolsky Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. Rússneskur her réðst með stórskotalið og sprengjuárásum inn í Úkraínu úr austri, norðri frá Hvítarússlandi og suðri frá Krímskaga upp úr klukkan þrjú í nótt. Vladimir Putin Rússlandsforseti sagðist vera að svara ákalli alþýðulýðveldanna í Donbas um vernd gegn ágangi nasista við stjórn í Úkraínu og árásum hersins sem nyti stuðnings Vesturlanda. Hann vitnaði í ákvæð í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til réttlætingar innrásarinnar. Markmiðið væri að verja íbúa í Donetsk og Luhansk gegn þjóðarmorði uandanfarinna ára. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Rússar hafa sprengt og eyðilagt flugvelli meðal annars í Kænugarði og Úkraínumenn segjast hafa skotið niður bæði rússneskar flugvélar og þyrlur. Putin lofaði öllum úkraínskum hermönnum sem legðu niður vopn griða. Rússland verður einangrað frá umheiminum Umheimurinn hefur brugðist við innrásinni af mikilli hörku. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í morgun að tillögur um hertar aðgerðir verði lagðar fram í dag. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að Putin verði dreginn til ábyrgðar.Getty/Thierry Monasse „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Þetta væri ekki eingöngu árás á fullveldi Úkraínu heldur stöðugleika í Evrópu og heiminum öllum sem Pútin yrði dregin til ábyrgðar fyrir. Frekari refsiaðgerðir Evrópusambandsins muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að stöðva aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjannaboðar einnig hertari aðgerðir gegn Rússum sem muni stigmagnast eftir því sem Rússar stigmagni átökin. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Vesturlönd muni stigmagna refsiaðgerðir sínar með stigmögnun hernaðarátaka Putins.Getty/Alexandra Beier „Við munum styrkja NATO. Við munum róa alla bandamenn okkar og félaga með því að koma fyrir herafla í Austur-Evrópu hjá félögum okkar og bandamönnum til að tryggja að þeir njóti varnar. Um leið aukum við aðstoð okkar við Úkraínu sjálfa til að tryggja, eins og við höfum þegar gert, að við veitum aukalega öryggisaðstoð, diplómatískan stuðning og efnahagslegan stuðning og mannúðarhjálp. Það mun halda áfram. Og raunar segir forsetinn að við munum auka þann stuðning,“ sagði Blinken. Mótmæli gegn innrásinni hafa þegar brotist út víða til að mynda í Berlín höfuðborg Þýskalands í dag.Getty/Hannibal Hanschke Neyðarástandi var lýst yfir í Úkraínu í gærkvöldi og varalið hersins kallað út. Höfuðborgin Kænugarður liggur í norðausturhluta landsins og Rússar hafa umkringt landið úr norðri, austri og suðri. Straumur fólks liggur frá Kænugarði til Vesturs sem er eina áttin sem hægt er að flýja í átt til Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands, Rúmeníu og Moldovu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sleit stjórnmálasambandi við Rússland í morgun.Getty/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu reyndi að ná símasambandi við Putin í nótt án árangurs. Hann ávarpaði rússnesku þjóðina því beint á rússnesku og sagði hvoruga þjóðina þurfa á hvorki köldu né heitu stríði að halda og sagði fráleitt að Úkraínumenn hötuðu rússneska menningu eins og Putin hafi fullyrt. Hann kallaði sendiherra Úkraínu heim frá Rússlandi í morgun. „Við höfum slitið stjórnmálasambandi okkar við Rússland. Úkraína mun verjast og mun ekki gefa eftir frelsi sitt, sama hvað stjórnvöld í Moskvu halda. Rússar gerðu andstyggilega sjálfsmorðsárás á ríki okkar ímorgun. Alveg eins og hið fasíska Þýskaland gerði í heimsstyrjöldinni síðari,“ sagði forseti Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Tengdar fréttir Sextán íslenskir ríkisborgarar enn í Úkraínu Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist grannt með stöðu 28 einstaklinga sem staddir eru í Úkraínu. Sextán þeirra eru íslenskir ríkisborgarar og hinir tólf hafa náin tengsl við Ísland, eru annað hvort makar eða börn íslenskra ríkisborgara. 24. febrúar 2022 11:58 Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ 24. febrúar 2022 11:49 Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. 24. febrúar 2022 11:24 Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. 24. febrúar 2022 08:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Rússneskur her réðst með stórskotalið og sprengjuárásum inn í Úkraínu úr austri, norðri frá Hvítarússlandi og suðri frá Krímskaga upp úr klukkan þrjú í nótt. Vladimir Putin Rússlandsforseti sagðist vera að svara ákalli alþýðulýðveldanna í Donbas um vernd gegn ágangi nasista við stjórn í Úkraínu og árásum hersins sem nyti stuðnings Vesturlanda. Hann vitnaði í ákvæð í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til réttlætingar innrásarinnar. Markmiðið væri að verja íbúa í Donetsk og Luhansk gegn þjóðarmorði uandanfarinna ára. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Rússar hafa sprengt og eyðilagt flugvelli meðal annars í Kænugarði og Úkraínumenn segjast hafa skotið niður bæði rússneskar flugvélar og þyrlur. Putin lofaði öllum úkraínskum hermönnum sem legðu niður vopn griða. Rússland verður einangrað frá umheiminum Umheimurinn hefur brugðist við innrásinni af mikilli hörku. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í morgun að tillögur um hertar aðgerðir verði lagðar fram í dag. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að Putin verði dreginn til ábyrgðar.Getty/Thierry Monasse „Við fordæmum þessa villimannlegu árás og þau kaldrifjuðu rök sem notuð eru til að réttlæta hana. Það er Pútín forseti sem kallar stríð yfir Evrópu og á þessum myrku stundum stendur Evrópsambandið og íbúar þess með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni,“ sagði von der Leyen. Þetta væri ekki eingöngu árás á fullveldi Úkraínu heldur stöðugleika í Evrópu og heiminum öllum sem Pútin yrði dregin til ábyrgðar fyrir. Frekari refsiaðgerðir Evrópusambandsins muni beinast mikilvægum þáttum í efnahagslífi Rússlands með því að stöðva aðgang þeirra að tækni og mörkuðum sem skipti Rússa höfuðmáli. „Við munum veikja efnahagsgrunn Rússlands og getu landsins til að nútímavæðast og auk þess munum við frysta rússneskar eignir í Evrópusambandinu og loka fyrir aðgang rússneskra banka að fjármálamörkuðum Evrópum," sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjannaboðar einnig hertari aðgerðir gegn Rússum sem muni stigmagnast eftir því sem Rússar stigmagni átökin. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Vesturlönd muni stigmagna refsiaðgerðir sínar með stigmögnun hernaðarátaka Putins.Getty/Alexandra Beier „Við munum styrkja NATO. Við munum róa alla bandamenn okkar og félaga með því að koma fyrir herafla í Austur-Evrópu hjá félögum okkar og bandamönnum til að tryggja að þeir njóti varnar. Um leið aukum við aðstoð okkar við Úkraínu sjálfa til að tryggja, eins og við höfum þegar gert, að við veitum aukalega öryggisaðstoð, diplómatískan stuðning og efnahagslegan stuðning og mannúðarhjálp. Það mun halda áfram. Og raunar segir forsetinn að við munum auka þann stuðning,“ sagði Blinken. Mótmæli gegn innrásinni hafa þegar brotist út víða til að mynda í Berlín höfuðborg Þýskalands í dag.Getty/Hannibal Hanschke Neyðarástandi var lýst yfir í Úkraínu í gærkvöldi og varalið hersins kallað út. Höfuðborgin Kænugarður liggur í norðausturhluta landsins og Rússar hafa umkringt landið úr norðri, austri og suðri. Straumur fólks liggur frá Kænugarði til Vesturs sem er eina áttin sem hægt er að flýja í átt til Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands, Rúmeníu og Moldovu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sleit stjórnmálasambandi við Rússland í morgun.Getty/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu reyndi að ná símasambandi við Putin í nótt án árangurs. Hann ávarpaði rússnesku þjóðina því beint á rússnesku og sagði hvoruga þjóðina þurfa á hvorki köldu né heitu stríði að halda og sagði fráleitt að Úkraínumenn hötuðu rússneska menningu eins og Putin hafi fullyrt. Hann kallaði sendiherra Úkraínu heim frá Rússlandi í morgun. „Við höfum slitið stjórnmálasambandi okkar við Rússland. Úkraína mun verjast og mun ekki gefa eftir frelsi sitt, sama hvað stjórnvöld í Moskvu halda. Rússar gerðu andstyggilega sjálfsmorðsárás á ríki okkar ímorgun. Alveg eins og hið fasíska Þýskaland gerði í heimsstyrjöldinni síðari,“ sagði forseti Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Tengdar fréttir Sextán íslenskir ríkisborgarar enn í Úkraínu Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist grannt með stöðu 28 einstaklinga sem staddir eru í Úkraínu. Sextán þeirra eru íslenskir ríkisborgarar og hinir tólf hafa náin tengsl við Ísland, eru annað hvort makar eða börn íslenskra ríkisborgara. 24. febrúar 2022 11:58 Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ 24. febrúar 2022 11:49 Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. 24. febrúar 2022 11:24 Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. 24. febrúar 2022 08:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Sextán íslenskir ríkisborgarar enn í Úkraínu Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist grannt með stöðu 28 einstaklinga sem staddir eru í Úkraínu. Sextán þeirra eru íslenskir ríkisborgarar og hinir tólf hafa náin tengsl við Ísland, eru annað hvort makar eða börn íslenskra ríkisborgara. 24. febrúar 2022 11:58
Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ 24. febrúar 2022 11:49
Rússneski sendiherrann kallaður á teppið Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu. 24. febrúar 2022 11:24
Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. 24. febrúar 2022 08:41