Risastór sigur fyrir Ísland og hefði verið hræðilegt að þurfa að spila erlendis Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 23:36 Martin Hermannsson var ánægður með stuðninginn í Ólafssal í kvöld í sigrinum gegn Ítölum. VÍSIR/Bára Dröfn „Þetta er risastór sigur fyrir Ísland og eitthvað til að byggja á,“ segir Martin Hermannsson sem einhvern veginn tókst að spila heilan leik og tvær framlengingar þrátt fyrir að meiðast tvisvar í fyrri hálfleik í kvöld. Martin viðurkenndi að hann hefði oft staðið sig betur en í sigrinum gegn Ítölum í kvöld, í undankeppni HM í körfubolta, en hann skoraði samt 23 stig og gaf sjö stoðsendingar, og spilaði 45 mínútur, sem er merkilegt í ljósi þess sem á gekk: „Ég fór í náranum í fyrsta leikhluta og í kálfanum í öðrum. Ég hef alveg verið betri. Ég hefði átt að vera löngu búinn að ljúka leik og það sést kannski á spilamennskunni í framlengingunum tveimur. Líkaminn var oft á tíðum ekki að fylgja hausnum. En þeir eru líka bara gott varnarlið og gerðu mér erfitt fyrir. Það er margt sem ég þarf að laga fyrir sunnudaginn,“ sagði Martin. Klippa: Martin eftir sigurinn gegn Ítölum Held að fólk átti sig ekki á því hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta Ísland hafði yfirhöndina lengst af en Ítölum, sem eru meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu, tókst að jafna metin og tryggja sér framlengingu: „Við vorum auðvitað bara að spila á móti ógeðslega góðu liði sem verður að hrósa líka. Það sem við vorum að gera hérna er risastórt. Ég held að fólk átti sig kannski ekki á hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta og á hvaða kalíberi þeir eru að spila, á meðan að við erum með nokkra hérna í Subway-deildinni,“ sagði Martin. Gáfum vonandi fólkinu eitthvað „Það er bara betra að þetta fór í framlengingu. Þetta var svo ógeðslega gaman – að spila fyrir framan fullt hús hérna. Þetta var hrikalega gaman og það er alltaf svo flott að koma heim og spila fyrir framan fólkið sitt, vini og kunningja. Það hefði verið hræðilegt að spila þennan leik erlendis,“ sagði Martin og sendi með því sneið á stjórnvöld en minnstu munaði að spila þyrfti leikinn erlendis þar sem ekkert íþróttahús á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. Martin Hermannsson píndi sig út allan leikinn þrátt fyrir að meiðast í fyrri hálfleik.VÍSIR/Bára Dröfn „Vonandi erum við að gefa þessu fólki eitthvað og vonandi skemmtu allir sér vel í dag. Það var alla vega tilfinningin,“ sagði Martin. Valencia-menn kannski ekki allt of sáttir Hann vonast til að geta spilað gegn Ítalíu í Bologna á sunnudaginn en það er ekki víst. „Ég ætla að vona það. Ég held að Valencia-menn verði ekkert allt of sáttir ef ég kem svona til baka eftir að hafa spilað á sunnudaginn en við sjáum bara til. Þetta er alla vega risastór sigur í kvöld og gefur okkur mikið andrými fyrir framhaldið,“ segir Martin en Ísland tók risastórt skref áfram á næsta stig undankeppninnar með sigrinum í kvöld, eftir að hafa einnig unnið Holland á útivelli í haust. Liðið hefur því unnið tvo leiki af þremur þegar þrír leikir eru eftir. „Við erum komnir í mjög góð mál en viljum auðvitað vinna líka úti. Það verður erfitt. Þeir dreifðu mínútunum betur á milli sín í dag. Við þurfum að hugsa vel um okkur en sýndum í kvöld að við getum þetta. Ég veit alveg hvernig þessi leikur verður á sunnudaginn. Annað hvort vinnum við eða þetta fer mjög illa. En við förum hér út í kvöld með hausinn uppi og ætlum að vinna á sunnudaginn. Við erum ógeðslega góðir í körfubolta,“ sagði Martin. HM 2023 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Held að við höfum verið mjög pirrandi“ „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. 24. febrúar 2022 23:12 Leik lokið: Ísland - Ítalía 107-105 | Í frábærri stöðu eftir spennutrylli Eftir algjöran spennutrylli í kvöld er Ísland á mjög góðri leið með að komast upp úr sínum riðli og á seinna stig undankeppni HM í körfubolta með glæsilegum sigri gegn Ítalíu í Ólafssal, 107-105. 24. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
Martin viðurkenndi að hann hefði oft staðið sig betur en í sigrinum gegn Ítölum í kvöld, í undankeppni HM í körfubolta, en hann skoraði samt 23 stig og gaf sjö stoðsendingar, og spilaði 45 mínútur, sem er merkilegt í ljósi þess sem á gekk: „Ég fór í náranum í fyrsta leikhluta og í kálfanum í öðrum. Ég hef alveg verið betri. Ég hefði átt að vera löngu búinn að ljúka leik og það sést kannski á spilamennskunni í framlengingunum tveimur. Líkaminn var oft á tíðum ekki að fylgja hausnum. En þeir eru líka bara gott varnarlið og gerðu mér erfitt fyrir. Það er margt sem ég þarf að laga fyrir sunnudaginn,“ sagði Martin. Klippa: Martin eftir sigurinn gegn Ítölum Held að fólk átti sig ekki á því hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta Ísland hafði yfirhöndina lengst af en Ítölum, sem eru meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu, tókst að jafna metin og tryggja sér framlengingu: „Við vorum auðvitað bara að spila á móti ógeðslega góðu liði sem verður að hrósa líka. Það sem við vorum að gera hérna er risastórt. Ég held að fólk átti sig kannski ekki á hversu góðum leikmönnum við vorum að mæta og á hvaða kalíberi þeir eru að spila, á meðan að við erum með nokkra hérna í Subway-deildinni,“ sagði Martin. Gáfum vonandi fólkinu eitthvað „Það er bara betra að þetta fór í framlengingu. Þetta var svo ógeðslega gaman – að spila fyrir framan fullt hús hérna. Þetta var hrikalega gaman og það er alltaf svo flott að koma heim og spila fyrir framan fólkið sitt, vini og kunningja. Það hefði verið hræðilegt að spila þennan leik erlendis,“ sagði Martin og sendi með því sneið á stjórnvöld en minnstu munaði að spila þyrfti leikinn erlendis þar sem ekkert íþróttahús á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. Martin Hermannsson píndi sig út allan leikinn þrátt fyrir að meiðast í fyrri hálfleik.VÍSIR/Bára Dröfn „Vonandi erum við að gefa þessu fólki eitthvað og vonandi skemmtu allir sér vel í dag. Það var alla vega tilfinningin,“ sagði Martin. Valencia-menn kannski ekki allt of sáttir Hann vonast til að geta spilað gegn Ítalíu í Bologna á sunnudaginn en það er ekki víst. „Ég ætla að vona það. Ég held að Valencia-menn verði ekkert allt of sáttir ef ég kem svona til baka eftir að hafa spilað á sunnudaginn en við sjáum bara til. Þetta er alla vega risastór sigur í kvöld og gefur okkur mikið andrými fyrir framhaldið,“ segir Martin en Ísland tók risastórt skref áfram á næsta stig undankeppninnar með sigrinum í kvöld, eftir að hafa einnig unnið Holland á útivelli í haust. Liðið hefur því unnið tvo leiki af þremur þegar þrír leikir eru eftir. „Við erum komnir í mjög góð mál en viljum auðvitað vinna líka úti. Það verður erfitt. Þeir dreifðu mínútunum betur á milli sín í dag. Við þurfum að hugsa vel um okkur en sýndum í kvöld að við getum þetta. Ég veit alveg hvernig þessi leikur verður á sunnudaginn. Annað hvort vinnum við eða þetta fer mjög illa. En við förum hér út í kvöld með hausinn uppi og ætlum að vinna á sunnudaginn. Við erum ógeðslega góðir í körfubolta,“ sagði Martin.
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Held að við höfum verið mjög pirrandi“ „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. 24. febrúar 2022 23:12 Leik lokið: Ísland - Ítalía 107-105 | Í frábærri stöðu eftir spennutrylli Eftir algjöran spennutrylli í kvöld er Ísland á mjög góðri leið með að komast upp úr sínum riðli og á seinna stig undankeppni HM í körfubolta með glæsilegum sigri gegn Ítalíu í Ólafssal, 107-105. 24. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
„Held að við höfum verið mjög pirrandi“ „Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld. 24. febrúar 2022 23:12
Leik lokið: Ísland - Ítalía 107-105 | Í frábærri stöðu eftir spennutrylli Eftir algjöran spennutrylli í kvöld er Ísland á mjög góðri leið með að komast upp úr sínum riðli og á seinna stig undankeppni HM í körfubolta með glæsilegum sigri gegn Ítalíu í Ólafssal, 107-105. 24. febrúar 2022 23:40