Má mig dreyma um raðhús? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 1. mars 2022 08:00 Vinafólk mitt reyndi að stækka við sig um daginn en fjölskyldan er nú vaxin upp úr íbúðinni sinni og vantar auka herbergi. Þau eru uppaldir Vesturbæingar en eru nú harðlínu Grafarvogsbúar, eftir að hafa flúið fasteignamarkaðinn í Vesturbænum til efri byggða eftir fæðingu fyrsta barnsins. Þau dreymir um að komast í lítið sætt raðhús með palli og garði fyrir krakkana en Vesturbæjarverðin hafa smitast út í úthverfin. Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði. Það er margfalt uppsafnaður húsnæðisskortur og verðið orðið svo uppsprengt að venjuleg laun eru farin að duga skammt í afborganirnar á láninu samhliða gjaldahækkununum og rekstri fjölskyldunnar. Verðbólgan sem fasteignamarkaðurinn hefur getið af sér er svo að éta upp kaupmátt ráðstöfunartekna, en skorturinn er bara ein hlið vandans. Hin hliðin er einsleitnin í húsnæðinu sem þó er byggt. Þegar vinafólk mitt sá loks eitt raðhús á sölu í hverfinu sínu slógu þau strax til þótt eignin þyrfti dágott viðhald. Það var hörð samkeppni um eignina svo í örvæntingu sinni buðu þau 10 milljónir yfir ásett verð, en það dugði ekki til; einhver bauð hærra. „Það fáránlegasta við þetta er að það kostar svona 10 milljónir að koma þessu húsi í stand!“ sögðu þau mér. Nú hefur stefnan verið tekin á Mosfellsbæ, jú það er töluvert lengri akstur í vinnuna en að minnsta kosti þurfa þau ekki að skrimta mánaðamótanna á milli til að hafa fyrir afborgunum og uppihaldi. „Í þéttingunni er bara pláss fyrir sovéska steypuklumpa og lúxus íbúðir. Annað borgar sig ekki að byggja og borgin vill ekki byggja neitt annað“ sagði einn verktaki mér Við skulum ekki gleyma að mörg eftirsóttustu hverfi borgarinnar voru vissulega skipulögð af borginni en oft fengu nýju íbúarnir meira svigrúm til að móta hverfið sitt en nú. Þessi sveigjanleiki flýtti fyrir uppbyggingu og hélt óþarfa kostnaði niðri bæði fyrir íbúa og borgina. Ólíkt því sem nú er gert var séð til þess að nýju hverfin hefðu nægt vaxtarrými til að mæta þeirri þjónustuþörf sem gæti fylgt nýju íbúunum. Það var heldur enginn að setja fótinn fyrir einkaframtakið þegar leysa þurfti málin, til dæmis gátu íbúarnir sjálfir komið upp foreldrareknum leikskólum ef fé vantaði frá borginni sem hafði í þá daga mun minni tekjustofna en nú. Núverandi borgaryfirvöld hafa aftur á móti beint mestu uppbyggingunni að hverfum þar sem grunnskólar og leikskólar eru löngu orðnir smekkfullir, göturnar þegar stappaðar á annatímum og lítið um stæði til að leggja bílunum sem fylgja nýju íbúunum. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að sækja þessa grunnþjónustu í önnur hverfi eða jafnvel í hinn enda borgarinnar, og eyða þá meiri tíma föst í umferð eða í leit að bílastæði. Í áratug hefur stefna um ofurþéttingu ríkt í húsnæðismálum og hingað erum við komin. Það vandræðalega við þetta allt saman er að helsti afrakstur þéttingarstefnunnar til þessa hefur því verið að ýta undir leikskóla- og húsnæðisvandann í borginni. Nú neyðist fólk til að ferðast lengri vegalengdir eftir leikskólaplássi og seinagangurinn og einsleitnin í uppbyggingu húsnæðis hefur ýtt undir húsnæðisskort. Stefnan sem átti að draga úr þörf á einkabílnum hefur reynst verulega árangursrík í að gera hið gagnstæða. Þetta þarf ekki að vera svona. Við verðum að taka þá pólitísku ákvörðun að leyfa borginni að stækka, það er eina vitið. Við verðum að leyfa nýjum hverfum að rísa og nýjum frumbyggjum að spreyta sig. Þétting á ekki að stýra því hvar eða hvernig við byggjum, heldur uppbyggingatækifærin sjálf, þar sem fjölbreytnin fær blómstra. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Vinafólk mitt reyndi að stækka við sig um daginn en fjölskyldan er nú vaxin upp úr íbúðinni sinni og vantar auka herbergi. Þau eru uppaldir Vesturbæingar en eru nú harðlínu Grafarvogsbúar, eftir að hafa flúið fasteignamarkaðinn í Vesturbænum til efri byggða eftir fæðingu fyrsta barnsins. Þau dreymir um að komast í lítið sætt raðhús með palli og garði fyrir krakkana en Vesturbæjarverðin hafa smitast út í úthverfin. Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði. Það er margfalt uppsafnaður húsnæðisskortur og verðið orðið svo uppsprengt að venjuleg laun eru farin að duga skammt í afborganirnar á láninu samhliða gjaldahækkununum og rekstri fjölskyldunnar. Verðbólgan sem fasteignamarkaðurinn hefur getið af sér er svo að éta upp kaupmátt ráðstöfunartekna, en skorturinn er bara ein hlið vandans. Hin hliðin er einsleitnin í húsnæðinu sem þó er byggt. Þegar vinafólk mitt sá loks eitt raðhús á sölu í hverfinu sínu slógu þau strax til þótt eignin þyrfti dágott viðhald. Það var hörð samkeppni um eignina svo í örvæntingu sinni buðu þau 10 milljónir yfir ásett verð, en það dugði ekki til; einhver bauð hærra. „Það fáránlegasta við þetta er að það kostar svona 10 milljónir að koma þessu húsi í stand!“ sögðu þau mér. Nú hefur stefnan verið tekin á Mosfellsbæ, jú það er töluvert lengri akstur í vinnuna en að minnsta kosti þurfa þau ekki að skrimta mánaðamótanna á milli til að hafa fyrir afborgunum og uppihaldi. „Í þéttingunni er bara pláss fyrir sovéska steypuklumpa og lúxus íbúðir. Annað borgar sig ekki að byggja og borgin vill ekki byggja neitt annað“ sagði einn verktaki mér Við skulum ekki gleyma að mörg eftirsóttustu hverfi borgarinnar voru vissulega skipulögð af borginni en oft fengu nýju íbúarnir meira svigrúm til að móta hverfið sitt en nú. Þessi sveigjanleiki flýtti fyrir uppbyggingu og hélt óþarfa kostnaði niðri bæði fyrir íbúa og borgina. Ólíkt því sem nú er gert var séð til þess að nýju hverfin hefðu nægt vaxtarrými til að mæta þeirri þjónustuþörf sem gæti fylgt nýju íbúunum. Það var heldur enginn að setja fótinn fyrir einkaframtakið þegar leysa þurfti málin, til dæmis gátu íbúarnir sjálfir komið upp foreldrareknum leikskólum ef fé vantaði frá borginni sem hafði í þá daga mun minni tekjustofna en nú. Núverandi borgaryfirvöld hafa aftur á móti beint mestu uppbyggingunni að hverfum þar sem grunnskólar og leikskólar eru löngu orðnir smekkfullir, göturnar þegar stappaðar á annatímum og lítið um stæði til að leggja bílunum sem fylgja nýju íbúunum. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að sækja þessa grunnþjónustu í önnur hverfi eða jafnvel í hinn enda borgarinnar, og eyða þá meiri tíma föst í umferð eða í leit að bílastæði. Í áratug hefur stefna um ofurþéttingu ríkt í húsnæðismálum og hingað erum við komin. Það vandræðalega við þetta allt saman er að helsti afrakstur þéttingarstefnunnar til þessa hefur því verið að ýta undir leikskóla- og húsnæðisvandann í borginni. Nú neyðist fólk til að ferðast lengri vegalengdir eftir leikskólaplássi og seinagangurinn og einsleitnin í uppbyggingu húsnæðis hefur ýtt undir húsnæðisskort. Stefnan sem átti að draga úr þörf á einkabílnum hefur reynst verulega árangursrík í að gera hið gagnstæða. Þetta þarf ekki að vera svona. Við verðum að taka þá pólitísku ákvörðun að leyfa borginni að stækka, það er eina vitið. Við verðum að leyfa nýjum hverfum að rísa og nýjum frumbyggjum að spreyta sig. Þétting á ekki að stýra því hvar eða hvernig við byggjum, heldur uppbyggingatækifærin sjálf, þar sem fjölbreytnin fær blómstra. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun