Selenskí segir árásina á ráðhúsið í Karkív vera hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 11:57 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir árásina á Karkív hafa verið hryðjuverkaárás. Skjáskot Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að eldflaugaárásin á ráðhúsið í Karkív í morgun sé hryðjuverk. Í nýju ávarpi segir forsetinn að Rússar ætli sér að nota slík ódæði til að draga úr baráttuanda Úkraínumanna. „Markmið hryðjuverkanna er að brjóta okkur á bak aftur,“ segir Selenskí í ávarpinu sem hann birti á Telegram. Þar segir hann jafnframt að Kænugarður og Karkív séu helstu skotmörk Rússa. „Eldflaugaárás á Karkív. Á stærsta torgið í Evrópu. Frelsistorgið. Tugir fórnarlamba. Þetta er kostnaður frelsis,“ segir Selenskí í ávarpinu. 🇺🇦Kharkiv central square now.“Whoever rallied for the Russian World on this square - is this what you wanted? We warned you, it’s a bad idea” pic.twitter.com/qJQlBFTNPy— Illia Ponomarenko (@IAPonomarenko) March 1, 2022 Hann segir að eftir eldflaugaárásina á Karkív, sem skotið var frá rússnesku borginni Belgorod hafi allt breyst. Áður hafi borgirnar verið systurborgir, fólkið þar litið á hvort annað sem frændur og landamærin aðeins verið á korti, ekki í hugum fólks. Footage shows reported shelling in Kharkiv, Ukraine’s second-largest city.A missile struck in front of a government building, and Ukraine says Russian forces bombed residential areas https://t.co/O5feUwlsi9 pic.twitter.com/JShvZ4q76L— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) March 1, 2022 „Þetta er hryðjuverkaárás á borgina, það var ekkert hernaðarlegt skotmark á torginu, alveg eins og í íbúahverfunum í Karkív sem hafa orðið fyrir eldflaugum Rússa. Eldflaugin, sem beint var að torginu er ekkert nema hryðjuverk. Enginn mun fyrirgefa, enginn mun gleyma.“ Hann segir árásina stríðsglæp. „Rússland stendur að baki þessari hryðjuverkaárás, eftir allt saman er Rússland hryðjuverkaríki. Greinilega. Við köllum eftir því að ríki heims lýsi því yfir að Rússland hafi framið hryðjuverk. Við köllum eftir því að hryðjuverkamennirnir verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir Selenskí. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu. 1. mars 2022 11:20 Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur heldur betur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
„Markmið hryðjuverkanna er að brjóta okkur á bak aftur,“ segir Selenskí í ávarpinu sem hann birti á Telegram. Þar segir hann jafnframt að Kænugarður og Karkív séu helstu skotmörk Rússa. „Eldflaugaárás á Karkív. Á stærsta torgið í Evrópu. Frelsistorgið. Tugir fórnarlamba. Þetta er kostnaður frelsis,“ segir Selenskí í ávarpinu. 🇺🇦Kharkiv central square now.“Whoever rallied for the Russian World on this square - is this what you wanted? We warned you, it’s a bad idea” pic.twitter.com/qJQlBFTNPy— Illia Ponomarenko (@IAPonomarenko) March 1, 2022 Hann segir að eftir eldflaugaárásina á Karkív, sem skotið var frá rússnesku borginni Belgorod hafi allt breyst. Áður hafi borgirnar verið systurborgir, fólkið þar litið á hvort annað sem frændur og landamærin aðeins verið á korti, ekki í hugum fólks. Footage shows reported shelling in Kharkiv, Ukraine’s second-largest city.A missile struck in front of a government building, and Ukraine says Russian forces bombed residential areas https://t.co/O5feUwlsi9 pic.twitter.com/JShvZ4q76L— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) March 1, 2022 „Þetta er hryðjuverkaárás á borgina, það var ekkert hernaðarlegt skotmark á torginu, alveg eins og í íbúahverfunum í Karkív sem hafa orðið fyrir eldflaugum Rússa. Eldflaugin, sem beint var að torginu er ekkert nema hryðjuverk. Enginn mun fyrirgefa, enginn mun gleyma.“ Hann segir árásina stríðsglæp. „Rússland stendur að baki þessari hryðjuverkaárás, eftir allt saman er Rússland hryðjuverkaríki. Greinilega. Við köllum eftir því að ríki heims lýsi því yfir að Rússland hafi framið hryðjuverk. Við köllum eftir því að hryðjuverkamennirnir verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir Selenskí.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu. 1. mars 2022 11:20 Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur heldur betur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu. 1. mars 2022 11:20
Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur heldur betur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10