Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. mars 2022 11:07 Asahláka hefur sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið. Vísir/Sigurjón Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Í morgun tók að rigna og klaki hefur víða myndast. Hann gerir nú þeim sem sinna snjóruðningi erfitt fyrir og verkefnin eru mörg. „Fyrst og fremst eru það húsagöturnar sem bara því miður eru að myndast klakar á og við þurfum stærri vélar til þess að reyna að brjóta hann upp og erum að vinna í því. Síðan er núna svona gamaldags íslenskt rok og rigning, það er að hlána og þá náttúrulega í svona aðstæðum myndast pollar og við erum að vinna í því að láta þá fara niður,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Hann segir allar stofn- og tengibrautir vel ruddar. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir Allt að sextíu vélar á fullu „Það eru húsagöturnar sem eru úrlausnarefnið og þær eru bara ekki góðar. Það verður bara að segjast eins og er og við erum að reyna að vinna í þessu að brjóta upp klaka þar sem verst er. Þetta er ekki gott ástand og við viljum biðja fólk að sýna þessu bara smá biðlund. Við erum að vinna í þessu á fullu og það eru tugir tækja úti og þetta er bara erfitt verkefni,“ segir Hjalti. Hann bætir við að álagið hafi verið mikið síðustu vikurnar. „Eiginlega frá 7. febrúar, sem sagt þegar fyrsti stormurinn reið yfir, þá hafa verið örugglega svona milli fjörutíu og sextíu vélar úti hvern einasta dag.“ Fjöldi moksturmanna vinna nú að því að moka götur borgarinnar. Vísir/Lillý Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Sjá meira
Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Í morgun tók að rigna og klaki hefur víða myndast. Hann gerir nú þeim sem sinna snjóruðningi erfitt fyrir og verkefnin eru mörg. „Fyrst og fremst eru það húsagöturnar sem bara því miður eru að myndast klakar á og við þurfum stærri vélar til þess að reyna að brjóta hann upp og erum að vinna í því. Síðan er núna svona gamaldags íslenskt rok og rigning, það er að hlána og þá náttúrulega í svona aðstæðum myndast pollar og við erum að vinna í því að láta þá fara niður,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Hann segir allar stofn- og tengibrautir vel ruddar. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins.Vísir Allt að sextíu vélar á fullu „Það eru húsagöturnar sem eru úrlausnarefnið og þær eru bara ekki góðar. Það verður bara að segjast eins og er og við erum að reyna að vinna í þessu að brjóta upp klaka þar sem verst er. Þetta er ekki gott ástand og við viljum biðja fólk að sýna þessu bara smá biðlund. Við erum að vinna í þessu á fullu og það eru tugir tækja úti og þetta er bara erfitt verkefni,“ segir Hjalti. Hann bætir við að álagið hafi verið mikið síðustu vikurnar. „Eiginlega frá 7. febrúar, sem sagt þegar fyrsti stormurinn reið yfir, þá hafa verið örugglega svona milli fjörutíu og sextíu vélar úti hvern einasta dag.“ Fjöldi moksturmanna vinna nú að því að moka götur borgarinnar. Vísir/Lillý
Reykjavík Veður Snjómokstur Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Sjá meira