Merkel fylgist áhyggjufull með þróuninni Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 09:56 Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz tók nýverið við embætti kanslara af Angelu Merkel. AP Angela Merkel, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og stendur að sögn þýskra miðla þétt við bakið á sporgöngumanni sínum í embætti, Olaf Scholz kanslara. „Árás Rússlands markar djúpstæðan brest í sögu Evrópu eftir endalok kalda stríðsins,“ sagði Merkel í samtali við DPA. „Það er ekkert sem réttlætir svona ótvírætt brot á þjóðarrétti og ég fordæmi það alfarið. Á þessari skelfilegu stund hugsa ég til og stend með úkraínsku þjóðinni og forseta hennar Vlodomír Selenskí.“ Merkel segir að hún muni styðja alla viðleitni Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins til að stöðva innrás Rússa. Hún sé að fylgjast með framvindunni - mjög áhyggjufull og full samúðar. Í embættistíð sinni átti Merkel jafnan tiltölulega gott samband við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og er hún sögð hafa lagt á það sérstaka áherslu að halda tengslunum í sem bestum farvegi. Kanslaraskiptin 2005. Gerhard Schröder og Angela Merkel.visir Af öðrum fyrrverandi könslurum er það að segja að Gerhard Schröder, sem var kanslari á undan Merkel frá 1998-2005, er stjórnarformaður rússneska ríkisfyrirtækisins Gazprom og er mikilvirkur leikandi í rússneska orkugeiranum. Gazprom flytur gas til Evrópu. Hann er gagnrýndur þessi dægrin fyrir hollustu sína við Rússa en eins og þekkt er snúast yfirstandandi átök ekki síst um umsvif Rússa í orkuviðskiptum við Evrópu. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Rússland Úkraína Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
„Árás Rússlands markar djúpstæðan brest í sögu Evrópu eftir endalok kalda stríðsins,“ sagði Merkel í samtali við DPA. „Það er ekkert sem réttlætir svona ótvírætt brot á þjóðarrétti og ég fordæmi það alfarið. Á þessari skelfilegu stund hugsa ég til og stend með úkraínsku þjóðinni og forseta hennar Vlodomír Selenskí.“ Merkel segir að hún muni styðja alla viðleitni Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins til að stöðva innrás Rússa. Hún sé að fylgjast með framvindunni - mjög áhyggjufull og full samúðar. Í embættistíð sinni átti Merkel jafnan tiltölulega gott samband við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og er hún sögð hafa lagt á það sérstaka áherslu að halda tengslunum í sem bestum farvegi. Kanslaraskiptin 2005. Gerhard Schröder og Angela Merkel.visir Af öðrum fyrrverandi könslurum er það að segja að Gerhard Schröder, sem var kanslari á undan Merkel frá 1998-2005, er stjórnarformaður rússneska ríkisfyrirtækisins Gazprom og er mikilvirkur leikandi í rússneska orkugeiranum. Gazprom flytur gas til Evrópu. Hann er gagnrýndur þessi dægrin fyrir hollustu sína við Rússa en eins og þekkt er snúast yfirstandandi átök ekki síst um umsvif Rússa í orkuviðskiptum við Evrópu.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Rússland Úkraína Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira