Jón Axel búinn að græja veitingastað í Bologna Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 10:01 Jón Axel Guðmundsson á ferðinni gegn Ítalíu í gær. Hann naut þess að spila fyrir framan fullan sal af fólki heima á Íslandi, eftir langa bið. VÍSIR/BÁRA Jón Axel Guðmundsson er á leið til Bologna á Ítalíu, þar sem hann spilaði fyrri hluta leiktíðar, til að mæta Ítölum öðru sinni í undankeppni HM í körfubolta. Ísland vann þegar liðin mættust í Ólafssal í gær í tvíframlengdum trylli. „Þetta er mjög stórt en á sama tíma þurfum við að reyna að róa okkur niður og koma tilbúnir aftur á sunnudaginn,“ sagði Jón Axel við Vísi í gærkvöld, eftir sigurinn magnaða á Ítalíu, og bætti við: „En þetta er risastórt fyrir Íslands hönd. Þetta er eitt stærsta liðið í heimi og þeir voru að spila á Ólympíuleikunum í fyrrasumar, margir af þessum gæjum sem spiluðu núna, þannig að þetta er risastórt fyrir svona litla þjóð eins og Ísland.“ Klippa: Jón Axel eftir sigurinn gegn Ítalíu Jón Axel naut þess í botn að spila fyrir framan fullan Ólafssal í Hafnarfirði í gærkvöld en nú er förinni heitið til Bologna þar sem hann lék með Fortitudo Bologna fyrri hluta leiktíðar. Má þá ekki slá því föstu að hann taki að sér leiðsögn í borginni? „Þarf maður ekki að reyna að gera eitthvað? Koma okkur saman, fá „recovery“ og borða góðan mat. Fyrirliðinn í liðinu sem ég var með þarna úti var að senda á mig og spyrja hvort ég ætlaði ekki að kíkja á veitingastaðinn hjá honum. Við förum í góða máltíð þarna,“ sagði Jón Axel léttur í bragði. Hann skoraði 11 stig og tók átta fráköst í gærkvöld, og var algjörlega óhræddur við að taka af skarið þegar spennan var sem mest undir lok leiks og í framlengingunum: „Við erum allir vanir þessu, búnir að spila upp alla yngri flokka í jöfnum leikjum og þetta er ekkert öðruvísi. Áhorfendur gefa manni líka extra „búst“ svo það er mikilvægt að fá svona heimaleiki og geta spilað á Íslandi, því það vita allir að þegar það er stórmót þá kemur öll íslenska þjóðin saman og styður við bakið á öllum mönnum,“ sagði Jón Axel en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
„Þetta er mjög stórt en á sama tíma þurfum við að reyna að róa okkur niður og koma tilbúnir aftur á sunnudaginn,“ sagði Jón Axel við Vísi í gærkvöld, eftir sigurinn magnaða á Ítalíu, og bætti við: „En þetta er risastórt fyrir Íslands hönd. Þetta er eitt stærsta liðið í heimi og þeir voru að spila á Ólympíuleikunum í fyrrasumar, margir af þessum gæjum sem spiluðu núna, þannig að þetta er risastórt fyrir svona litla þjóð eins og Ísland.“ Klippa: Jón Axel eftir sigurinn gegn Ítalíu Jón Axel naut þess í botn að spila fyrir framan fullan Ólafssal í Hafnarfirði í gærkvöld en nú er förinni heitið til Bologna þar sem hann lék með Fortitudo Bologna fyrri hluta leiktíðar. Má þá ekki slá því föstu að hann taki að sér leiðsögn í borginni? „Þarf maður ekki að reyna að gera eitthvað? Koma okkur saman, fá „recovery“ og borða góðan mat. Fyrirliðinn í liðinu sem ég var með þarna úti var að senda á mig og spyrja hvort ég ætlaði ekki að kíkja á veitingastaðinn hjá honum. Við förum í góða máltíð þarna,“ sagði Jón Axel léttur í bragði. Hann skoraði 11 stig og tók átta fráköst í gærkvöld, og var algjörlega óhræddur við að taka af skarið þegar spennan var sem mest undir lok leiks og í framlengingunum: „Við erum allir vanir þessu, búnir að spila upp alla yngri flokka í jöfnum leikjum og þetta er ekkert öðruvísi. Áhorfendur gefa manni líka extra „búst“ svo það er mikilvægt að fá svona heimaleiki og geta spilað á Íslandi, því það vita allir að þegar það er stórmót þá kemur öll íslenska þjóðin saman og styður við bakið á öllum mönnum,“ sagði Jón Axel en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira