Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 1. mars 2022 11:24 Dmitry Peskov talsmaður Pútíns, segir refsiaðgerðir ekki fá Rússa til að hætta innrás í Úkraínu. Getty/Mikhail Svetlov Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. Peskov sló þar á svipaða strengi og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sem sagði skömmu áður að Rússar myndu ekki hætta fyrr en markmiðum þeirra væri náð. Þau markmið eru, samkvæmt Rússum, að gera Úkraínu að herlausu og hlutlausu landi og að „frelsa“ íbúa Úkraínu undan oki ríkisstjórnar landsins sem Pútín kallaði nýverið útúrdópaða ný-nasista. Peskov neitaði að segja hvernig það gengi hjá Rússum, samkvæmt frétt Reuters, og þvertók hann sömuleiðis fyrir það að Rússar hefðu gert loftárásir á almenna borgara, meðal annars með klasasprengjum. Það sagði Peskov að væru falsaðar ásakanir. Possible use of cluster munitions in Kharkiv. There was a video posted earlier that showed a Smerch MLRS rocket booster landing in Kharkiv, which can carry cluster munitions. https://t.co/fitcfyuNDr pic.twitter.com/Xd9XubbhuL— Rob Lee (@RALee85) February 28, 2022 Peskov segir að Pútín hafi verið upplýstur um það sem fram kom á fyrsta fundi sendinefnda Úkraínu og Rússlands, sem fór fram á landamærunum Úkraínu og Hvíta-Rússlands í gær. Of snemmt væri þó að segja til um hver niðurstaða fundarins hafi verið. Þá liggi engar áætlanir fyrir um að Pútín fundi með úkraínska forsetanum Vólódímír Selenskí en Peskov bætti þó við að yfirvöld í Moskvu líti enn á Selenskí sem leiðtoga Úkraínu. Selenskí gæti þá komið í veg fyrir frekara mannfall með því að fyrirskipa mönnum sínum að leggja niður vopn. Úkraínsk yfirvöld hafa lýst því yfir að hundruð almennra borgara hafi fallið í átökunum. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 136 almennir borgarar hafi fallið en leiða má að því líkur að talan sé hærri. Rússar sakað Úkraínumenn um að nota almenna borgara sem mannlega skyldi. Selenskí hefur lýst því yfir að það komi ekki til greina og mótmælt rússneskum falsfréttum um að hann hafi fyrirskipað uppgjöf um helgina. Úkraínski herinn hefur veitt þeim rússneska mikið viðnám, mun meira en margir gerðu ráð fyrir. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02 „Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00 Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Peskov sló þar á svipaða strengi og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sem sagði skömmu áður að Rússar myndu ekki hætta fyrr en markmiðum þeirra væri náð. Þau markmið eru, samkvæmt Rússum, að gera Úkraínu að herlausu og hlutlausu landi og að „frelsa“ íbúa Úkraínu undan oki ríkisstjórnar landsins sem Pútín kallaði nýverið útúrdópaða ný-nasista. Peskov neitaði að segja hvernig það gengi hjá Rússum, samkvæmt frétt Reuters, og þvertók hann sömuleiðis fyrir það að Rússar hefðu gert loftárásir á almenna borgara, meðal annars með klasasprengjum. Það sagði Peskov að væru falsaðar ásakanir. Possible use of cluster munitions in Kharkiv. There was a video posted earlier that showed a Smerch MLRS rocket booster landing in Kharkiv, which can carry cluster munitions. https://t.co/fitcfyuNDr pic.twitter.com/Xd9XubbhuL— Rob Lee (@RALee85) February 28, 2022 Peskov segir að Pútín hafi verið upplýstur um það sem fram kom á fyrsta fundi sendinefnda Úkraínu og Rússlands, sem fór fram á landamærunum Úkraínu og Hvíta-Rússlands í gær. Of snemmt væri þó að segja til um hver niðurstaða fundarins hafi verið. Þá liggi engar áætlanir fyrir um að Pútín fundi með úkraínska forsetanum Vólódímír Selenskí en Peskov bætti þó við að yfirvöld í Moskvu líti enn á Selenskí sem leiðtoga Úkraínu. Selenskí gæti þá komið í veg fyrir frekara mannfall með því að fyrirskipa mönnum sínum að leggja niður vopn. Úkraínsk yfirvöld hafa lýst því yfir að hundruð almennra borgara hafi fallið í átökunum. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 136 almennir borgarar hafi fallið en leiða má að því líkur að talan sé hærri. Rússar sakað Úkraínumenn um að nota almenna borgara sem mannlega skyldi. Selenskí hefur lýst því yfir að það komi ekki til greina og mótmælt rússneskum falsfréttum um að hann hafi fyrirskipað uppgjöf um helgina. Úkraínski herinn hefur veitt þeim rússneska mikið viðnám, mun meira en margir gerðu ráð fyrir.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02 „Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00 Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02
„Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16