Syngja fyrir Úkraínu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. mars 2022 21:39 Fólk mæti klukkan 8.55 í Túngötu í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið. „Kæra íslenska söngfólk, nú er nauðsynlegt að sýna samstöðu í verki og mæta fyrir framan sendiráð Rússlands og sendiherrabústaðinn með fegurðina að vopni,“ segir í lýsingu á Facebook-viðburði um samstöðusönginn. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona er meðal þeirra sem stendur að viðburðinum. Hún hvetur alla til að mæta, taka undir og sýna með því samstöðu, eða bara að koma og vera með - þó að fólk vilji ekki endilega syngja. „Við erum kannski með þessu að reyna að finna einhverja leið fyrir fólk að koma saman; að undirstrika mátt og mikilvægi fegurðinnar og tónlistarinnar sem svona sameiningartákn. Tónlistin er hið alþjóðlega tungumál sem við skiljum og snertir okkur, þó að við skiljum ekki endilega orðin,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Sungin verður ný útsetning eftir Magnús Ragnarsson á úkraínska þjóðlaginu Hljóðnar nú haustblær, Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson og lög Þorkels Sigurbjörnssonar: Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima. Ásamt Guðrúnu standa Hallveig Rúnarsdóttir, kammerkórinn Cantoque Ensemble og Sönghátíðin í Hafnarborg fyrir samstöðugsöngnum. Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mæting er í Túngötu klukkan 8.55 í fyrramálið, fimmtudag. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
„Kæra íslenska söngfólk, nú er nauðsynlegt að sýna samstöðu í verki og mæta fyrir framan sendiráð Rússlands og sendiherrabústaðinn með fegurðina að vopni,“ segir í lýsingu á Facebook-viðburði um samstöðusönginn. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona er meðal þeirra sem stendur að viðburðinum. Hún hvetur alla til að mæta, taka undir og sýna með því samstöðu, eða bara að koma og vera með - þó að fólk vilji ekki endilega syngja. „Við erum kannski með þessu að reyna að finna einhverja leið fyrir fólk að koma saman; að undirstrika mátt og mikilvægi fegurðinnar og tónlistarinnar sem svona sameiningartákn. Tónlistin er hið alþjóðlega tungumál sem við skiljum og snertir okkur, þó að við skiljum ekki endilega orðin,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Sungin verður ný útsetning eftir Magnús Ragnarsson á úkraínska þjóðlaginu Hljóðnar nú haustblær, Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson og lög Þorkels Sigurbjörnssonar: Heyr himna smiður og Til þín, Drottinn hnatta og heima. Ásamt Guðrúnu standa Hallveig Rúnarsdóttir, kammerkórinn Cantoque Ensemble og Sönghátíðin í Hafnarborg fyrir samstöðugsöngnum. Hér má finna hlekkinn að viðburðinum á Facebook. Mæting er í Túngötu klukkan 8.55 í fyrramálið, fimmtudag.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35