Enski boltinn

Sjáðu Liverpool-menn dansandi glaða inn í klefa eftir sigurinn í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool stilla sér hér upp með bikarinn inn í búningsklefa Liverpool á Wembley.
Leikmenn Liverpool stilla sér hér upp með bikarinn inn í búningsklefa Liverpool á Wembley. Instagram/@liverpoolfc

Liverpool tryggði sér enska deildabikarinn í níunda sinn í gær með sigri í úrslitaleiknum á móti Chelsea á Wembley.

Liverpool vann leikinn á endanum í ellefu umferð í vítakeppni þegar markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga, skaut yfir úr vítaspyrnu en þá höfðu leikmenn liðanna skorað úr 21 vítaspyrnu í röð.

Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem Liverpool vinnur enska deildabikarinn en liðið bætti með því met sitt og Manchester City sem hafði unnið þennan bikar fjögur undanfarin ár og átta sinnum samtals.

Jürgen Klopp hefur að því virðist utan frá ekki lagt mikla áherslu á ensku bikarkeppnirnar undanfarin ár en á þessu tímabili virðist ætla að verða breyting á því.

Það er því mikið í gangi hjá Liverpool liðinu þessa dagana og stutt á milli leikja þar sem liðið er enn að berjast á þremur vígstöðvum, í deild, í Meistaradeild og í enska bikarnum.

Leikmenn og þjálfarar Liverpool liðsins leyfðu sér þó að fagna sigrinum vel á Wembley í gær og það var mikið fjör í klefanum eins og sjá má á þessu myndbandi hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×