Gamli Liverpool-maðurinn verður landsliðsþjálfari eftir skipun forsetans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 15:01 Rigobert Song fagnar marki með Liverpool liðinu í desember 1999. Getty/Michael Steele /Allsport Rigobert Song er á góðri leið með að verða næsti landsliðsþjálfari Kamerún eftir góða hjálp frá forseta landsins. Hinn 45 ára gamli Song mun þar taka við starfinu af Toni Conceicao. Undir stjórn Conceicao þá náði Kamerún þriðja sætinu í Afríkukeppninni á dögunum en liðið var á heimavelli. Song er leikjahæsti landsliðsmaður Kamerún frá upphafi með 137 leiki fyrir Ljónin. Hann spilaði með landsliðinu frá 1993 til 2010. Former Liverpool defender Rigobert Song is set to be named Cameroon head coach on the orders of the country's president.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2022 Í yfirlýsingu frá Kamerún segir að landsliðið þurfi nýtt líf. Þar kemur einnig fram að ráðningin sé komin til eftir beina fyrirskipun frá forseta landsins, Paul Biya. „Eftir fyrirskipun frá forseta landsins, þá mun Rigobert Song taka við landsliðsþjálfarastarfinu af herra Antonio Conceicao,“ sagði Narcisse Mouelle Kombi, íþróttamálaráðherra landsins. „Kamerúnska knattspyrnusambandið mun nú gera allar ráðstafanir þannig að þessi ráðning geti orðið að veruleika,“ sagði Kombi. Það er stutt í næsta leik því Kamerún spilar í umspili um sæti á HM seinna í þessum mánuði. Song spilaði með Liverpool frá 1999 til 2000 en hann fór þaðan til West Ham. Song spilaði einnig á Ítalíu, í Þýskalandi, Frakklandi og Tyrklandi á sínum ferli. Hann þjálfaði heimalandslið Kamerún frá 2015 til 2018 en það er landsliðsúrtak leikmanna sem spila í Kamerún. Song stýrði líka 23 ára landsliði Kamerún og hann ætti því að hafa góða yfirsýn yfir þá leikmenn sem eru að koma upp í landinu. Song spilaði 34 deildarleiki með Liverpool á sínum tíma. Einn af fáum leikjum hans með liðinu tímabilið 2000-01 var Evrópuleikur en Liverpool vann UEFA-bikarinn þetta tímabil. Það var hans eini titill á Anfield. Enski boltinn Fótbolti Kamerún Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Song mun þar taka við starfinu af Toni Conceicao. Undir stjórn Conceicao þá náði Kamerún þriðja sætinu í Afríkukeppninni á dögunum en liðið var á heimavelli. Song er leikjahæsti landsliðsmaður Kamerún frá upphafi með 137 leiki fyrir Ljónin. Hann spilaði með landsliðinu frá 1993 til 2010. Former Liverpool defender Rigobert Song is set to be named Cameroon head coach on the orders of the country's president.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2022 Í yfirlýsingu frá Kamerún segir að landsliðið þurfi nýtt líf. Þar kemur einnig fram að ráðningin sé komin til eftir beina fyrirskipun frá forseta landsins, Paul Biya. „Eftir fyrirskipun frá forseta landsins, þá mun Rigobert Song taka við landsliðsþjálfarastarfinu af herra Antonio Conceicao,“ sagði Narcisse Mouelle Kombi, íþróttamálaráðherra landsins. „Kamerúnska knattspyrnusambandið mun nú gera allar ráðstafanir þannig að þessi ráðning geti orðið að veruleika,“ sagði Kombi. Það er stutt í næsta leik því Kamerún spilar í umspili um sæti á HM seinna í þessum mánuði. Song spilaði með Liverpool frá 1999 til 2000 en hann fór þaðan til West Ham. Song spilaði einnig á Ítalíu, í Þýskalandi, Frakklandi og Tyrklandi á sínum ferli. Hann þjálfaði heimalandslið Kamerún frá 2015 til 2018 en það er landsliðsúrtak leikmanna sem spila í Kamerún. Song stýrði líka 23 ára landsliði Kamerún og hann ætti því að hafa góða yfirsýn yfir þá leikmenn sem eru að koma upp í landinu. Song spilaði 34 deildarleiki með Liverpool á sínum tíma. Einn af fáum leikjum hans með liðinu tímabilið 2000-01 var Evrópuleikur en Liverpool vann UEFA-bikarinn þetta tímabil. Það var hans eini titill á Anfield.
Enski boltinn Fótbolti Kamerún Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira