Í tilkynningu segir að mennirnir hafi verið handteknir skömmu eftir að tilkynning barst og voru þeir báðir vistaðir í fangaklefa og verða yfirheyrðir með morgninum.
Um svipað leyti barst lögreglu svo tilkynning um mann í Hafnarfirði sem væri að skemma bíl með golfkylfum. Sá var handtekinn.
„Um klukkan 21:00 missti ökumaður rútu stjórn á rútunni sökum veðurs og festi hana í vegkantinum. Eftir nokkra stund tókst honum að losa rútuna og fylgdu lögreglumenn bílstjóranum í gegnum versta vegkaflann.
Um klukkan 03:30 höfðu lögreglumenn í Kópavogi afskipti af ökumanni sem reyndi að komast undan en náðist fljótt. Hann reyndist vera sviptur ökuréttindum og undir áhrifum vímuefna,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu.