Rússar og Úkraínumenn hittast til friðarviðræðna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 14:12 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hefur samþykkt friðarviðræður á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Skjáskot Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur samþykkt að senda nefnd til landamæra Hvíta-Rússlands til friðarviðræðna við rússneska sendinefnd sem kom til landsins í dag. Selenskíj greinir frá þessu á Telegram-rás sinni. Þar segir hann að hann hafi rætt við Lúkasjenka í síma og þeir ákveðið að úkraínsk sendinefnd muni hitta þá rússnesku án nokkurra skilyrða. Fundurinn verði á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands, nærri Pripyat ánni. Á kortinu hér að neðan má sjá um það bil hvar fundurinn verður. Selenskíj segir að Lúkasjenka hafi sagst ætla að tryggja að rússneskar hersveitir, herþotur, herþyrlur og flugskeytabyssur í Hvíta-Rússlandi muni vera kyrrstæðar á meðan á fundinum stendur. Embætti úkraínska forsetans segir nú á Telegram að sendinefndirnar muni hittast á ótilgreindum stað á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Nákvæm tímasetning fundarins verður ekki gefin upp. Rússland tilkynnti það í morgun að sendinefnd þess væri komin til Hvíta-Rússlands og biði þess að fulltrúar Úkraínu kæmu til fundar þeirra. Úkraínsk yfirvöld höfnuðu boðinu fyrst um sinn, þegar svo virtist sem Rússar vildu að fundurinn færi fram í Hvíta-Rússlandi, en sögðust opin fyrir fundi einhvers staðar annars staðar en í Hvíta-Rússlandi en þar hafa rússneskar hersveitir haldið til um nokkurt skeið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira
Selenskíj greinir frá þessu á Telegram-rás sinni. Þar segir hann að hann hafi rætt við Lúkasjenka í síma og þeir ákveðið að úkraínsk sendinefnd muni hitta þá rússnesku án nokkurra skilyrða. Fundurinn verði á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands, nærri Pripyat ánni. Á kortinu hér að neðan má sjá um það bil hvar fundurinn verður. Selenskíj segir að Lúkasjenka hafi sagst ætla að tryggja að rússneskar hersveitir, herþotur, herþyrlur og flugskeytabyssur í Hvíta-Rússlandi muni vera kyrrstæðar á meðan á fundinum stendur. Embætti úkraínska forsetans segir nú á Telegram að sendinefndirnar muni hittast á ótilgreindum stað á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Nákvæm tímasetning fundarins verður ekki gefin upp. Rússland tilkynnti það í morgun að sendinefnd þess væri komin til Hvíta-Rússlands og biði þess að fulltrúar Úkraínu kæmu til fundar þeirra. Úkraínsk yfirvöld höfnuðu boðinu fyrst um sinn, þegar svo virtist sem Rússar vildu að fundurinn færi fram í Hvíta-Rússlandi, en sögðust opin fyrir fundi einhvers staðar annars staðar en í Hvíta-Rússlandi en þar hafa rússneskar hersveitir haldið til um nokkurt skeið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00
Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16
Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00