Rússar hafa náð Kherson á sitt vald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2022 04:34 Rússar beindu sjónum sínum snemma að Kherson en skammt frá stendur Kakhovka-stíflan. Svæðið var áður helsta vatnsuppspretta íbúa Krímskaga en úkraínsk stjórnvöld skrúfuðu fyrir kranann þegar Rússar innlimuðu Krím. epa/Maxar Technologies Rússar hafa náð borginni Kherson á sitt vald. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum í Úkraínu. Borgarstjóri borgarinnar og bandarísk yfirvöld höfðu áður sagt að óvíst væri um stöðu mála þar sem bardagar stæðu enn yfir. Borgarstjórinn, Igor Kolykhaiev, sagði hins vegar á Facebook í gærkvöldi að vopnaðir menn hefðu heimsótt borgarstjórn. Hann og aðrir ráðamenn hefðu verið óvopnaðir og ekki sýnt ógnandi hegðun. Hann sagði engar úkraínskar hersveitir í borginni, aðeins almenna borgara sem vildu lifa sínu lífi. Kolykhaiev gaf til kynna að hann hefði reynt að eiga viðræður við innrásarliðið; hann hefði engu lofað og aðeins sagst vilja tryggja að lífið héldi áfram sinn vanagang í borginni. Þá hefði hann beðið þá um að skjóta ekki á fólk. Myndir úr öryggismyndavélum, sem hafa meðal annars verið birtar af The Guardian, sýna rússneskar brynvarðar bifreiðar í miðborg Kherson og rússneska hermenn við eftirlitsstörf. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana. Bifreiðum sem flytja mat, lyf og aðrar nauðsynjar verður heimilað að koma inn í borgina en fólki hefur verið ráðlagt að ganga ekki um í hópum til að ögra ekki innrásarliðinu. Kolykhaiev sagði borgaryfirvöld nú vinna að því að tryggja borgina frá áhrifum innrásarinnar. Úkraníski fáninn blakti enn við hún og til þess að svo yrði áfram yrði að uppfylla fyrrnefnd skilyrði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Borgarstjórinn, Igor Kolykhaiev, sagði hins vegar á Facebook í gærkvöldi að vopnaðir menn hefðu heimsótt borgarstjórn. Hann og aðrir ráðamenn hefðu verið óvopnaðir og ekki sýnt ógnandi hegðun. Hann sagði engar úkraínskar hersveitir í borginni, aðeins almenna borgara sem vildu lifa sínu lífi. Kolykhaiev gaf til kynna að hann hefði reynt að eiga viðræður við innrásarliðið; hann hefði engu lofað og aðeins sagst vilja tryggja að lífið héldi áfram sinn vanagang í borginni. Þá hefði hann beðið þá um að skjóta ekki á fólk. Myndir úr öryggismyndavélum, sem hafa meðal annars verið birtar af The Guardian, sýna rússneskar brynvarðar bifreiðar í miðborg Kherson og rússneska hermenn við eftirlitsstörf. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan 6 á morgnana. Bifreiðum sem flytja mat, lyf og aðrar nauðsynjar verður heimilað að koma inn í borgina en fólki hefur verið ráðlagt að ganga ekki um í hópum til að ögra ekki innrásarliðinu. Kolykhaiev sagði borgaryfirvöld nú vinna að því að tryggja borgina frá áhrifum innrásarinnar. Úkraníski fáninn blakti enn við hún og til þess að svo yrði áfram yrði að uppfylla fyrrnefnd skilyrði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira