Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Friðarviðræður Úkraínu og Rússlands sem hófust í morgun skiluðu ekki afgerandi niðurstöðu. Sendinefndir landanna undirbúa nú annan fund á næstu dögum. Stjórnvöld í Úkraínu fullyrða að tugir hafi fallið í eldflaugaárás Rússa á næststærstu borg landsins í dag.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um málið. Við ræðum við félagsmálaráðherra í beinni útsendingu um móttöku á flóttafólki frá Úkraínu og heyrum í Íslendingi í Kænugarði sem heimsótti í dag sjálfboðaliða í borginni sem elda mat ofan í hermenn í fremstu víglínu.

Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Öllum takmörkunum var aflétt á föstudag og talið er að þorri þjóðarinnar hafi nú smitast. Við lítum yfir farinn veg í tilefni dagsins og rifjum upp helstu þáttaskil faraldursins.

Þá förum við yfir nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, verðum við í beinni útsendingu frá síðasta bingóinu í Vinabæ og kíkjum á framandi bollur í tilefni bolludagsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×