Innlent

Skot­á­rásin í Grafar­holti: Tveir úr­skurðaðir í á­fram­haldandi varð­hald

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni.
Árásin átti sér stað í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar. Karl og kona særðust í árásinni. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 4. mars vegna rannsóknarinnar á skotárásinni í Grafarholti í Reykjavík að morgni 10. febrúar síðastliðinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglu.

Karl og kona særðust í árásinni. Héraðsdómur úrskurðaði þann 11. febrúar manninn sem grunaður var um árásina í varðhald og síðar sama dag annan mann í varðhald vegna gruns um að tengjast árásinni.

Mennirnir tveir voru handteknir 10. febrúar vegna árásarinnar en þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður. Þannig hefur annar þeirra verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps auk þess sem hann hefur hlotið dóm fyrir vopnalagabrot, eftir að skotið úr byssu og miðað henni á annan mann, svo dæmi séu tekin.


Tengdar fréttir

Skot­á­rásir tengist oftast deilum milli aðila en al­menningur geti hlotið skaða af

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir skipta miklu máli að vopnalöggjöf hér á landi sé sterk og lögregla geti með skilvirkum hætti fylgt henni eftir. Þó skotárásir hér á landi hafi almennt beinst að ákveðnum aðilum sé alltaf hætta á að almenningur hljóti skaða af. Skotvopnið sem notað var í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa, en legið hefur fyrir um nokkurt skeið að nú sé hægt að nýta tæknina til slíks. 

Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar

Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×