Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 20:16 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. AP Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu út suðri, austri og norðri frá Hvítarússlandi fljótlega eftir stríðsyfrlýsingu Vladimir Putins forseta klukkan þrjú í nótt. Þar varaði hann umheiminn við afleiðingum þess að reyna að stöðva innrásina. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Stórskotaliðsárásir og sprengjuárásir hafa meðal annars verið gerðar á herstöð úkraínuhers í Mariupol skammt frá Kænugarði og sprengjum hefur verið varpað á flugvelli. Herþyrlur stjórnarhers Úkraínu hafa flogið yfir höfuðborginni í dag. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. „Allir sem hafa reynslu af hernaði og geta lagt varnarliði landsins lið vera án tafar að gefa sig fram við hernaðaryfirvöld,“ sagði forsetinn í dag. Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínu segir Úkraínuher þegar hafa náð að skaða innrásarherinn. „Her Úkraínu hefur nú þegar valdið rússneska innrásarliðinu miklu tjóni. Tugir ef ekki hundruð líkkista verða sendar heim til Rússlands í dag. Við höfum haldið varnarlínunni í austurhlutanum. Haldið hefur verið aftur að óvininum. Innrásarliðið hefur misst sex flugvélar, tvær þyrlur og fjóra skriðdreka,“ segir varnarmálaráðherrann. Þar mátti sjá lögreglu hreinsa upp sprengjubort á götum Kænugarðs í dag þar sem íbúar borgarinnar eru að vakna upp við vondan draumökkva upp við vondan draum. Kona í borginni segist aldrei hafa trúað því að Putin tæki stríðið út fyrir Donetsk og Luhansk. „Hvaða erindi á hann í Úkraínu. Við erum með sjálfstæða ríkisstjórn sem tekur sínar eigin ákvarðanir og leysir úr innlendum málefnum. Hann er landvinningamaður, hann er árásagjarnm hann er Hitler,“ sagði Anna Dovnya sem býr í Kænugarði. Fólk stóð í lögum röðum í Kænugarði í dag til að kaupa vatn og til að taka peninga út úr hraðbönkum. Rússar hafa umkringt landið úr þremur áttum og því liggur flótt frá Kænugarði til Vesturs í átt til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldovu. „Ég er búinn að hringsnúast síðan klukkan sex í morgun á milli bensínstöðva og hraðbanka og hefur ekki tekist að taka út peninga nokkur staðar eða fylla hjá mér tankinn. Ég er alveg ráðalaus. Ég er fastur hérna,“ sagði maður að nafni Maxim sem sat í bíl sínum í langri röð bíla við bensínstöð. Oleksandra Shustik sem býr í Kænugarði segist hata Rússa fyrir að hefja stírið. „Ég vil nota tækifærið sem móðir og íbúi í Kænugarði og úkríani til að ákalla umheiminn til að koma okkur vinsamlega til aðstoðar og stoppa þennan árásarhund,“ sagði Shustik í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu út suðri, austri og norðri frá Hvítarússlandi fljótlega eftir stríðsyfrlýsingu Vladimir Putins forseta klukkan þrjú í nótt. Þar varaði hann umheiminn við afleiðingum þess að reyna að stöðva innrásina. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Stórskotaliðsárásir og sprengjuárásir hafa meðal annars verið gerðar á herstöð úkraínuhers í Mariupol skammt frá Kænugarði og sprengjum hefur verið varpað á flugvelli. Herþyrlur stjórnarhers Úkraínu hafa flogið yfir höfuðborginni í dag. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. „Allir sem hafa reynslu af hernaði og geta lagt varnarliði landsins lið vera án tafar að gefa sig fram við hernaðaryfirvöld,“ sagði forsetinn í dag. Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínu segir Úkraínuher þegar hafa náð að skaða innrásarherinn. „Her Úkraínu hefur nú þegar valdið rússneska innrásarliðinu miklu tjóni. Tugir ef ekki hundruð líkkista verða sendar heim til Rússlands í dag. Við höfum haldið varnarlínunni í austurhlutanum. Haldið hefur verið aftur að óvininum. Innrásarliðið hefur misst sex flugvélar, tvær þyrlur og fjóra skriðdreka,“ segir varnarmálaráðherrann. Þar mátti sjá lögreglu hreinsa upp sprengjubort á götum Kænugarðs í dag þar sem íbúar borgarinnar eru að vakna upp við vondan draumökkva upp við vondan draum. Kona í borginni segist aldrei hafa trúað því að Putin tæki stríðið út fyrir Donetsk og Luhansk. „Hvaða erindi á hann í Úkraínu. Við erum með sjálfstæða ríkisstjórn sem tekur sínar eigin ákvarðanir og leysir úr innlendum málefnum. Hann er landvinningamaður, hann er árásagjarnm hann er Hitler,“ sagði Anna Dovnya sem býr í Kænugarði. Fólk stóð í lögum röðum í Kænugarði í dag til að kaupa vatn og til að taka peninga út úr hraðbönkum. Rússar hafa umkringt landið úr þremur áttum og því liggur flótt frá Kænugarði til Vesturs í átt til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldovu. „Ég er búinn að hringsnúast síðan klukkan sex í morgun á milli bensínstöðva og hraðbanka og hefur ekki tekist að taka út peninga nokkur staðar eða fylla hjá mér tankinn. Ég er alveg ráðalaus. Ég er fastur hérna,“ sagði maður að nafni Maxim sem sat í bíl sínum í langri röð bíla við bensínstöð. Oleksandra Shustik sem býr í Kænugarði segist hata Rússa fyrir að hefja stírið. „Ég vil nota tækifærið sem móðir og íbúi í Kænugarði og úkríani til að ákalla umheiminn til að koma okkur vinsamlega til aðstoðar og stoppa þennan árásarhund,“ sagði Shustik í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira