„Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2022 18:40 Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. Hakkarasamtökin Anonymous vinna nú að því að halda vefsíðum rússneskra stjórnvalda niðri og koma réttum upplýsingum til rússnesku þjóðarinnar svo hún geti verið frjáls undan ritskoðunarstefnu Pútíns. Næsta skref þeirra er að ráðast á mikilvæga innviði Rússa. „Þeir ætluðu að gera það sama á móti úkraínu en það er svolítið erfitt fyrir Rússana að vera bæði í sókn og vörn,“ sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Þessi árás hakkarasamtakanna hefur verið með góðum árangri og segir Valdimar sérstakt hve illa undirbúnir Rússar voru undir hana. Valdimar segir að Rússar þurfi að afla fjár til þess að reka hernaðinn. Því er talið að gagnagíslaárásum gæti fjölgað en þá eru gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist. Slíkt gæti gerst hér á landi og vegna þessa hefur netöryggisfyrirtækið Syndis hækkað viðbúnaðarstig hér á landi og fjölgað starfsmönnum í sólahrings vöktun. „Okkur er ekkert alveg sama en eins og ég segi. Við vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst.“ Fólk verði á varðbergi og fyrirtæki tilbúin með viðbragð Hann segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki skrítna pósta. „Ef það er verið að biðja um upplýsingar. Ekki veita þær. Spyrja sjálfan sig: Er þetta eitthvað sem ég átti von á? Og fyrirtæki að vera tilbúin og vera með viðbragð þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera ef að allt fari á versta veg.“ Þá þurfi fyrirtæki að vera með uppfærð kerfi og sólarhrings eftirlit. Ef slík árás yrði gerð hér á landi gæti hún beinst að orkunetum, sem hefði slæm áhrif á dreifingu orku og fjármálageirans, eða persónulegum gögnum fólks á borð við upplýsingar um fjármál eða heilsufar. Geti bitið fastar en pólitískar refsiaðgerðir Valdimar segir að netárásir anonymous geti bitið Rússa fastar en þær pólitísku refsiaðgerðir sem þjóðir ræða nú um. „Þær pólitísku refsiaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar enn í dag en anonymous tók bara af skarið og ég held að það sem þeir eru að gera geti virkað mun betur og mun hraðar en pólitískar þvinganir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt. Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. Hakkarasamtökin Anonymous vinna nú að því að halda vefsíðum rússneskra stjórnvalda niðri og koma réttum upplýsingum til rússnesku þjóðarinnar svo hún geti verið frjáls undan ritskoðunarstefnu Pútíns. Næsta skref þeirra er að ráðast á mikilvæga innviði Rússa. „Þeir ætluðu að gera það sama á móti úkraínu en það er svolítið erfitt fyrir Rússana að vera bæði í sókn og vörn,“ sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Þessi árás hakkarasamtakanna hefur verið með góðum árangri og segir Valdimar sérstakt hve illa undirbúnir Rússar voru undir hana. Valdimar segir að Rússar þurfi að afla fjár til þess að reka hernaðinn. Því er talið að gagnagíslaárásum gæti fjölgað en þá eru gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist. Slíkt gæti gerst hér á landi og vegna þessa hefur netöryggisfyrirtækið Syndis hækkað viðbúnaðarstig hér á landi og fjölgað starfsmönnum í sólahrings vöktun. „Okkur er ekkert alveg sama en eins og ég segi. Við vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst.“ Fólk verði á varðbergi og fyrirtæki tilbúin með viðbragð Hann segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki skrítna pósta. „Ef það er verið að biðja um upplýsingar. Ekki veita þær. Spyrja sjálfan sig: Er þetta eitthvað sem ég átti von á? Og fyrirtæki að vera tilbúin og vera með viðbragð þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera ef að allt fari á versta veg.“ Þá þurfi fyrirtæki að vera með uppfærð kerfi og sólarhrings eftirlit. Ef slík árás yrði gerð hér á landi gæti hún beinst að orkunetum, sem hefði slæm áhrif á dreifingu orku og fjármálageirans, eða persónulegum gögnum fólks á borð við upplýsingar um fjármál eða heilsufar. Geti bitið fastar en pólitískar refsiaðgerðir Valdimar segir að netárásir anonymous geti bitið Rússa fastar en þær pólitísku refsiaðgerðir sem þjóðir ræða nú um. „Þær pólitísku refsiaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar enn í dag en anonymous tók bara af skarið og ég held að það sem þeir eru að gera geti virkað mun betur og mun hraðar en pólitískar þvinganir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt.
Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira