Úkraínumenn segjast ætla að endursmíða Drauminn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2022 22:20 Antonov 225 lendir á Antonov-flugvellinum við bæinn Hostomel með hjálpargöng frá Kína í upphafi kórónuveirufaraldursins árið 2020. skjáskot/AP Flugheimurinn virðist hafa misst stærstu flugvél heims, úkraínsku þotuna Antonov 225, sem fullyrt er að hafi eyðilagst í árás Rússa á heimaflugvöll hennar í Úkraínu. Ný gervihnattamynd virðist þó sýna stél hennar óskemmt. Risaþotan var aðeins til í einu eintaki og kom nokkrum sinnum til Íslands. Antonov-þotan var kölluð Mriya, eða Draumurinn, og upphaflega smíðuð til að bera geimskutlur Sovétríkanna á bakinu. Ekkert varð af þeim geim-áformum og ákvað úkraínska Antonov-fyrirtækið síðar að nýta þetta sex hreyfla ferlíki til fraktflutninga en engin flugvél gat flutt stærri né þyngri farm en þessi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hana lenda á heimaflugvelli sínum með fyrstu hjálpargögnin sem bárust Úkraínu frá Kína í upphafi covid-faraldursins. Zelenskyy forseti tók þá sjálfur á móti henni og gerði hana að táknmynd baráttunnar gegn faraldrinum. Risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014.Egill Aðalsteinsson Þotan lék einnig stórt hlutverk í hátíðahöldum þegar fagnað var þrjátíu ára sjálfstæðisafmæli Úkraínu. Átta mestu kraftajötnar landsins settu þá heimsmet með því að draga þessa þyngstu þotu heims fjóra metra. Og Zelenskyy-forseta þótti ekki verra að hafa þetta þjóðarstolt Úkraínumanna í bakrunni þegar flytja þurfti mikilvæg skilaboð. Ráðamenn í Úkraínu hafa síðustu daga sagt að þotan hafi eyðilagst í árás Rússa þegar þeir náðu Antonov-flugvellinum á sitt vald. Gervihnattamyndir eru sagðar sýna flugvélina brenna í flugskýli sem hún var í. Ný mynd, sem birst hefur á samfélagsmiðlum í dag, virðist hins vegar sýna stél hennar óskemmt í löskuðu skýlinu. Það ríkir því enn töluverð óvissa um afdrif hennar. Ný gervihnattamynd virðist sýna stélið óskemmt í löskuðu flugskýlinu. Antonov-þotan millilenti nokkrum sinnum á Keflavíkurflugvelli og sumarið 2014 gafst fréttamanni Stöðvar 2 tækifæri til að upplifa stærð þessarar einstöku þotu. Vakin var sérstök athygli á hjólabúnaði hennar en 14 hjól eru á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst því yfir að þau ætli sér að endursmíða flugvélina og að láta Drauminn lifa. Allra ráða verði leitað til að árásarríkið beri kostnaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hér má sjá frétt frá komu hennar til Íslands sumarið 2014: Hér má sjá óklippt flugtak hennar frá Keflavík sumarið 2014 og heyra drunurnar: Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14 Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Antonov-þotan var kölluð Mriya, eða Draumurinn, og upphaflega smíðuð til að bera geimskutlur Sovétríkanna á bakinu. Ekkert varð af þeim geim-áformum og ákvað úkraínska Antonov-fyrirtækið síðar að nýta þetta sex hreyfla ferlíki til fraktflutninga en engin flugvél gat flutt stærri né þyngri farm en þessi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hana lenda á heimaflugvelli sínum með fyrstu hjálpargögnin sem bárust Úkraínu frá Kína í upphafi covid-faraldursins. Zelenskyy forseti tók þá sjálfur á móti henni og gerði hana að táknmynd baráttunnar gegn faraldrinum. Risaþotan á Keflavíkurflugvelli sumarið 2014.Egill Aðalsteinsson Þotan lék einnig stórt hlutverk í hátíðahöldum þegar fagnað var þrjátíu ára sjálfstæðisafmæli Úkraínu. Átta mestu kraftajötnar landsins settu þá heimsmet með því að draga þessa þyngstu þotu heims fjóra metra. Og Zelenskyy-forseta þótti ekki verra að hafa þetta þjóðarstolt Úkraínumanna í bakrunni þegar flytja þurfti mikilvæg skilaboð. Ráðamenn í Úkraínu hafa síðustu daga sagt að þotan hafi eyðilagst í árás Rússa þegar þeir náðu Antonov-flugvellinum á sitt vald. Gervihnattamyndir eru sagðar sýna flugvélina brenna í flugskýli sem hún var í. Ný mynd, sem birst hefur á samfélagsmiðlum í dag, virðist hins vegar sýna stél hennar óskemmt í löskuðu skýlinu. Það ríkir því enn töluverð óvissa um afdrif hennar. Ný gervihnattamynd virðist sýna stélið óskemmt í löskuðu flugskýlinu. Antonov-þotan millilenti nokkrum sinnum á Keflavíkurflugvelli og sumarið 2014 gafst fréttamanni Stöðvar 2 tækifæri til að upplifa stærð þessarar einstöku þotu. Vakin var sérstök athygli á hjólabúnaði hennar en 14 hjól eru á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst því yfir að þau ætli sér að endursmíða flugvélina og að láta Drauminn lifa. Allra ráða verði leitað til að árásarríkið beri kostnaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Hér má sjá frétt frá komu hennar til Íslands sumarið 2014: Hér má sjá óklippt flugtak hennar frá Keflavík sumarið 2014 og heyra drunurnar:
Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14 Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna. 27. febrúar 2022 14:14
Óttast að Rússar undirbúi innlimun Austur-Úkraínu Forseti Úkraínu hefur áhyggjur af því að útgáfa rússneskra stjórnvalda á vegabréfum fyrir íbúa austanverðrar Úkraínu sé fyrsta skrefið í að Rússland innlimi svæðið líkt og það gerði með Krímskaga. Hann átelur vestræn ríki fyrir að hafa sýnt Rússum of mikla linkind að undanförnu. 20. maí 2021 16:20
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Risaþotan nú áætluð í Keflavík um þrjúleytið Nýr lendingartími í Keflavík á Antonov 225-risaþotuna hefur nú verið gefinn upp: Klukkan 15.15. 12. nóvember 2016 08:26