Yfirlýsing til Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund Sigmundsdóttir, Ninna Karla Katrínardóttir, Ólöf Tara Harðardóttir, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifa 3. mars 2022 09:30 „KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug“ er fyrirsögnin þar sem yfirlýsing stjórnar KKÍ var birt og þeir árétta ásakanirnar. Það fyrsta sem þeir árétta er að árið 2009 hafi þjálfara kvennalandsliðsins í körfubolta verið sagt upp vegna trúnaðarbrests og með því halda þeir áfram þöggunartilburðum. Ástæða uppsagnarinnar er meint kynferðisleg áreitni þjálfara gagnvart ungum landsliðskonum sem hafa stigið fram og sagt sína sögu. Að stjórn KKÍ feli sig áfram á bak við trúnaðarbrest, þegar þolendur leituðu til KKÍ á sínum tíma sem leiddi til uppsagnar þjálfarans, er þöggun og gaslýsing gagnvart þeim. Er það litið alvarlegri augum ef þjálfari brýtur trúnað heldur en ef hann kynferðislega áreitir leikmenn sína? Þjálfarinn tjáði sig um uppsögnina í viðtali þann 17. apríl 2009 og sagði hann „Þetta er eitthvað sem mér finnst mjög leiðinlegt. Ég er í raun alveg eyðilagður vegna þessa“. Við stórlega efumst um að þjálfarinn sé eyðilagður vegna meintrar áreitni gegn ungu landsliðskonunum og sé að vísa til þess að honum hafi fundist leiðinlegt að hafa ekki komist upp með þessa hegðun. Hann axlaði enga ábyrgð í þessu stutta viðtali og kaus að tjá sig ekki um raunverulega ástæðu uppsagnarinnar sem leiðir til okkar ályktunar um að hann sjái ekki eftir gjörðum sínum. Formaður KKÍ, Hannes Sigurbjörn Jónsson, tjáði sig einnig um málið í viðtali 17. apríl 2009 og sagði „Þetta er viðkvæmt mál. Þetta er bara leiðinlegt“. Fannst formanni einnig leiðinlegt að þjálfarinn hafi ekki komist upp með þessa hegðun? Orðræða þjálfarans og formanns KKÍ um málið á sínum tíma og enn í dag er til háborinnar skammar og gerir lítið úr þolendunum. Þrátt fyrir að KKÍ hafi tekið þá ákvörðun um að segja viðkomandi upp þjálfarastörfum innan landsliðsins var tiltekinn þjálfari endurráðinn innan sambandsins. Hann fékk stöðu innan KKÍ nokkrum árum eftir brottreksturinn og sinnti hann meðal annars þjálfaramenntun þrátt fyrir að stjórn KKÍ væri mjög meðvituð um meinta hegðun hans. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þjálfari sem sakaður var um meinta kynferðislega áreitni fái að sjá um þjálfaramenntun eftir að þolendur leituðu til KKÍ og tilkynntu hann fyrir áreitnina. Þjálfarinn hefur nú látið af störfum að eigin ósk, svo að stjórn KKÍ getur ekki með neinum hætti sagt til um það hvort honum hefði verið sagt upp núna eða ekki. Það næsta sem KKÍ áréttar í yfirlýsingu sinni er að forysta KKÍ tæki mögulega með öðrum hætti á máli sem varðar að dæmdur nauðgari var valinn í karlalandsliðið í körfubolta árið 2014. Hvernig getið þið sett þessa staðhæfingu fram þegar allt bendir til þess að þið hafið þaggað niður þau ofbeldismál sem hafa komið inn á ykkar borð? Þessi ákvörðun um að velja dæmdan nauðgara, sem hafði ekki fengið uppreist æru þegar hann spilaði 2 leiki fyrir landsliðið, er brot á 5. grein a í lögum ÍSÍ. Í þeirri grein er tilgreint að óheimilt er að velja einstakling sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem varða kynferðisbrot, til starfa innan íþróttahreyfingarinnar hvort sem það er á launum eða í sjálfboðavinnu. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna ákvörðun KKÍ um að fara gegn lögum ÍSÍ og velja tiltekinn leikmann í landsliði hafði engar afleiðingar fyrir stjórn KKÍ. Við köllum eftir svörum frá ÍSÍ um þetta tiltekna mál og útskýringar á því hvers vegna það virðast ekki hafa verið neinar afleiðingar fyrir KKÍ sem brutu gegn lögum þessum. Það þriðja sem KKÍ áréttar er að árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Við styðjum þá gagnrýni Aþenu að dómaranum hafi verið sagt upp í kyrrþey og var ekki greint frá málinu fyrr en það rataði í fjölmiðla í janúar 2021. Formaður KKÍ, Hannes Sigurbjörn Jónsson, tjáði sig um málið 26. janúar 2021 í viðtali þar sem hann sagði að dómarinn sé ekki lengur virkur í niðurröðun dómaranefndar en að það sé ekki innbyggt inn í ferla varðandi störf dómara að setja einhvern í bann fyrir fullt og allt. Meint hegðun dómarans fer á móti siðareglum KKÍ þar sem fram kemur, er varðar dómara, að þeir skuli sýna leikmönnum virðingu, vera til fyrirmyndar í framkomu og hegðun og misnota aldrei stöðu sína sem dómari. Siðanefnd KKÍ á að sjá til þess að siðareglur KKÍ séu í heiðri hafðar en hvergi hefur komið fram að nefndin hafi tekið mál dómarans fyrir. Hver er tilgangur nefndarinnar ef hún getur ekki sett dómara sem sýnir leikmönnum ósæmilega hegðun í skilaboðasamskiptum af kynferðislegum toga í bann fyrir fullt og allt þar sem stjórn KKÍ virðist ófær um það? Að lokum viljum við nefna að í mars árið 2021 fengu aðildarfélög KKÍ bréf þar sem forysta KKÍ áréttar heimildir sínar til að vísa ummælum sem þau telja skaða ímynd leiksins og vega að starfsheiðri KKÍ til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta eru þöggunartilburðir í sinni skýrustu mynd og á ekki að vera liðið. Við í Öfgum styðjum yfirlýsingu Aþenu, við stöndum með þolendum og krefjumst aðgerða með þeim. Við teljum stjórn KKÍ óhæfa til að taka á ofbeldismálum sem koma inn á þeirra borð og krefjumst þess að formaður ásamt stjórn KKÍ segi af sér. Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Íþróttir barna Körfubolti Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug“ er fyrirsögnin þar sem yfirlýsing stjórnar KKÍ var birt og þeir árétta ásakanirnar. Það fyrsta sem þeir árétta er að árið 2009 hafi þjálfara kvennalandsliðsins í körfubolta verið sagt upp vegna trúnaðarbrests og með því halda þeir áfram þöggunartilburðum. Ástæða uppsagnarinnar er meint kynferðisleg áreitni þjálfara gagnvart ungum landsliðskonum sem hafa stigið fram og sagt sína sögu. Að stjórn KKÍ feli sig áfram á bak við trúnaðarbrest, þegar þolendur leituðu til KKÍ á sínum tíma sem leiddi til uppsagnar þjálfarans, er þöggun og gaslýsing gagnvart þeim. Er það litið alvarlegri augum ef þjálfari brýtur trúnað heldur en ef hann kynferðislega áreitir leikmenn sína? Þjálfarinn tjáði sig um uppsögnina í viðtali þann 17. apríl 2009 og sagði hann „Þetta er eitthvað sem mér finnst mjög leiðinlegt. Ég er í raun alveg eyðilagður vegna þessa“. Við stórlega efumst um að þjálfarinn sé eyðilagður vegna meintrar áreitni gegn ungu landsliðskonunum og sé að vísa til þess að honum hafi fundist leiðinlegt að hafa ekki komist upp með þessa hegðun. Hann axlaði enga ábyrgð í þessu stutta viðtali og kaus að tjá sig ekki um raunverulega ástæðu uppsagnarinnar sem leiðir til okkar ályktunar um að hann sjái ekki eftir gjörðum sínum. Formaður KKÍ, Hannes Sigurbjörn Jónsson, tjáði sig einnig um málið í viðtali 17. apríl 2009 og sagði „Þetta er viðkvæmt mál. Þetta er bara leiðinlegt“. Fannst formanni einnig leiðinlegt að þjálfarinn hafi ekki komist upp með þessa hegðun? Orðræða þjálfarans og formanns KKÍ um málið á sínum tíma og enn í dag er til háborinnar skammar og gerir lítið úr þolendunum. Þrátt fyrir að KKÍ hafi tekið þá ákvörðun um að segja viðkomandi upp þjálfarastörfum innan landsliðsins var tiltekinn þjálfari endurráðinn innan sambandsins. Hann fékk stöðu innan KKÍ nokkrum árum eftir brottreksturinn og sinnti hann meðal annars þjálfaramenntun þrátt fyrir að stjórn KKÍ væri mjög meðvituð um meinta hegðun hans. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þjálfari sem sakaður var um meinta kynferðislega áreitni fái að sjá um þjálfaramenntun eftir að þolendur leituðu til KKÍ og tilkynntu hann fyrir áreitnina. Þjálfarinn hefur nú látið af störfum að eigin ósk, svo að stjórn KKÍ getur ekki með neinum hætti sagt til um það hvort honum hefði verið sagt upp núna eða ekki. Það næsta sem KKÍ áréttar í yfirlýsingu sinni er að forysta KKÍ tæki mögulega með öðrum hætti á máli sem varðar að dæmdur nauðgari var valinn í karlalandsliðið í körfubolta árið 2014. Hvernig getið þið sett þessa staðhæfingu fram þegar allt bendir til þess að þið hafið þaggað niður þau ofbeldismál sem hafa komið inn á ykkar borð? Þessi ákvörðun um að velja dæmdan nauðgara, sem hafði ekki fengið uppreist æru þegar hann spilaði 2 leiki fyrir landsliðið, er brot á 5. grein a í lögum ÍSÍ. Í þeirri grein er tilgreint að óheimilt er að velja einstakling sem vitað er til að hafi hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem varða kynferðisbrot, til starfa innan íþróttahreyfingarinnar hvort sem það er á launum eða í sjálfboðavinnu. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna ákvörðun KKÍ um að fara gegn lögum ÍSÍ og velja tiltekinn leikmann í landsliði hafði engar afleiðingar fyrir stjórn KKÍ. Við köllum eftir svörum frá ÍSÍ um þetta tiltekna mál og útskýringar á því hvers vegna það virðast ekki hafa verið neinar afleiðingar fyrir KKÍ sem brutu gegn lögum þessum. Það þriðja sem KKÍ áréttar er að árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Við styðjum þá gagnrýni Aþenu að dómaranum hafi verið sagt upp í kyrrþey og var ekki greint frá málinu fyrr en það rataði í fjölmiðla í janúar 2021. Formaður KKÍ, Hannes Sigurbjörn Jónsson, tjáði sig um málið 26. janúar 2021 í viðtali þar sem hann sagði að dómarinn sé ekki lengur virkur í niðurröðun dómaranefndar en að það sé ekki innbyggt inn í ferla varðandi störf dómara að setja einhvern í bann fyrir fullt og allt. Meint hegðun dómarans fer á móti siðareglum KKÍ þar sem fram kemur, er varðar dómara, að þeir skuli sýna leikmönnum virðingu, vera til fyrirmyndar í framkomu og hegðun og misnota aldrei stöðu sína sem dómari. Siðanefnd KKÍ á að sjá til þess að siðareglur KKÍ séu í heiðri hafðar en hvergi hefur komið fram að nefndin hafi tekið mál dómarans fyrir. Hver er tilgangur nefndarinnar ef hún getur ekki sett dómara sem sýnir leikmönnum ósæmilega hegðun í skilaboðasamskiptum af kynferðislegum toga í bann fyrir fullt og allt þar sem stjórn KKÍ virðist ófær um það? Að lokum viljum við nefna að í mars árið 2021 fengu aðildarfélög KKÍ bréf þar sem forysta KKÍ áréttar heimildir sínar til að vísa ummælum sem þau telja skaða ímynd leiksins og vega að starfsheiðri KKÍ til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta eru þöggunartilburðir í sinni skýrustu mynd og á ekki að vera liðið. Við í Öfgum styðjum yfirlýsingu Aþenu, við stöndum með þolendum og krefjumst aðgerða með þeim. Við teljum stjórn KKÍ óhæfa til að taka á ofbeldismálum sem koma inn á þeirra borð og krefjumst þess að formaður ásamt stjórn KKÍ segi af sér. Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar