Jón Axel búinn að græja veitingastað í Bologna Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 10:01 Jón Axel Guðmundsson á ferðinni gegn Ítalíu í gær. Hann naut þess að spila fyrir framan fullan sal af fólki heima á Íslandi, eftir langa bið. VÍSIR/BÁRA Jón Axel Guðmundsson er á leið til Bologna á Ítalíu, þar sem hann spilaði fyrri hluta leiktíðar, til að mæta Ítölum öðru sinni í undankeppni HM í körfubolta. Ísland vann þegar liðin mættust í Ólafssal í gær í tvíframlengdum trylli. „Þetta er mjög stórt en á sama tíma þurfum við að reyna að róa okkur niður og koma tilbúnir aftur á sunnudaginn,“ sagði Jón Axel við Vísi í gærkvöld, eftir sigurinn magnaða á Ítalíu, og bætti við: „En þetta er risastórt fyrir Íslands hönd. Þetta er eitt stærsta liðið í heimi og þeir voru að spila á Ólympíuleikunum í fyrrasumar, margir af þessum gæjum sem spiluðu núna, þannig að þetta er risastórt fyrir svona litla þjóð eins og Ísland.“ Klippa: Jón Axel eftir sigurinn gegn Ítalíu Jón Axel naut þess í botn að spila fyrir framan fullan Ólafssal í Hafnarfirði í gærkvöld en nú er förinni heitið til Bologna þar sem hann lék með Fortitudo Bologna fyrri hluta leiktíðar. Má þá ekki slá því föstu að hann taki að sér leiðsögn í borginni? „Þarf maður ekki að reyna að gera eitthvað? Koma okkur saman, fá „recovery“ og borða góðan mat. Fyrirliðinn í liðinu sem ég var með þarna úti var að senda á mig og spyrja hvort ég ætlaði ekki að kíkja á veitingastaðinn hjá honum. Við förum í góða máltíð þarna,“ sagði Jón Axel léttur í bragði. Hann skoraði 11 stig og tók átta fráköst í gærkvöld, og var algjörlega óhræddur við að taka af skarið þegar spennan var sem mest undir lok leiks og í framlengingunum: „Við erum allir vanir þessu, búnir að spila upp alla yngri flokka í jöfnum leikjum og þetta er ekkert öðruvísi. Áhorfendur gefa manni líka extra „búst“ svo það er mikilvægt að fá svona heimaleiki og geta spilað á Íslandi, því það vita allir að þegar það er stórmót þá kemur öll íslenska þjóðin saman og styður við bakið á öllum mönnum,“ sagði Jón Axel en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Þetta er mjög stórt en á sama tíma þurfum við að reyna að róa okkur niður og koma tilbúnir aftur á sunnudaginn,“ sagði Jón Axel við Vísi í gærkvöld, eftir sigurinn magnaða á Ítalíu, og bætti við: „En þetta er risastórt fyrir Íslands hönd. Þetta er eitt stærsta liðið í heimi og þeir voru að spila á Ólympíuleikunum í fyrrasumar, margir af þessum gæjum sem spiluðu núna, þannig að þetta er risastórt fyrir svona litla þjóð eins og Ísland.“ Klippa: Jón Axel eftir sigurinn gegn Ítalíu Jón Axel naut þess í botn að spila fyrir framan fullan Ólafssal í Hafnarfirði í gærkvöld en nú er förinni heitið til Bologna þar sem hann lék með Fortitudo Bologna fyrri hluta leiktíðar. Má þá ekki slá því föstu að hann taki að sér leiðsögn í borginni? „Þarf maður ekki að reyna að gera eitthvað? Koma okkur saman, fá „recovery“ og borða góðan mat. Fyrirliðinn í liðinu sem ég var með þarna úti var að senda á mig og spyrja hvort ég ætlaði ekki að kíkja á veitingastaðinn hjá honum. Við förum í góða máltíð þarna,“ sagði Jón Axel léttur í bragði. Hann skoraði 11 stig og tók átta fráköst í gærkvöld, og var algjörlega óhræddur við að taka af skarið þegar spennan var sem mest undir lok leiks og í framlengingunum: „Við erum allir vanir þessu, búnir að spila upp alla yngri flokka í jöfnum leikjum og þetta er ekkert öðruvísi. Áhorfendur gefa manni líka extra „búst“ svo það er mikilvægt að fá svona heimaleiki og geta spilað á Íslandi, því það vita allir að þegar það er stórmót þá kemur öll íslenska þjóðin saman og styður við bakið á öllum mönnum,“ sagði Jón Axel en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum