Vaktin: Telur ýmislegt benda til þess að Rússar séu á eftir áætlun Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. mars 2022 05:49 Brunarústir brynvarins farartækis rússneska herins í Irpin í Úkraínu. Chris McGrath/Getty Images) Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. Það helsta: Rússar hafa náð borginni Kerson á sitt vald sem er mikilvægt skref í átt að því að ná stjórn á sjóleiðinni inn í landið. Hafnarborgin Maríupól er umkringd og hefur sprengjum rignt yfir hana. Það sama má segja um borgina Kharkív. Rússar eru sagðir undirbúa árás á hafnarborgina Odessa en með því gætu Rússar í raun lokað á að aðstoð og/eða birgðir berist sjóleiðina til Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 227 almenna borgara hafa látist í innrásinni og 525 særst. Líklega sé raunverulegur fjöldi meiri. Viðræður milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna byrjuðu í annað sinn í dag í Hvíta-Rússlandi. . Háttsettur rússneskur herforingi er sagður hafa verið felldur í átökum í Úkraínu. Úkraínumenn eru byrjaðir að gera loftárásir á stóru hergagnalestina svokölluðu, norður af Kænugarði. Sérfræðingar segja Rússa hafa misst fjölmarga skriðdreka í innrásinni, auk orrustuþota og annarra hergagna. Annari umferð friðarviðræðna lauk í dag. Ekki náðust samningar um vopnahlé en Rússar og Úkraínu menn komu sér þó saman um að útbúnar verði svokallaðar útgönguleiðir fyrir almenna borgara svo að þeir geti flúið átakasvæði. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að vísbendingar, vistir og gögn sem tekin hafi verið úr yfirgegnum hergögnum Rússa benda til þess að herinn sé á eftir áætlun með innrásina í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru nú sagðir hafa náð Kherson á sitt vald. Setið er um aðrar umkringdar borgir.Vísir Í vaktinni hér að neðan fylgjumst við svo með gangi mála í Úkraínu í dag.
Það helsta: Rússar hafa náð borginni Kerson á sitt vald sem er mikilvægt skref í átt að því að ná stjórn á sjóleiðinni inn í landið. Hafnarborgin Maríupól er umkringd og hefur sprengjum rignt yfir hana. Það sama má segja um borgina Kharkív. Rússar eru sagðir undirbúa árás á hafnarborgina Odessa en með því gætu Rússar í raun lokað á að aðstoð og/eða birgðir berist sjóleiðina til Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 227 almenna borgara hafa látist í innrásinni og 525 særst. Líklega sé raunverulegur fjöldi meiri. Viðræður milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna byrjuðu í annað sinn í dag í Hvíta-Rússlandi. . Háttsettur rússneskur herforingi er sagður hafa verið felldur í átökum í Úkraínu. Úkraínumenn eru byrjaðir að gera loftárásir á stóru hergagnalestina svokölluðu, norður af Kænugarði. Sérfræðingar segja Rússa hafa misst fjölmarga skriðdreka í innrásinni, auk orrustuþota og annarra hergagna. Annari umferð friðarviðræðna lauk í dag. Ekki náðust samningar um vopnahlé en Rússar og Úkraínu menn komu sér þó saman um að útbúnar verði svokallaðar útgönguleiðir fyrir almenna borgara svo að þeir geti flúið átakasvæði. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að vísbendingar, vistir og gögn sem tekin hafi verið úr yfirgegnum hergögnum Rússa benda til þess að herinn sé á eftir áætlun með innrásina í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru nú sagðir hafa náð Kherson á sitt vald. Setið er um aðrar umkringdar borgir.Vísir Í vaktinni hér að neðan fylgjumst við svo með gangi mála í Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira