Erlent

Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Hundruð þúsund hafa þurft að flýja heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa. 
Hundruð þúsund hafa þurft að flýja heimili sín í Úkraínu vegna innrásar Rússa.  AP/Andreea Alexandru

Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku.

Á blaðamannafundi eftir heimsókn að landamærum Rúmeníu og Úkraínu sagði Johansson að Evrópusambandið þyrfti að vera undir það búið að milljónir manna myndu flýja frá Úkraínu. 

Vonir eru bundnar við það að innanríkisráðherrar aðildarríkjanna komist að samkomulagi síðar í vikunni um að virkja tímabundin verndarákvæði ESB.

Ákvæðið sem um ræðir var teiknað upp eftir stríðið á Balkanskaga á tíunda áratuginum og er því ætlað að bregðast við gríðarlegum fólksflutningum en ákvæðið hefur aldrei verið virkjað.

Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív.

Stærstur hluti flóttamannanna hefur lagt leið síðna í vestur og hafa margir freistað þess að komast til Póllands, Slóvakíu og Ungverjalands.

Friðaviðræður milli Rússa og Úkraínumanna standa nú yfir en fylgst er náið með stöðu mála í vaktinni hér á Vísi. 


Tengdar fréttir

Á flótta úr borginni þegar her­maður skaut flug­skeyti í veg fyrir bílinn

Íslenskur maður búsettur í Kænugarði segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund að komast loks yfir landamærin til Ungverjalands í gærkvöldi eftir sextíu klukkustunda ferðalag. Fjölskyldan þurfti ítrekað að skipta alveg um stefnu á leið sinni, í eitt skiptið eftir að flugskeyti var skotið í veg fyrir bíl þeirra.

Rúm­lega hálf milljón Úkraínu­manna á flótta

Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×