Skilur pressuna á afléttingar en hvetur fólk til að fara áfram varlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2022 22:07 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Forstjóri Landspítalans telur að það megi spyrja sig hvort saman fari hljóð og mynd varðandi allsherjarafléttingar sóttvarnatakmarkana hér á landi. Landspítalinn er sem stendur á neyðarstigi, hæsta mögulega viðbúnaðarstigi, vegna mikils álags. „En það er nú bara þannig að meiri hluti landsmanna er vel bólusettur og ómíkron-afbrigðið er vægara. En það er það nú kannski ekki fyrir alla og við erum núna með 51 sjúkling inniliggjandi með covid. Þetta virðist nú vera þannig að fyrir ákveðna einstaklinga þá ná þeir sér ekki í gegnum þetta, sérstaklega þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Lengi vel frá upphafi faraldursins var meginmarkmið aðgerða að vernda spítalann og forða honum frá svo miklu álagi að hann sligaðist. Aðspurð hvort ráðamenn séu hættir að láta ástandið á spítalanum sig varða segist Guðlaug ekki telja svo vera. „Nei ég myndi nú ekki orða það þannig. En engu að síður er það mjög skiljanlegt að það sé mikil pressa um afléttingar en verkefni spítalans er bara annað. Verkefni spítalans er að sinna þeim sjúklingum sem hingað leita og hingað þurfa að leggjast inn. Það er okkar verkefni.“ Hún er þá með einföld skilaboð til fólks í tilefni afléttinga: „Ég myndi nú vilja skila því til fólks að fara varlega, nota grímur og fara varlega svona í afléttingunni.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
„En það er nú bara þannig að meiri hluti landsmanna er vel bólusettur og ómíkron-afbrigðið er vægara. En það er það nú kannski ekki fyrir alla og við erum núna með 51 sjúkling inniliggjandi með covid. Þetta virðist nú vera þannig að fyrir ákveðna einstaklinga þá ná þeir sér ekki í gegnum þetta, sérstaklega þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Lengi vel frá upphafi faraldursins var meginmarkmið aðgerða að vernda spítalann og forða honum frá svo miklu álagi að hann sligaðist. Aðspurð hvort ráðamenn séu hættir að láta ástandið á spítalanum sig varða segist Guðlaug ekki telja svo vera. „Nei ég myndi nú ekki orða það þannig. En engu að síður er það mjög skiljanlegt að það sé mikil pressa um afléttingar en verkefni spítalans er bara annað. Verkefni spítalans er að sinna þeim sjúklingum sem hingað leita og hingað þurfa að leggjast inn. Það er okkar verkefni.“ Hún er þá með einföld skilaboð til fólks í tilefni afléttinga: „Ég myndi nú vilja skila því til fólks að fara varlega, nota grímur og fara varlega svona í afléttingunni.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira