Innlent

Kom að því að Lilja greindist með Co­vid-19

Eiður Þór Árnason skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur greinst með Covid-19. Hún segist að mestu vera einkennalaus en ætla að vinna heima næstu daga af tillitsemi við aðra. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni.

Alls greindust 2.236 innanlands með Covid-19 í gær samkvæmt upplýsingavefnum Covid.is. Af þeim greindust 2.089 í hraðprófum og 147 í PCR. Það er umtalsverður samdráttur frá því á mánudag þegar 3.367 greindust með Covid-19 innanlands.

Nú eru 65 innlagðir á sjúkrahús með Covid-19 og fjórir eru á gjörgæslu.

5.153 hraðpróf voru tekin í gær og greind 552 PCR-sýni. Til samanburðar voru 5.786 innanlandssýni voru greind með hraðprófi á mánudag og 494 með PCR-prófi.


Tengdar fréttir

Telur hugsanlegt að um 70% landsmanna hafi smitast

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áætlar að fjöldi þeirra sem hafi smitast af kórónuveirunni sé um tvöfalt meiri en hafi formlega greinst sýktur. Hugsanlegt sé að um 70% landsmanna hafi nú þegar smitast af COVID-19. Þess vegna sé ekki óvarlegt að ætla að hámarki faraldursins verði náð innan tveggja til þriggja vikna og að í framhaldi af því fari nýgreiningum að fækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×