„Sýnir okkur kannski að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 19:24 Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi málefni Úkraínu í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Skjáskot Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor segir að atburðirnir í Úkraínu sé heimssögulegur viðburður en að Vesturlönd hafi nánast sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Eiríkur var viðmælandi Kolbeins Tuma Daðasonar í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu en hersveitir Rússa réðust inn í landið í nótt. Hann segir atburðina ógn við heimsfriðinn og að nánast hafi verið búið að teikna atburðarásina upp fyrirfram. „Það má segja að Vesturlönd hafi hreinlega sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Bandaríkin og flest önnur ríki Nato hafa lýst því yfir að Rússum verði ekki mætt með hervaldi inni í Úkraínu.“ Hann segir úkraínska herinn mega sín lítið gegn öflugum Rússum. „Þú mætir ekki Kalashnikov riffli með reglustiku því hún skilar ekki mjög miklu.“ Pútín hefur reiknað Vesturlöndin út Eiríkur segir hug ekki hafa fylgt máli í viðbrögðum Vesturlanda. „Vesturlöndin eru háð gasi Rússa, um 40% af gasi í Evrópu kemur frá Rússum. Menn eru ekki að tala um að hætta að nýta það. Sama á við um olíuna, það er bara rætt um að stoppa ný verkefni.“ Hann segir að það sem raunverulega myndi bíta á Rússum hafi ekki verið lýst yfir. „Öll viðbrögð hafa verið þess eðlis að Rússar hafa getað reiknað þau út fyrirfram. Pútín hefur reiknað Vesturlönd út að þau hefðu ekki viljann þó þau hefðu getuna til að mæta af þunga. Hann hefur reiknað þetta rétt.“ Eiríkur Bergmann segir Pútín vera leiðtoga af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðstjórnarríkin.Vísir/AP „Við vitum ekki nákvæmlega hvað Pútín ætlar sér, hann hefur sagt að fall Sovétríkjanna og hvernig þau féllu hafi verið einhverjar mestu hamfarir og hörmungar heimssögunnar. Hann virðist vera leiðtogi af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðsstjórnarríkin í gegnum Rússland. Einhvers konar slíkt veldi.“ Hann segir óljóst hvort Pútín ætli sér að halda allri Úkraínu eða hvort aðgerðin sé herstjórnarlist til að ná héröðunum Donetsk og Luhansk. „Það er eitt að taka land hernámi en annað að halda því til lengri tíma, það er meiriháttar mál og raskar öllu valdajafnvægi í veröldinni.“ „Hingað til hefur hann verið að taka búta úr löndum, Krím, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Það væri nær þeirri leikjafræði að halda sig við þessi tvö héröð en við vitum ekki enn hvað er að gerast, hvað þessar fréttir í dag eru að segja.“ Færir Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati Eiríkur Bergmann segir að atburðirnir geti haft meiriháttar áhrif á valdatilfærslur í veröldinni. Hann segir augljóst að Pútín hafi veðjað á að viðbrögð Vesturlanda yrðu einungis á efnahagssviðinu en ekki hernaðarleg. „Hann mun sætta sig við töluverðan sársauka fyrir sitt fólk heimafyrir í efnahagslegu tilliti.“ Þá segir Eiríkur Bergmann að stóra málið sé hvernig Kínverjar muni bregðast við atburðunum. „Það má segja að Pútín sé að færa Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati. Á meðan Kína stendur honum opin í viðskiptum þá getur hann flutt mjög mikið af þeim efnahagslegu viðskiptum, sem Rússar eiga í heiminum, yfir til Kína og þannig haldið stöðu sinni.“ „Þar með er Rússland komið undir áhrifamátt Kína í miklu meiri mæli en áður og kannski mun þetta sýna okkur að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Eiríkur var viðmælandi Kolbeins Tuma Daðasonar í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu en hersveitir Rússa réðust inn í landið í nótt. Hann segir atburðina ógn við heimsfriðinn og að nánast hafi verið búið að teikna atburðarásina upp fyrirfram. „Það má segja að Vesturlönd hafi hreinlega sent boðsbréf til Kremlar og boðið Rússa velkomna að taka yfir Úkraínu. Bandaríkin og flest önnur ríki Nato hafa lýst því yfir að Rússum verði ekki mætt með hervaldi inni í Úkraínu.“ Hann segir úkraínska herinn mega sín lítið gegn öflugum Rússum. „Þú mætir ekki Kalashnikov riffli með reglustiku því hún skilar ekki mjög miklu.“ Pútín hefur reiknað Vesturlöndin út Eiríkur segir hug ekki hafa fylgt máli í viðbrögðum Vesturlanda. „Vesturlöndin eru háð gasi Rússa, um 40% af gasi í Evrópu kemur frá Rússum. Menn eru ekki að tala um að hætta að nýta það. Sama á við um olíuna, það er bara rætt um að stoppa ný verkefni.“ Hann segir að það sem raunverulega myndi bíta á Rússum hafi ekki verið lýst yfir. „Öll viðbrögð hafa verið þess eðlis að Rússar hafa getað reiknað þau út fyrirfram. Pútín hefur reiknað Vesturlönd út að þau hefðu ekki viljann þó þau hefðu getuna til að mæta af þunga. Hann hefur reiknað þetta rétt.“ Eiríkur Bergmann segir Pútín vera leiðtoga af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðstjórnarríkin.Vísir/AP „Við vitum ekki nákvæmlega hvað Pútín ætlar sér, hann hefur sagt að fall Sovétríkjanna og hvernig þau féllu hafi verið einhverjar mestu hamfarir og hörmungar heimssögunnar. Hann virðist vera leiðtogi af þeirri gerð að hann hafi metnað til að endurreisa gömlu ráðsstjórnarríkin í gegnum Rússland. Einhvers konar slíkt veldi.“ Hann segir óljóst hvort Pútín ætli sér að halda allri Úkraínu eða hvort aðgerðin sé herstjórnarlist til að ná héröðunum Donetsk og Luhansk. „Það er eitt að taka land hernámi en annað að halda því til lengri tíma, það er meiriháttar mál og raskar öllu valdajafnvægi í veröldinni.“ „Hingað til hefur hann verið að taka búta úr löndum, Krím, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Það væri nær þeirri leikjafræði að halda sig við þessi tvö héröð en við vitum ekki enn hvað er að gerast, hvað þessar fréttir í dag eru að segja.“ Færir Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati Eiríkur Bergmann segir að atburðirnir geti haft meiriháttar áhrif á valdatilfærslur í veröldinni. Hann segir augljóst að Pútín hafi veðjað á að viðbrögð Vesturlanda yrðu einungis á efnahagssviðinu en ekki hernaðarleg. „Hann mun sætta sig við töluverðan sársauka fyrir sitt fólk heimafyrir í efnahagslegu tilliti.“ Þá segir Eiríkur Bergmann að stóra málið sé hvernig Kínverjar muni bregðast við atburðunum. „Það má segja að Pútín sé að færa Kínverjum aukin heimsáhrif á silfurfati. Á meðan Kína stendur honum opin í viðskiptum þá getur hann flutt mjög mikið af þeim efnahagslegu viðskiptum, sem Rússar eiga í heiminum, yfir til Kína og þannig haldið stöðu sinni.“ „Þar með er Rússland komið undir áhrifamátt Kína í miklu meiri mæli en áður og kannski mun þetta sýna okkur að áhrifamáttur Vesturlanda er ekki eins mikill og þau sjálf halda.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira