„Vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2022 18:40 Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna hugsanlega yfirvofandi netárása Rússa. Framkvæmdastjóri Syndis segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki furðulega pósta. Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. Hakkarasamtökin Anonymous vinna nú að því að halda vefsíðum rússneskra stjórnvalda niðri og koma réttum upplýsingum til rússnesku þjóðarinnar svo hún geti verið frjáls undan ritskoðunarstefnu Pútíns. Næsta skref þeirra er að ráðast á mikilvæga innviði Rússa. „Þeir ætluðu að gera það sama á móti úkraínu en það er svolítið erfitt fyrir Rússana að vera bæði í sókn og vörn,“ sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Þessi árás hakkarasamtakanna hefur verið með góðum árangri og segir Valdimar sérstakt hve illa undirbúnir Rússar voru undir hana. Valdimar segir að Rússar þurfi að afla fjár til þess að reka hernaðinn. Því er talið að gagnagíslaárásum gæti fjölgað en þá eru gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist. Slíkt gæti gerst hér á landi og vegna þessa hefur netöryggisfyrirtækið Syndis hækkað viðbúnaðarstig hér á landi og fjölgað starfsmönnum í sólahrings vöktun. „Okkur er ekkert alveg sama en eins og ég segi. Við vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst.“ Fólk verði á varðbergi og fyrirtæki tilbúin með viðbragð Hann segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki skrítna pósta. „Ef það er verið að biðja um upplýsingar. Ekki veita þær. Spyrja sjálfan sig: Er þetta eitthvað sem ég átti von á? Og fyrirtæki að vera tilbúin og vera með viðbragð þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera ef að allt fari á versta veg.“ Þá þurfi fyrirtæki að vera með uppfærð kerfi og sólarhrings eftirlit. Ef slík árás yrði gerð hér á landi gæti hún beinst að orkunetum, sem hefði slæm áhrif á dreifingu orku og fjármálageirans, eða persónulegum gögnum fólks á borð við upplýsingar um fjármál eða heilsufar. Geti bitið fastar en pólitískar refsiaðgerðir Valdimar segir að netárásir anonymous geti bitið Rússa fastar en þær pólitísku refsiaðgerðir sem þjóðir ræða nú um. „Þær pólitísku refsiaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar enn í dag en anonymous tók bara af skarið og ég held að það sem þeir eru að gera geti virkað mun betur og mun hraðar en pólitískar þvinganir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt. Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna vegna netárása hefur ekki enn verið hækkað en netöryggissveitin CERT-IS vaktar stöðuna í samstarfi við önnur stjórnvöld í ljósi aukinnar áhættu. Hakkarasamtökin Anonymous vinna nú að því að halda vefsíðum rússneskra stjórnvalda niðri og koma réttum upplýsingum til rússnesku þjóðarinnar svo hún geti verið frjáls undan ritskoðunarstefnu Pútíns. Næsta skref þeirra er að ráðast á mikilvæga innviði Rússa. „Þeir ætluðu að gera það sama á móti úkraínu en það er svolítið erfitt fyrir Rússana að vera bæði í sókn og vörn,“ sagði Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Þessi árás hakkarasamtakanna hefur verið með góðum árangri og segir Valdimar sérstakt hve illa undirbúnir Rússar voru undir hana. Valdimar segir að Rússar þurfi að afla fjár til þess að reka hernaðinn. Því er talið að gagnagíslaárásum gæti fjölgað en þá eru gögn tekin í gíslingu og lausnargjalds krafist. Slíkt gæti gerst hér á landi og vegna þessa hefur netöryggisfyrirtækið Syndis hækkað viðbúnaðarstig hér á landi og fjölgað starfsmönnum í sólahrings vöktun. „Okkur er ekkert alveg sama en eins og ég segi. Við vonum það besta en erum hræddir við að eitthvað slæmt geti gerst.“ Fólk verði á varðbergi og fyrirtæki tilbúin með viðbragð Hann segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi og opni ekki skrítna pósta. „Ef það er verið að biðja um upplýsingar. Ekki veita þær. Spyrja sjálfan sig: Er þetta eitthvað sem ég átti von á? Og fyrirtæki að vera tilbúin og vera með viðbragð þannig að þeir viti hvað þeir eigi að gera ef að allt fari á versta veg.“ Þá þurfi fyrirtæki að vera með uppfærð kerfi og sólarhrings eftirlit. Ef slík árás yrði gerð hér á landi gæti hún beinst að orkunetum, sem hefði slæm áhrif á dreifingu orku og fjármálageirans, eða persónulegum gögnum fólks á borð við upplýsingar um fjármál eða heilsufar. Geti bitið fastar en pólitískar refsiaðgerðir Valdimar segir að netárásir anonymous geti bitið Rússa fastar en þær pólitísku refsiaðgerðir sem þjóðir ræða nú um. „Þær pólitísku refsiaðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar enn í dag en anonymous tók bara af skarið og ég held að það sem þeir eru að gera geti virkað mun betur og mun hraðar en pólitískar þvinganir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var fullyrt að viðbúnaðarstig hafi verði hækkað hér á landi vegna yfirvofandi netárása. Ber að árétta að þar er um að ræða innri viðbúnað Syndis en ekki viðbúnaðarstig almannavarna sem er enn óbreytt.
Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira