Vaktin: Ísland á meðal ríkja sem vísa meintum stríðsglæpum Rússa til rannsóknar Alþjóðasakamáladómstólsins Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. mars 2022 06:49 Úkraínskir hermenn undirbúa varnir Kænugarðs. Diego Herrera/Europa Press via Getty Images) Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Staðan á sjöunda degi innrásarinnar: Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði. Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson. Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum. Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum. Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði. Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu. Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið. Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi. Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni. Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar. Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins. Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.
Staðan á sjöunda degi innrásarinnar: Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði. Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson. Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum. Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum. Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði. Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu. Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið. Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi. Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni. Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar. Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins. Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira