Fótbolti

Hollenskir og belgískir mótherjar bíða Íslendinganna

Sindri Sverrisson skrifar
Sverrir Ingi Ingason er kominn á fulla ferð eftir erfið meiðsli á síðasta ári og er fastamaður í liði PAOK.
Sverrir Ingi Ingason er kominn á fulla ferð eftir erfið meiðsli á síðasta ári og er fastamaður í liði PAOK. Getty

Þrjú Íslendingalið voru í skálinni þegar dregið var í 16-liða úrslit Sambandsdeildar UEFA í fótbolta í dag.

Íslendingarnir í FC Kaupmannahöfn fá verðugt verkefni en þeir mæta PSV Eindhoven. Með FCK leika Andri Fannar Baldursson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson.

Sverrir Ingi Ingason er nýbúinn að framlengja samning sinn við gríska félagið PAOK og dróst liðið gegn belgíska liðinu Gent.

Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt eiga svo fyrir höndum rimmu við hollenska liðið AZ Alkmaar.

Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram 10. og 17. mars og sýnt er frá keppninni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×