Innblásinn af landsliðinu og Degi: „Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2022 11:00 Ólafur Stefánsson heldur út til Þýskalands á morgun. stöð 2 Ólafur Stefánsson kveðst spenntur að snúa aftur í þjálfun. Hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen út tímabilið. Ólafur þjálfaði Val tímabilið 2013-14, var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þjálfaði U-20 ára landslið karla áður en hann kúplaði sig út úr handboltanum. En nú er hann kominn aftur og segir að framganga landsliðsins á EM hafi átt sinn þátt í að kveikja neistann á ný. „Það kom aftur löngun yfir mig í janúar. Ég var eitthvað innblásinn af EM og líka alls konar. Börnin mín eru orðin eldri og einhver ævintýraþrá komin aftur,“ sagði Ólafur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Ólafur hafði samband við umboðsmanninn sinn og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Ég er enn með umboðsmann þótt hann sé löngu búinn að gefast upp á mér. En hann tók vel í hringinguna, sendi út veiðarfæri og þá kom þetta í ljós að það vantaði aðstoðarþjálfara í Erlangen. Ég fór út í tíu daga og athugaði hvernig hann [Raúl Alonso, þjálfari Erlangen] vinnur og hvort við værum með líkar hugmyndir,“ sagði Ólafur. „Það passaði níutíu prósent og ég held að þetta sé mjög gott til að komast inn í þennan heim aftur, að vera ekki með alveg alla ábyrgðina eins og aðalþjálfarinn er með. Ég fæ kennslu og tilfinningu fyrir þessu. Fjögurra mánaða samningur er ekki langur tími en ég sé þá hvort ég virka og get staðið mig.“ Inni í myndinni að taka við Erlangen Alonso er íþróttastjóri Erlangen en tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp í byrjun árs. Ólafur segir að líklegt að hann taki við Erlangen seinna meir. „Já, það er pæling, hvort sem það verður næsta eða þarnæsta haust. Þetta er tvöfalt. Þeir taka áhættu með því að ráða mig bara í fjóra mánuði. Ef þetta hefði verið eitt og hálft ár hefði ég ekki getað farið neitt. En það eru allar hurðir opnar. Ég get farið hvert sem er eftir þessa fjóra mánuði,“ sagði Ólafur sem stefnir á að verða aðalþjálfari. Klippa: Viðtal við Óla Stef „Já, ég held ég þrauki ekkert rosalega lengi sem aðstoðarþjálfari. En ég þarf virkilega á því að halda að fara hægt og rólega inn í þetta og fá aftur vinnuaðferðirnar; klippa, lesa og kanna. Það tekur tíma en hann er alveg hokinn af reynslu. Svo á maður líka gott net af vinum sem maður getur heyrt í og fengið loft í dekkin,“ sagði Ólafur. Heilmikil áskorun að vera þjálfari Hann var sérfræðingur á RÚV á meðan EM í handbolta í janúar stóð ásamt góðvini sínum Degi Sigurðssyni sem hefur náð afar langt í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. „Ég viðurkenni að ég er innblásinn af Degi. Hann er frábær þjálfari og hvernig hann hugsar þetta allt og hefur farið um víðan völl. Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi. Þetta hafði kannski blundað í manni síðustu mánuði og síðasta ári og svo er bara að sjá hvort maður geti staðið sig í þessu. Það er heilmikil áskorun að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Ólafur þjálfaði Val tímabilið 2013-14, var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þjálfaði U-20 ára landslið karla áður en hann kúplaði sig út úr handboltanum. En nú er hann kominn aftur og segir að framganga landsliðsins á EM hafi átt sinn þátt í að kveikja neistann á ný. „Það kom aftur löngun yfir mig í janúar. Ég var eitthvað innblásinn af EM og líka alls konar. Börnin mín eru orðin eldri og einhver ævintýraþrá komin aftur,“ sagði Ólafur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Ólafur hafði samband við umboðsmanninn sinn og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Ég er enn með umboðsmann þótt hann sé löngu búinn að gefast upp á mér. En hann tók vel í hringinguna, sendi út veiðarfæri og þá kom þetta í ljós að það vantaði aðstoðarþjálfara í Erlangen. Ég fór út í tíu daga og athugaði hvernig hann [Raúl Alonso, þjálfari Erlangen] vinnur og hvort við værum með líkar hugmyndir,“ sagði Ólafur. „Það passaði níutíu prósent og ég held að þetta sé mjög gott til að komast inn í þennan heim aftur, að vera ekki með alveg alla ábyrgðina eins og aðalþjálfarinn er með. Ég fæ kennslu og tilfinningu fyrir þessu. Fjögurra mánaða samningur er ekki langur tími en ég sé þá hvort ég virka og get staðið mig.“ Inni í myndinni að taka við Erlangen Alonso er íþróttastjóri Erlangen en tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp í byrjun árs. Ólafur segir að líklegt að hann taki við Erlangen seinna meir. „Já, það er pæling, hvort sem það verður næsta eða þarnæsta haust. Þetta er tvöfalt. Þeir taka áhættu með því að ráða mig bara í fjóra mánuði. Ef þetta hefði verið eitt og hálft ár hefði ég ekki getað farið neitt. En það eru allar hurðir opnar. Ég get farið hvert sem er eftir þessa fjóra mánuði,“ sagði Ólafur sem stefnir á að verða aðalþjálfari. Klippa: Viðtal við Óla Stef „Já, ég held ég þrauki ekkert rosalega lengi sem aðstoðarþjálfari. En ég þarf virkilega á því að halda að fara hægt og rólega inn í þetta og fá aftur vinnuaðferðirnar; klippa, lesa og kanna. Það tekur tíma en hann er alveg hokinn af reynslu. Svo á maður líka gott net af vinum sem maður getur heyrt í og fengið loft í dekkin,“ sagði Ólafur. Heilmikil áskorun að vera þjálfari Hann var sérfræðingur á RÚV á meðan EM í handbolta í janúar stóð ásamt góðvini sínum Degi Sigurðssyni sem hefur náð afar langt í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. „Ég viðurkenni að ég er innblásinn af Degi. Hann er frábær þjálfari og hvernig hann hugsar þetta allt og hefur farið um víðan völl. Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi. Þetta hafði kannski blundað í manni síðustu mánuði og síðasta ári og svo er bara að sjá hvort maður geti staðið sig í þessu. Það er heilmikil áskorun að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira