Kanye tekur Pete fyrir á netinu
Kanye hefur síðustu vikur verið að uppnefna Pete með því að kalla hann Skete og hafa fylgjendur hans tekið upp á því sama. Rapparinn hefur verið að leggja Pete í neteinelti og hefur fyrrverandi eiginkona hans margsinnið beðið hann um að hætta þessum uppátækjum. Hún segir hann vera að skapa hættulegt umhverfi sem geti leitt til þess að Pete meiðist.
Hann hefur aðeins brugðist við þeim óskum með því að birta persónuleg skilaboð frá henni. Í gær birti hann færslu af mynd þar sem síða Pete birtist tóm og skrifaði undir hana:
„Rak Skete af gramminu, Segðu mömmu þinni að ég sé búinn að breyta nafninu þínu til lífstíðar“
„Ég þrái mjög heitt að fá skilnað“
Á meðan Kanye var að beita vafasömum aðferðum á samfélagsmiðlum til þess að fá hana aftur var Kim að skila inn nýjum gögnum varðandi skilnaðinn þeirra. Þar óskaði hún eftir því að fá skilnað sem fyrst.
„Kanye er búinn að deila mikið af röngum upplýsingum varðandi okkar persónulegu mál og uppeldið á börnunum okkar á samfélagsmiðlum sem hefur valdið miklum tilfinningalegum skaða,“
segir hún. „Ég þrái mjög heitt að fá skilnað“ bætir hún við.
Kanye vill ekki að Kim gifti sig í framtíðinni
Kim fór líka yfir beiðni sem Kanye lagði inn nýlega þar sem hann óskaði eftir því að hún gæfi upp rétt sinn til þess að giftast aftur en hann sagði það vera með tilliti til barnanna þeirra. Hún segir þessa ósk fordæmalausa og bendi til þess að hann vilji gera henni ómögulegt eða erfitt að gifta sig aftur í framtíðinni.
„Ég vildi óska þess að hjónabandið hefði gengið upp en hef komist að þeirri niðurstöðu að það er óviðbjargandi. Kanye er ekki sammála en hann virðist allavegana búinn að átta sig á því að að ég vil enda hjónabandið, jafnvel þó að hann vilji það ekki.“
Segir Kim. Hún bætir því við að hún vilji klára málið sem fyrst til þess að geta byrjað að vinna úr öllum tilfinningunum, hjálpa fjölskyldunni að gróa og byrja nýjan kafla.