Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Rússar hafa hert mjög loftárásir sínar á borgir víðs vegar um Úkraínu í dag og fullyrða að þeir hafi náð einni þeirra alfarið á sitt vald. Forseti Bandaríkjanna segir Rússa eiga eftir að finna fyrir afleiðingum innrásarinnar á stöðu sína um langa framtíð. Minnst tvö þúsund almennir borgarar hafa fallið í árásunum.

Fjallað verður um stríðið í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fyrir utan ítarlega yfirferð um stöðuna verður rætt við konu af úkraínskum ættum sem býr í Garðarstræti í Reykjavík og er snortin yfir þeirri hugmynd að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti og við verðum í beinni útsendingu frá Kænugarði þar sem við heyrum í Óskari Hallgrímssyni ljósmyndara.

Í fréttum verður fjallað um snjómokstur en gert er ráð fyrir að kostnaður í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt meira en vanalega. Þá hefur verið meira um tilkynningar um ökutækjatjón fyrstu tvo mánuði ársins miðað við fyrri ár.

Við förum til Bolungarvíkur með Kristjáni Má sem fjallar um mjólkurvinnsluna Örnu og hittum búningaklædda krakka í Kringlunni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×