Innblásinn af landsliðinu og Degi: „Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2022 11:00 Ólafur Stefánsson heldur út til Þýskalands á morgun. stöð 2 Ólafur Stefánsson kveðst spenntur að snúa aftur í þjálfun. Hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen út tímabilið. Ólafur þjálfaði Val tímabilið 2013-14, var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þjálfaði U-20 ára landslið karla áður en hann kúplaði sig út úr handboltanum. En nú er hann kominn aftur og segir að framganga landsliðsins á EM hafi átt sinn þátt í að kveikja neistann á ný. „Það kom aftur löngun yfir mig í janúar. Ég var eitthvað innblásinn af EM og líka alls konar. Börnin mín eru orðin eldri og einhver ævintýraþrá komin aftur,“ sagði Ólafur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Ólafur hafði samband við umboðsmanninn sinn og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Ég er enn með umboðsmann þótt hann sé löngu búinn að gefast upp á mér. En hann tók vel í hringinguna, sendi út veiðarfæri og þá kom þetta í ljós að það vantaði aðstoðarþjálfara í Erlangen. Ég fór út í tíu daga og athugaði hvernig hann [Raúl Alonso, þjálfari Erlangen] vinnur og hvort við værum með líkar hugmyndir,“ sagði Ólafur. „Það passaði níutíu prósent og ég held að þetta sé mjög gott til að komast inn í þennan heim aftur, að vera ekki með alveg alla ábyrgðina eins og aðalþjálfarinn er með. Ég fæ kennslu og tilfinningu fyrir þessu. Fjögurra mánaða samningur er ekki langur tími en ég sé þá hvort ég virka og get staðið mig.“ Inni í myndinni að taka við Erlangen Alonso er íþróttastjóri Erlangen en tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp í byrjun árs. Ólafur segir að líklegt að hann taki við Erlangen seinna meir. „Já, það er pæling, hvort sem það verður næsta eða þarnæsta haust. Þetta er tvöfalt. Þeir taka áhættu með því að ráða mig bara í fjóra mánuði. Ef þetta hefði verið eitt og hálft ár hefði ég ekki getað farið neitt. En það eru allar hurðir opnar. Ég get farið hvert sem er eftir þessa fjóra mánuði,“ sagði Ólafur sem stefnir á að verða aðalþjálfari. Klippa: Viðtal við Óla Stef „Já, ég held ég þrauki ekkert rosalega lengi sem aðstoðarþjálfari. En ég þarf virkilega á því að halda að fara hægt og rólega inn í þetta og fá aftur vinnuaðferðirnar; klippa, lesa og kanna. Það tekur tíma en hann er alveg hokinn af reynslu. Svo á maður líka gott net af vinum sem maður getur heyrt í og fengið loft í dekkin,“ sagði Ólafur. Heilmikil áskorun að vera þjálfari Hann var sérfræðingur á RÚV á meðan EM í handbolta í janúar stóð ásamt góðvini sínum Degi Sigurðssyni sem hefur náð afar langt í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. „Ég viðurkenni að ég er innblásinn af Degi. Hann er frábær þjálfari og hvernig hann hugsar þetta allt og hefur farið um víðan völl. Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi. Þetta hafði kannski blundað í manni síðustu mánuði og síðasta ári og svo er bara að sjá hvort maður geti staðið sig í þessu. Það er heilmikil áskorun að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Ólafur þjálfaði Val tímabilið 2013-14, var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þjálfaði U-20 ára landslið karla áður en hann kúplaði sig út úr handboltanum. En nú er hann kominn aftur og segir að framganga landsliðsins á EM hafi átt sinn þátt í að kveikja neistann á ný. „Það kom aftur löngun yfir mig í janúar. Ég var eitthvað innblásinn af EM og líka alls konar. Börnin mín eru orðin eldri og einhver ævintýraþrá komin aftur,“ sagði Ólafur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Ólafur hafði samband við umboðsmanninn sinn og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Ég er enn með umboðsmann þótt hann sé löngu búinn að gefast upp á mér. En hann tók vel í hringinguna, sendi út veiðarfæri og þá kom þetta í ljós að það vantaði aðstoðarþjálfara í Erlangen. Ég fór út í tíu daga og athugaði hvernig hann [Raúl Alonso, þjálfari Erlangen] vinnur og hvort við værum með líkar hugmyndir,“ sagði Ólafur. „Það passaði níutíu prósent og ég held að þetta sé mjög gott til að komast inn í þennan heim aftur, að vera ekki með alveg alla ábyrgðina eins og aðalþjálfarinn er með. Ég fæ kennslu og tilfinningu fyrir þessu. Fjögurra mánaða samningur er ekki langur tími en ég sé þá hvort ég virka og get staðið mig.“ Inni í myndinni að taka við Erlangen Alonso er íþróttastjóri Erlangen en tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp í byrjun árs. Ólafur segir að líklegt að hann taki við Erlangen seinna meir. „Já, það er pæling, hvort sem það verður næsta eða þarnæsta haust. Þetta er tvöfalt. Þeir taka áhættu með því að ráða mig bara í fjóra mánuði. Ef þetta hefði verið eitt og hálft ár hefði ég ekki getað farið neitt. En það eru allar hurðir opnar. Ég get farið hvert sem er eftir þessa fjóra mánuði,“ sagði Ólafur sem stefnir á að verða aðalþjálfari. Klippa: Viðtal við Óla Stef „Já, ég held ég þrauki ekkert rosalega lengi sem aðstoðarþjálfari. En ég þarf virkilega á því að halda að fara hægt og rólega inn í þetta og fá aftur vinnuaðferðirnar; klippa, lesa og kanna. Það tekur tíma en hann er alveg hokinn af reynslu. Svo á maður líka gott net af vinum sem maður getur heyrt í og fengið loft í dekkin,“ sagði Ólafur. Heilmikil áskorun að vera þjálfari Hann var sérfræðingur á RÚV á meðan EM í handbolta í janúar stóð ásamt góðvini sínum Degi Sigurðssyni sem hefur náð afar langt í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. „Ég viðurkenni að ég er innblásinn af Degi. Hann er frábær þjálfari og hvernig hann hugsar þetta allt og hefur farið um víðan völl. Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi. Þetta hafði kannski blundað í manni síðustu mánuði og síðasta ári og svo er bara að sjá hvort maður geti staðið sig í þessu. Það er heilmikil áskorun að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira