Tárvot þrumuræða úkraínskrar blaðakonu vekur heimsathygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2022 21:37 Boris Johnson gat lítið annað gert en að hlusta. Richard Pohle-Pool/Getty Images Daria Kaleniuk, úkraínskur blaðamaður, grátbað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um aukna aðstoð til að berjast gegn innrás Rússa í Úkraínu á blaðamannafundi í dag. Myndband af þrumuræðu hennar hefur vakið heimsathygli. Johnson hélt blaðamannafund í Póllandi í dag en þangað hafði Kaleniuk flúið frá Úkraínu vegna innrásar Rússa. Á blaðamannafundinum hélt hún tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún grátbað Johnson um að sjá til þess að vestræn ríki gerðu meira en þau væru þegar að gera til að stemma stigu við yfirgangi Rússa. „Þú kemur til Póllands, þú kemur ekki til Kiev, forsætisráðherra. Þú kemur ekki til Lviv,“ sagði Kaleniuk í kraftmikilli ræðu sem vakið hefur mikla athygli. Gagnrýndi hún Johnson og aðra leiðtoga fyrir að styðja Úkraínu óbeint, í stað þess að stíga niður með meiri krafti gegn Rússum. „Það er vegna þessar þú ert hræddur. Vegna þess að NATO vill ekki verjast. Vegna þess að NATO óttast þriðju heimsstyrjöldina. En hún er þegar hafin,“ sagði Kaleniuk. Gagnrýndi hún Johnson harðlega fyrir að taka ekki harðar á rússneskum auðkýfingum í Bretlandi. „Þú talar um meiri efnahagsþvinganir en af hverju er ekkert gert gegn Roman Abramovich. Hann er í London. Börnin hans eru ekki í sprengjuskýlum. Börnin hans eru í London. Börnin hans Pútín eru í Hollandi. Í Þýskalandi. Í höllum.“ „Fjölskyldan mín, samstarfsfélagar mínir segja við mig að þeir séu grátandi, þeir vita ekki hvert þeir eiga að fara. Það er það sem er að gerast, forsætisráðherra,“ sagði Kaleniuk með tárin í augunum sem krafðist þess að flugbanni yrði komið á yfir Úkraínu svo Rússar gætu ekki gert loftárásir. Johnson þakkaði Kaleniuk fyrir að hafa komið á blaðamannafundinn. Hann gat þó lítið gert til þess að koma til móts við hana. Hann var þó hreinskilinn með það að Bretland gæti ekki gert mikið meira en það væri þegar að gera. „Því miður yrði áhrifin af flugbanni þau að þá yrði Bretland að taka þátt í því að skjóta niður rússneskar flugvélar. Við myndum enda í beinum átökum við Rússa. Það er ekki eitthvað sem við getum gert eða við sjáum fyrir okkur að gera,“ sagði Johnson og bætti við afleiðingar af slíku flugbanni gætu orðið geigvænlegar. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Johnson hélt blaðamannafund í Póllandi í dag en þangað hafði Kaleniuk flúið frá Úkraínu vegna innrásar Rússa. Á blaðamannafundinum hélt hún tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún grátbað Johnson um að sjá til þess að vestræn ríki gerðu meira en þau væru þegar að gera til að stemma stigu við yfirgangi Rússa. „Þú kemur til Póllands, þú kemur ekki til Kiev, forsætisráðherra. Þú kemur ekki til Lviv,“ sagði Kaleniuk í kraftmikilli ræðu sem vakið hefur mikla athygli. Gagnrýndi hún Johnson og aðra leiðtoga fyrir að styðja Úkraínu óbeint, í stað þess að stíga niður með meiri krafti gegn Rússum. „Það er vegna þessar þú ert hræddur. Vegna þess að NATO vill ekki verjast. Vegna þess að NATO óttast þriðju heimsstyrjöldina. En hún er þegar hafin,“ sagði Kaleniuk. Gagnrýndi hún Johnson harðlega fyrir að taka ekki harðar á rússneskum auðkýfingum í Bretlandi. „Þú talar um meiri efnahagsþvinganir en af hverju er ekkert gert gegn Roman Abramovich. Hann er í London. Börnin hans eru ekki í sprengjuskýlum. Börnin hans eru í London. Börnin hans Pútín eru í Hollandi. Í Þýskalandi. Í höllum.“ „Fjölskyldan mín, samstarfsfélagar mínir segja við mig að þeir séu grátandi, þeir vita ekki hvert þeir eiga að fara. Það er það sem er að gerast, forsætisráðherra,“ sagði Kaleniuk með tárin í augunum sem krafðist þess að flugbanni yrði komið á yfir Úkraínu svo Rússar gætu ekki gert loftárásir. Johnson þakkaði Kaleniuk fyrir að hafa komið á blaðamannafundinn. Hann gat þó lítið gert til þess að koma til móts við hana. Hann var þó hreinskilinn með það að Bretland gæti ekki gert mikið meira en það væri þegar að gera. „Því miður yrði áhrifin af flugbanni þau að þá yrði Bretland að taka þátt í því að skjóta niður rússneskar flugvélar. Við myndum enda í beinum átökum við Rússa. Það er ekki eitthvað sem við getum gert eða við sjáum fyrir okkur að gera,“ sagði Johnson og bætti við afleiðingar af slíku flugbanni gætu orðið geigvænlegar.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Pólland NATO Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira