Vaktin: Forsetinn kallar eftir flugbanni yfir Úkraínu Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason, Fanndís Birna Logadóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. febrúar 2022 06:13 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpar þjóð sína. Igor Golovniov/SOPA Images/LightRocket via Getty Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Forseti Úkraínu hefur kallað eftir því að flugbanni verði komið á yfir landinu. Sprengingar hafa heyrst bæði í Kænugarði sem og næststærstu borg landsins, Kharkív. Íbúar Kænugarðs vöknuðu upp enn á ný upp við loftvarnaflautur í nótt. Stór herdeild sem fyrst var tilkynnt um í gær færist sífellt nær Kænugarði. Útgöngubanni var þó aflétt í höfuðborginni klukkan átta að úkraínskum tíma og verður verslunum heimilt að hafa opið auk þess að neðanjarðarlestir munu ganga. Útgöngubann mun aftur taka gildi klukkan 22 í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið að úkraínskum tíma. Gengi rússnesku rúblunnar lækkaði um nærri 30 prósent við opnun markaða í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra. Þetta var í fyrsta sinn sem markaðir opnuðu eftir að Vesturveldin tilkynntu um viðskiptaþvinganir sínar gagnvart Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það helsta sem er að gerast í Úkraínu: Almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í tugatali og særst í hundruðatali eftir klasasprengjuárás á borgina Karkív. Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í tuttugu prósent til að reyna að hægja á falli rúblunnar. Refsiaðgerðir hafa komið verulega niður á virði gjaldmiðilsins. Úkraínumenn segjast hafa fellt eða handsamað um 5.300 rússneska hermenn. Þeir segja ekkert um hve margir úkraínskir hermenn hafa fallið eða verið handsamaðir. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að íbúar Kænugarðs geti flúið til vesturs. Rússneskir hermenn kringum borgina muni ekki ógna þeim. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir skipulagsleysi og sterka vörn Úkraínumanna hafa hægt á sókninni að Kænugarði. Rússneskir hermenn sitja í raun um nokkrar af stærstu borgum Úkraínu en hefur ekki tekist að hernema þær. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast búast við því að her Hvíta-Rússlands muni ganga til liðs við her Rússlands í dag eða á næstu dögum og taka þátt í innrásinni í Úkraínu. Ráðamenn margra vestrænna ríkja hafa heitið því að útvega Úkraínumönnum mikið af vopnum og jafnvel orrustuþotur. Vladimír Pútín hefur sett kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu og yfirvöld í Hvíta-Rússlandi segja að þjóðin hafi í atkvæðagreiðslu samþykkt að fella úr gildi ákvæðir stjórnarskrár ríkisins um að banna kjarnorkuvopn þar í landi. Viðræður milli sendinefnda frá Rússlandi og Úkraínu fóru fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist fyrir fundinn tortrygginn á vilja Rússa til viðræðna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag á neyðarfundi vegna stöðunnar og er áætlað að fundurinn standi yfir næstu daga. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur formlega sótt um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd Úkraínu. Stór rússnesk herdeild sem telur hundruð herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, nálgast Kænugarð úr norðaustri, samkvæmt gervihnattamyndum. Selenskí forseti hefur ýjað að því að algjöru flugbanni yfir Úkraínu verði komið á gagnvart Rússum. Það myndi þýða að reynt yrði að skjóta niður allt það sem Rússar setja inn í lofthelgi Úkraínu; eldflaugar, flugvélar og þyrlur. Fréttastofa mun halda áfram að fylgjast með gangi mála í Úkraínu í allan dag í vaktinni að neðan.
Sprengingar hafa heyrst bæði í Kænugarði sem og næststærstu borg landsins, Kharkív. Íbúar Kænugarðs vöknuðu upp enn á ný upp við loftvarnaflautur í nótt. Stór herdeild sem fyrst var tilkynnt um í gær færist sífellt nær Kænugarði. Útgöngubanni var þó aflétt í höfuðborginni klukkan átta að úkraínskum tíma og verður verslunum heimilt að hafa opið auk þess að neðanjarðarlestir munu ganga. Útgöngubann mun aftur taka gildi klukkan 22 í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið að úkraínskum tíma. Gengi rússnesku rúblunnar lækkaði um nærri 30 prósent við opnun markaða í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra. Þetta var í fyrsta sinn sem markaðir opnuðu eftir að Vesturveldin tilkynntu um viðskiptaþvinganir sínar gagnvart Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það helsta sem er að gerast í Úkraínu: Almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í tugatali og særst í hundruðatali eftir klasasprengjuárás á borgina Karkív. Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í tuttugu prósent til að reyna að hægja á falli rúblunnar. Refsiaðgerðir hafa komið verulega niður á virði gjaldmiðilsins. Úkraínumenn segjast hafa fellt eða handsamað um 5.300 rússneska hermenn. Þeir segja ekkert um hve margir úkraínskir hermenn hafa fallið eða verið handsamaðir. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að íbúar Kænugarðs geti flúið til vesturs. Rússneskir hermenn kringum borgina muni ekki ógna þeim. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir skipulagsleysi og sterka vörn Úkraínumanna hafa hægt á sókninni að Kænugarði. Rússneskir hermenn sitja í raun um nokkrar af stærstu borgum Úkraínu en hefur ekki tekist að hernema þær. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast búast við því að her Hvíta-Rússlands muni ganga til liðs við her Rússlands í dag eða á næstu dögum og taka þátt í innrásinni í Úkraínu. Ráðamenn margra vestrænna ríkja hafa heitið því að útvega Úkraínumönnum mikið af vopnum og jafnvel orrustuþotur. Vladimír Pútín hefur sett kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu og yfirvöld í Hvíta-Rússlandi segja að þjóðin hafi í atkvæðagreiðslu samþykkt að fella úr gildi ákvæðir stjórnarskrár ríkisins um að banna kjarnorkuvopn þar í landi. Viðræður milli sendinefnda frá Rússlandi og Úkraínu fóru fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist fyrir fundinn tortrygginn á vilja Rússa til viðræðna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag á neyðarfundi vegna stöðunnar og er áætlað að fundurinn standi yfir næstu daga. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur formlega sótt um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd Úkraínu. Stór rússnesk herdeild sem telur hundruð herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, nálgast Kænugarð úr norðaustri, samkvæmt gervihnattamyndum. Selenskí forseti hefur ýjað að því að algjöru flugbanni yfir Úkraínu verði komið á gagnvart Rússum. Það myndi þýða að reynt yrði að skjóta niður allt það sem Rússar setja inn í lofthelgi Úkraínu; eldflaugar, flugvélar og þyrlur. Fréttastofa mun halda áfram að fylgjast með gangi mála í Úkraínu í allan dag í vaktinni að neðan.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira