Vaktin: Hergagnalestin mikla þokast lítið áfram Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 1. mars 2022 06:13 Hergagnalestin mikla hefur lítið hreyfst undanfarin sólarhring. Maxar Technologies via AP Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Fréttastofa heldur áfram að fylgjast með gangi mála með nýjustu tíðindum í vaktinni á Vísi hér að neðan. Samantekt á stöðu mála Nýjar gervihnattamyndir sýna 64 kílómetra langa rússneska hergagnalest sem stefnir í suðurátt í átt að Kænugarði. Þar eiga að vera mörg hundruð skriðdreka, stórskotalið og fleiri herbílar. Hún hefur þó þokast lítið áfram undanfarin sólarhring eða svo. Búist er við því að Rússar setji aukinn kraft í árásir sínar í dag eða á næstu dögum eftir að hafa gert breytingar á undanförnum dögum. Nokkrar borgir í Úkraínu eru sagðar umkringdar rússneskum hermönnum. Borgarstjóri Kænugarðs segist ekki geta sagt hve lengi Úkraínumenn geti varist rússnesku innrásinni lengi, en þó lengi. Borgarstjórinn í Karkív segir að níu óbreyttir borgarar hið minnsta hafi látið lífið í sprengjuárás rússneska hersins í íbúðahverfi í borginni í gær. Rússar eru sakaðir um að beita klasasprengjum gegn almennum borgurum. Þá eru minnst tíu borgarar sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á ráðhús Karkívs í morgun. Forseti Úkraínu segir þessar árásir hryðjuverk. Rússar hafna þeim ásökunum en talsmaður Pútíns segir þær falskar. Nágrannar Úkraínu í Búlgaríu, Póllandi og Slóvakíu ætla að útvega Úkraínumönnum sjötíu orrustuþotur. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að innrásinni verði ekki hætt fyrr en Rússar hafi náð markmiðum sínum. Talsmaður Vladimírs Pútín forseta segir að refsiaðgerðir muni ekki stöðva Rússa. Minnst fimm eru látnir eftir að Rússar skutu eldflaug á sjónvarpsturninn í Kænugarði og minnisvarðann við Babyn Yar, þar sem 33 þúsund gyðingar voru drepnir af nasistum árið 1941. Fulltrúar ESB hafa komið sér saman um hvaða rússnesku fjármálastofnanir fái ekki lengur aðgang að SWIFT-greiðslukerfinu. Forseti Úkraínu segir að ekki sé hægt að ræða frið á milli Rússlands og Úkraínu á meðan loftárásir eru gerðar á úkraínskar borgir og borgara Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan, en lesa má Vísisvakt gærdagsins og síðustu daga hér.
Samantekt á stöðu mála Nýjar gervihnattamyndir sýna 64 kílómetra langa rússneska hergagnalest sem stefnir í suðurátt í átt að Kænugarði. Þar eiga að vera mörg hundruð skriðdreka, stórskotalið og fleiri herbílar. Hún hefur þó þokast lítið áfram undanfarin sólarhring eða svo. Búist er við því að Rússar setji aukinn kraft í árásir sínar í dag eða á næstu dögum eftir að hafa gert breytingar á undanförnum dögum. Nokkrar borgir í Úkraínu eru sagðar umkringdar rússneskum hermönnum. Borgarstjóri Kænugarðs segist ekki geta sagt hve lengi Úkraínumenn geti varist rússnesku innrásinni lengi, en þó lengi. Borgarstjórinn í Karkív segir að níu óbreyttir borgarar hið minnsta hafi látið lífið í sprengjuárás rússneska hersins í íbúðahverfi í borginni í gær. Rússar eru sakaðir um að beita klasasprengjum gegn almennum borgurum. Þá eru minnst tíu borgarar sagðir hafa fallið í eldflaugaárás á ráðhús Karkívs í morgun. Forseti Úkraínu segir þessar árásir hryðjuverk. Rússar hafna þeim ásökunum en talsmaður Pútíns segir þær falskar. Nágrannar Úkraínu í Búlgaríu, Póllandi og Slóvakíu ætla að útvega Úkraínumönnum sjötíu orrustuþotur. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að innrásinni verði ekki hætt fyrr en Rússar hafi náð markmiðum sínum. Talsmaður Vladimírs Pútín forseta segir að refsiaðgerðir muni ekki stöðva Rússa. Minnst fimm eru látnir eftir að Rússar skutu eldflaug á sjónvarpsturninn í Kænugarði og minnisvarðann við Babyn Yar, þar sem 33 þúsund gyðingar voru drepnir af nasistum árið 1941. Fulltrúar ESB hafa komið sér saman um hvaða rússnesku fjármálastofnanir fái ekki lengur aðgang að SWIFT-greiðslukerfinu. Forseti Úkraínu segir að ekki sé hægt að ræða frið á milli Rússlands og Úkraínu á meðan loftárásir eru gerðar á úkraínskar borgir og borgara Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum í vaktinni að neðan, en lesa má Vísisvakt gærdagsins og síðustu daga hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira