Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu daginn fyrir friðarviðræður Úkraínumanna og Hvít-Rússa. Evrópusambandið mun í fyrsta sinn fjármagna vopnaflutning. Úkraína verður í brennidepli í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 

Við ræðum við Friðrik Jónsson sérfræðing í öryggis- og varnarmálum í beinni útsendingu um þá ákvörðun Pútíns að setja kjarnorkusveitir Rússa í viðbragðsstöðu, hvaða þýðingu það hafi og hvort tilefni sé til að hafa áhyggjur.

Þá sýnum við frá mótmælum fyrir utan rússneska sendiherrabústaðinn við Túngötu og ræðum við mótmælendur, sem komu þar saman í hundruðatali. 

Við ræðum einnig við þolanda kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar. Hún segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi en hefð um slíkt valdi því að heill málaflokkur sé nánast þaggaður niður. 

Þá heimsækjum við bestu saunu Reykjavíkurborgar, að mati finnska sendiráðsins, og hittum næstum níræðan bónda á Suðurlandi sem hefur safnað tuttugu milljónum króna með dósatínslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×