„Á mínu 20 ára eignarhaldi á Chelsea hef ég alltaf borið hagsmuni félagsins fyrir brjósti og reynt að tryggja að árangur okkur myndi vera eins góður og hann er í dag ásamt því að byggja upp fyrir framtíðina og gefa jákvæða strauma út í samfélagið okkar,“ er haft eftir Abramovich í yfirlýsingu félagsins.
„Ég hef alltaf tekið ákvarðanir með hagsmuni félagsins í forgrunni. Ég mun halda áfram að vera trúr þeim gildum. Það er þess vegna sem ég er í dag að láta af stjórn á félaginu og færa þau völd yfir til góðgerðasamtaka Chelsea sem munu sjá um félagið hér eftir.“
„Ég trúi því að þau séu í bestu stöðinni til að hugsa um hagsmuni félagsins, leikmanna, starfsfólks og aðdáenda liðsins,“ sagði Roman Abramovich.
Ekki er nákvæmlega vitað hvað það þýðir í sjálfu sér að hann gefi eftir stjórn félagsins tímabundið.