Pútín virkjar hersveitir sem sjá um fælingarvopn Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 27. febrúar 2022 13:53 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP Þær hersveitir sem halda utan um fælingarvopn Rússa hafa verið settar í viðbragðsstöðu af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Hann segir þetta gert vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturveldanna gegn Rússlandi. Fælingarvopn er flokkur vopna sem kjarnorkuvopn, efnavopn og annars konar gereyðingarvopn falla undir. Rússneska TASS fréttastofan greinir frá skipuninni sem er sögð hafa komið fram á fundi Pútín með varnarmálaráðherranum Sergei Shoigu og Valery Gerasimov, starfsmannastjóra rússneska hersins. #UPDATE Russian President Vladimir Putin has ordered his defence chiefs to put the country's "deterrence forces" on high alert as he accused Western countries of taking "unfriendly" steps against his country amid Moscow's invasion of #Ukraine pic.twitter.com/3LYcXLmAbJ— AFP News Agency (@AFP) February 27, 2022 „Hátt settir ráðamenn ríkja Atlantshafsbandalagsins leyfa sér að gefa út óvægnar yfirlýsingar um land okkar og þess vegna skipa ég varnarmálaráðherra og starfsmannastjóra að færa fælingarvopn rússneska hersins á sérstakt viðbúnaðarstig,“ hefur The Guardian eftir Pútín og vísar í frétt TASS. Putin: "Western countries aren't only taking unfriendly economic actions against our country, but leaders of major Nato countries are making aggressive statements about our country. So I order to move Russia's deterrence forces to a special regime of duty." pic.twitter.com/AC1yHncqZc— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Að sögn The Guardian er ekki á hreinu hvað áðurnefnt viðbúnaðarstig felur nákvæmlega í sér. Pútín hefur áður varað vesturveldin við því að hafa afskipti af átökunum í Úkraínu og sagt að slíkar aðgerðir myndu leiða til „afleiðinga sem þau hafi aldrei áður séð.“ Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í málum er varða kjarnorkuvopn Rússa, skrifar á Twitter að þau ummæli hafi verið greinileg hótun um beitingu kjarnorkuvopna. From one of the top experts on Russia's nuclear deterrent https://t.co/bOQ8p8wPgy— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Kjarnorka Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fælingarvopn er flokkur vopna sem kjarnorkuvopn, efnavopn og annars konar gereyðingarvopn falla undir. Rússneska TASS fréttastofan greinir frá skipuninni sem er sögð hafa komið fram á fundi Pútín með varnarmálaráðherranum Sergei Shoigu og Valery Gerasimov, starfsmannastjóra rússneska hersins. #UPDATE Russian President Vladimir Putin has ordered his defence chiefs to put the country's "deterrence forces" on high alert as he accused Western countries of taking "unfriendly" steps against his country amid Moscow's invasion of #Ukraine pic.twitter.com/3LYcXLmAbJ— AFP News Agency (@AFP) February 27, 2022 „Hátt settir ráðamenn ríkja Atlantshafsbandalagsins leyfa sér að gefa út óvægnar yfirlýsingar um land okkar og þess vegna skipa ég varnarmálaráðherra og starfsmannastjóra að færa fælingarvopn rússneska hersins á sérstakt viðbúnaðarstig,“ hefur The Guardian eftir Pútín og vísar í frétt TASS. Putin: "Western countries aren't only taking unfriendly economic actions against our country, but leaders of major Nato countries are making aggressive statements about our country. So I order to move Russia's deterrence forces to a special regime of duty." pic.twitter.com/AC1yHncqZc— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Að sögn The Guardian er ekki á hreinu hvað áðurnefnt viðbúnaðarstig felur nákvæmlega í sér. Pútín hefur áður varað vesturveldin við því að hafa afskipti af átökunum í Úkraínu og sagt að slíkar aðgerðir myndu leiða til „afleiðinga sem þau hafi aldrei áður séð.“ Pavel Podvig, einn helsti sérfræðingur í málum er varða kjarnorkuvopn Rússa, skrifar á Twitter að þau ummæli hafi verið greinileg hótun um beitingu kjarnorkuvopna. From one of the top experts on Russia's nuclear deterrent https://t.co/bOQ8p8wPgy— max seddon (@maxseddon) February 27, 2022 Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Kjarnorka Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira