Stór-Reykjavík er stórskemmtileg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. mars 2022 07:00 Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Við viljum lifandi borgarumhverfi, þar sem nóg er um að vera og fjölbreytt afþreying þrífst. Ferðamenn hafa lengi talið Reykjavík vera hlið að hinni margrómuðu náttúru landsins. Á fjölmörgum hótelum, þegar að ferðamannafjöldinn er sem mestur, eru biðraðir af rútum sem sækja ferðamenn að morgni og skila að kvöldi eða nokkrum dögum síðar. En Stór-Reykjavíkursvæðið er svo miklu meira en bara hótel og veitingastaðir. Í ferðamálastefnu Reykjavíkur, er því lögð áhersla á að gera höfuðborgarsvæðið allt að áfangastað. Borg sem íslenskir og erlendir ferðamenn heimsækja og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða; mannlífs, menningar, sögu, náttúru og heitra lauga. Höfuðborgarsvæðið er einn áfangastaður Þessi sýn mín tók skref nær því að raungerast um miðjan febrúar, eftir að hafa unnið ötullega að því að ná öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu saman, auk hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Þá var undirritaður samningur um stofnun samstarfsvettvangs um áfangastaðinn Höfuðborgarsvæðið sem mun í lok þessa árs verða að Áfangastaðastofu Höfuðborgarsvæðisins. Þar munu sveitarfélögin og atvinnulífið, sérstaklega ferðaþjónustan, vinna saman að sjálfbærri framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna og aukinni samkeppnishæfni Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þar hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins margt fram að færa. Til dæmis eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að einn vinsælasti ferðamannastaður landsins er í Garðabæ; Bessastaðir sjálfir. Öflug áfangastaðastofa skilar okkur skemmilegum tækifærum En af hverju að stofna Áfangastaðastofu og fjölga ferðamönnum í Reykjavík? Fyrir utan að verða aftur ein stærsta stoð atvinnu á Íslandi, hefur ferðaþjónusta í Reykjavík gert mikið til að lífga upp á mannlífið í borginni. Með styrkari stoðum ferðaþjónustu er kominn jarðvegur til að stofna enn fleiri fyrirtæki sem leggja áherslu á afþreyingu, menningu, ný veitingahús, skemmtilegar náttúruferðir í borgarlandinu eða nágrenni þess sem gleður ekki einungis ferðamenn heldur ekki síður heimamenn. Auk þess að skapa atvinnu verður borgin skemmtilegri fyrir okkur öll. Öflug Áfangastaðastofa styður við þá uppbyggingu sem þegar er hafin í borginni. Fyrir ekki svo löngu var frétt um kattargöngur í Reykjavík trúlega einsdæmi í heiminum. Þar geta íslenskir eða erlendir hópar gengið um miðborgina, hlustað á sögur um ketti og jafnvel heimsótt frægustu miðborgarkettina. Með því að styrkja Reykjavík sem áfangastað er hægt að skapa enn fleiri skemmileg störf fyrir einyrkja. Eða fara út í enn stærri verkefni, eins og baðstaði í ætt við Sky Lagoon eða stórkostlegar upplifanir eins og Fly Over Iceland. Það mætti jafnvel byggja upp hótel og þjónustu í kring um skíðasvæðin til að styrkja Reykjavík enn frekar sem stórkostlegan vetrar áfangastað. Tækifærin eru endalaus. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík hef ég náð að vinna þvert á flokka og sveitarfélög, til að gera góð verkefni að veruleika. Til að einfalda stjórnsýsluna, auka þjónustu við borgarbúa, efla innviðina okkar en ekki síst til að gera Reykjavík að enn skemmtilegri og lifandi borg. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og óskar eftir þínum stuðningi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. -5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Við viljum lifandi borgarumhverfi, þar sem nóg er um að vera og fjölbreytt afþreying þrífst. Ferðamenn hafa lengi talið Reykjavík vera hlið að hinni margrómuðu náttúru landsins. Á fjölmörgum hótelum, þegar að ferðamannafjöldinn er sem mestur, eru biðraðir af rútum sem sækja ferðamenn að morgni og skila að kvöldi eða nokkrum dögum síðar. En Stór-Reykjavíkursvæðið er svo miklu meira en bara hótel og veitingastaðir. Í ferðamálastefnu Reykjavíkur, er því lögð áhersla á að gera höfuðborgarsvæðið allt að áfangastað. Borg sem íslenskir og erlendir ferðamenn heimsækja og njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða; mannlífs, menningar, sögu, náttúru og heitra lauga. Höfuðborgarsvæðið er einn áfangastaður Þessi sýn mín tók skref nær því að raungerast um miðjan febrúar, eftir að hafa unnið ötullega að því að ná öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu saman, auk hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Þá var undirritaður samningur um stofnun samstarfsvettvangs um áfangastaðinn Höfuðborgarsvæðið sem mun í lok þessa árs verða að Áfangastaðastofu Höfuðborgarsvæðisins. Þar munu sveitarfélögin og atvinnulífið, sérstaklega ferðaþjónustan, vinna saman að sjálfbærri framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustuna og aukinni samkeppnishæfni Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þar hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins margt fram að færa. Til dæmis eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að einn vinsælasti ferðamannastaður landsins er í Garðabæ; Bessastaðir sjálfir. Öflug áfangastaðastofa skilar okkur skemmilegum tækifærum En af hverju að stofna Áfangastaðastofu og fjölga ferðamönnum í Reykjavík? Fyrir utan að verða aftur ein stærsta stoð atvinnu á Íslandi, hefur ferðaþjónusta í Reykjavík gert mikið til að lífga upp á mannlífið í borginni. Með styrkari stoðum ferðaþjónustu er kominn jarðvegur til að stofna enn fleiri fyrirtæki sem leggja áherslu á afþreyingu, menningu, ný veitingahús, skemmtilegar náttúruferðir í borgarlandinu eða nágrenni þess sem gleður ekki einungis ferðamenn heldur ekki síður heimamenn. Auk þess að skapa atvinnu verður borgin skemmtilegri fyrir okkur öll. Öflug Áfangastaðastofa styður við þá uppbyggingu sem þegar er hafin í borginni. Fyrir ekki svo löngu var frétt um kattargöngur í Reykjavík trúlega einsdæmi í heiminum. Þar geta íslenskir eða erlendir hópar gengið um miðborgina, hlustað á sögur um ketti og jafnvel heimsótt frægustu miðborgarkettina. Með því að styrkja Reykjavík sem áfangastað er hægt að skapa enn fleiri skemmileg störf fyrir einyrkja. Eða fara út í enn stærri verkefni, eins og baðstaði í ætt við Sky Lagoon eða stórkostlegar upplifanir eins og Fly Over Iceland. Það mætti jafnvel byggja upp hótel og þjónustu í kring um skíðasvæðin til að styrkja Reykjavík enn frekar sem stórkostlegan vetrar áfangastað. Tækifærin eru endalaus. Sem oddviti Viðreisnar í Reykjavík hef ég náð að vinna þvert á flokka og sveitarfélög, til að gera góð verkefni að veruleika. Til að einfalda stjórnsýsluna, auka þjónustu við borgarbúa, efla innviðina okkar en ekki síst til að gera Reykjavík að enn skemmtilegri og lifandi borg. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og óskar eftir þínum stuðningi í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. -5. mars.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar