Quo Vadis, Aida: Refurinn lýgur! Heiðar Sumarliðason skrifar 27. febrúar 2022 14:00 Aida þýðir fyrir hollenskan herforingja. Kvikmyndin Quo Vadis, Aida (Hvert ertu að fara, Aida) er sýnd í Bíó Paradís þessi misserin. Hún gerist í miðju Bosníustríðinu og segir frá túlkinum Aidu (Jasna Djuricic), sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar á herstöð í námunda við heimabæ hennar Srebrenica. Myndin hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin árið 2021 og er ein þeirra mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin, þetta árið. Með allar þessar viðurkenningar og rósir í hnappagatinu, óttaðist ég að hún gæti ekki lifað upp í þær væntingar sem gerðar eru til svo verðlaunaðra mynda. Ég var enn tiltölulega efins eilítið inn í framvinduna, því mér þótti hún frekar kaótísk og átti erfitt með að ná tengingu við söguna. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að frásögnin sé á þennan máta, þar sem hún lýsir því ástandi sem kom upp þegar serbneskir „hermenn“ (já, ég set þá innan gæsalappa, því þetta virðast hálfpartinn bara vera einhverjir gaurar að þykjast vera hermenn) réðust inn í Srebrenica, hröktu íbúana og hollenska friðargæsluliða á flótta. Allt endaði þetta fólk við, og inni í, herstöð Sameinuðu þjóðanna. Aida reynir að finna fjölskyldu sína í mannhafinu. Myndin hefst þegar ástandið er ný skollið á, fólk hefur safnast saman við herstöðina, sem þó getur aðeins hýst brot af flóttafólkinu, því er megnið af því fast fyrir utan hliðin. Við hittum Aidu í miðju kraðakinu, hún er sennilega ein mikilvægasta manneskjan á svæðinu, enda einn af fáum túlkum á stöðinni. Þar sem hún er heimamaður, er hún ekki aðeins að sinna skyldustörfum, heldur einnig að reyna að staðsetja fjölskyldu sína og koma henni í skjól innan veggja stöðvarinnar. Sagan endurtekur sig Ég ákvað að lesa mér ekki til um myndina áður en ég sá hana, því vissi ég lítið um hvað hún fjallaði. Þetta leiddi til þess að ég var eilítið ringlaður í byrjun, en upplýsingar um aðdraganda og samhengi atburðanna hefðu e.t.v. hjálpað mér að ná áttum fyrr. Því mæli ég með því að fólk lesi sér eilítið til áður en farið er á myndina. Ég er samt ekki svo viss um að ég hefði viljað vita um framvindu sögunnar, það hefði sennilega dregið úr upplifuninni. Líklega er betra að fá hana beint í andlitið og best að stoppa rannsóknir á umfjöllunarefninu áður en komið er of langt inn í atburðarásina. Ég sá Quo Vadis, Aida daginn áður en Rússar réðust inn í Úkraínu og fékk hún mig til að hugsa um hið yfirvofandi ástand þar. Á þeim tímapunkti trúði ég því samt ekki að Rússar væru í raun og veru að fara inn í Úkraínu. Ég geri fastlega ráð fyrir því að myndin sé enn áhrifameiri nú eftir að stríðsátök í Evrópu eru aftur orðin að veruleika. Aftur eru nágrannar farnir að berjast, einstaklingar sem voru vinir í síðustu viku, eru að drepa hvor annan í þessari. Það er hreinlega ótrúlegt að þetta sé að gerast aftur. Maður biður bara til Guðs að atburður eins og sá sem átti sér stað í Bosníu muni ekki eiga sér stað í Úkraínu. Móðurhjartað nær manni Það er hin bosníska Jasmila Zbanic sem leikstýrir og skrifar handritið, sem er innblásið af bókinni Under the UN Flag, endurminningum túlksins Hasan Nuhanovic. Myndin byggir ekki á sögu Hasan, heldur er, eins og áður sagði, innblásin af henni. Aida er skálduð persóna, sem sett er í sömu kringumstæður og Hasan, að þurfa að sinna tveimur skyldum í einu, vinnu sinni og að vernda fjölskyldu sína. Ákvörðun höfundarins Zbanic að skipta Hasan út og hafa aðalpersónuna eldri konu er klók út frá dramatúrgískum lögmálum. Þú vilt hafa hindranirnar sem stærstar og maður hugsar með sér að kona, að nálgast sjötugsaldurinn, sé tekin minna alvarlega í miðjum stríðsátökum í þessum heimshluta, að karlarnir í kringum hana taki minna mark á henni. Ekki það að niðurstaðan hefði orðið önnur hafi persónan verið karlmaður en einhverra hluta vegna slær hjarta manns sem áhorfanda meira með móðurhjartanu og því verður samhygðin meiri með aðalpersónunni. Refurinn. Lykillinn að því hve mögnuð upplifun myndin er liggur ekki aðeins í raunum Aidu, heldur er það nærvera hins raunverulega stríðsglæpamanns, hershöfðingjans Ratko Mladic (Boris Isakovic), sem lyftir upplifuninni á hærra plan. Mladic var ekki handtekinn fyrr en árið 2011 en situr nú af sér lífstíðardóm fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Sturlunin sem áhorfandinn verður vitni að í myndinni, er slík að samskipti persónanna við Ratko, og skósveina hans, minna eilítið á Lord of the Flies. Það er einmitt í stríði sem slíkir geðsjúklingar ná völdum og fremja sín illskuverk. Ástandið í kringum hinn raunverulega Ratko var slíkt að annar dæmdur serbneskur stríðsglæpamaður, forsetinn Radovan Karadžić, reyndi að lækka hann í tign, þar sem hann taldi hann kolbilaðan. Viðbrögð Ratko við því voru ótrúleg, hann sagði hreinlega nei og þar við sat. Undir venjulegum kringumstæðum myndi maður segja Quo Vadis, Aida þarfa áminningu. Því miður þurfum við engar áminningar þessa dagana, því sagan endurtekur sig enn og aftur. Stríð geisar í Evrópu og það eina sem maður getur gert er að vona að ekki verði þörf á að gera kvikmyndir á borð við Quo Vadis, Aida um átökin síðar meir. Niðurstaða: Quo Vadis, Aida er ótrúlega áhrifamikil og vel heppnuð kvikmynd sem á því miður enn erindi við samtímann. Gef ég henni mín bestu meðmæli. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Bosnía og Hersegóvína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Með allar þessar viðurkenningar og rósir í hnappagatinu, óttaðist ég að hún gæti ekki lifað upp í þær væntingar sem gerðar eru til svo verðlaunaðra mynda. Ég var enn tiltölulega efins eilítið inn í framvinduna, því mér þótti hún frekar kaótísk og átti erfitt með að ná tengingu við söguna. Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að frásögnin sé á þennan máta, þar sem hún lýsir því ástandi sem kom upp þegar serbneskir „hermenn“ (já, ég set þá innan gæsalappa, því þetta virðast hálfpartinn bara vera einhverjir gaurar að þykjast vera hermenn) réðust inn í Srebrenica, hröktu íbúana og hollenska friðargæsluliða á flótta. Allt endaði þetta fólk við, og inni í, herstöð Sameinuðu þjóðanna. Aida reynir að finna fjölskyldu sína í mannhafinu. Myndin hefst þegar ástandið er ný skollið á, fólk hefur safnast saman við herstöðina, sem þó getur aðeins hýst brot af flóttafólkinu, því er megnið af því fast fyrir utan hliðin. Við hittum Aidu í miðju kraðakinu, hún er sennilega ein mikilvægasta manneskjan á svæðinu, enda einn af fáum túlkum á stöðinni. Þar sem hún er heimamaður, er hún ekki aðeins að sinna skyldustörfum, heldur einnig að reyna að staðsetja fjölskyldu sína og koma henni í skjól innan veggja stöðvarinnar. Sagan endurtekur sig Ég ákvað að lesa mér ekki til um myndina áður en ég sá hana, því vissi ég lítið um hvað hún fjallaði. Þetta leiddi til þess að ég var eilítið ringlaður í byrjun, en upplýsingar um aðdraganda og samhengi atburðanna hefðu e.t.v. hjálpað mér að ná áttum fyrr. Því mæli ég með því að fólk lesi sér eilítið til áður en farið er á myndina. Ég er samt ekki svo viss um að ég hefði viljað vita um framvindu sögunnar, það hefði sennilega dregið úr upplifuninni. Líklega er betra að fá hana beint í andlitið og best að stoppa rannsóknir á umfjöllunarefninu áður en komið er of langt inn í atburðarásina. Ég sá Quo Vadis, Aida daginn áður en Rússar réðust inn í Úkraínu og fékk hún mig til að hugsa um hið yfirvofandi ástand þar. Á þeim tímapunkti trúði ég því samt ekki að Rússar væru í raun og veru að fara inn í Úkraínu. Ég geri fastlega ráð fyrir því að myndin sé enn áhrifameiri nú eftir að stríðsátök í Evrópu eru aftur orðin að veruleika. Aftur eru nágrannar farnir að berjast, einstaklingar sem voru vinir í síðustu viku, eru að drepa hvor annan í þessari. Það er hreinlega ótrúlegt að þetta sé að gerast aftur. Maður biður bara til Guðs að atburður eins og sá sem átti sér stað í Bosníu muni ekki eiga sér stað í Úkraínu. Móðurhjartað nær manni Það er hin bosníska Jasmila Zbanic sem leikstýrir og skrifar handritið, sem er innblásið af bókinni Under the UN Flag, endurminningum túlksins Hasan Nuhanovic. Myndin byggir ekki á sögu Hasan, heldur er, eins og áður sagði, innblásin af henni. Aida er skálduð persóna, sem sett er í sömu kringumstæður og Hasan, að þurfa að sinna tveimur skyldum í einu, vinnu sinni og að vernda fjölskyldu sína. Ákvörðun höfundarins Zbanic að skipta Hasan út og hafa aðalpersónuna eldri konu er klók út frá dramatúrgískum lögmálum. Þú vilt hafa hindranirnar sem stærstar og maður hugsar með sér að kona, að nálgast sjötugsaldurinn, sé tekin minna alvarlega í miðjum stríðsátökum í þessum heimshluta, að karlarnir í kringum hana taki minna mark á henni. Ekki það að niðurstaðan hefði orðið önnur hafi persónan verið karlmaður en einhverra hluta vegna slær hjarta manns sem áhorfanda meira með móðurhjartanu og því verður samhygðin meiri með aðalpersónunni. Refurinn. Lykillinn að því hve mögnuð upplifun myndin er liggur ekki aðeins í raunum Aidu, heldur er það nærvera hins raunverulega stríðsglæpamanns, hershöfðingjans Ratko Mladic (Boris Isakovic), sem lyftir upplifuninni á hærra plan. Mladic var ekki handtekinn fyrr en árið 2011 en situr nú af sér lífstíðardóm fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. Sturlunin sem áhorfandinn verður vitni að í myndinni, er slík að samskipti persónanna við Ratko, og skósveina hans, minna eilítið á Lord of the Flies. Það er einmitt í stríði sem slíkir geðsjúklingar ná völdum og fremja sín illskuverk. Ástandið í kringum hinn raunverulega Ratko var slíkt að annar dæmdur serbneskur stríðsglæpamaður, forsetinn Radovan Karadžić, reyndi að lækka hann í tign, þar sem hann taldi hann kolbilaðan. Viðbrögð Ratko við því voru ótrúleg, hann sagði hreinlega nei og þar við sat. Undir venjulegum kringumstæðum myndi maður segja Quo Vadis, Aida þarfa áminningu. Því miður þurfum við engar áminningar þessa dagana, því sagan endurtekur sig enn og aftur. Stríð geisar í Evrópu og það eina sem maður getur gert er að vona að ekki verði þörf á að gera kvikmyndir á borð við Quo Vadis, Aida um átökin síðar meir. Niðurstaða: Quo Vadis, Aida er ótrúlega áhrifamikil og vel heppnuð kvikmynd sem á því miður enn erindi við samtímann. Gef ég henni mín bestu meðmæli.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Bosnía og Hersegóvína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira