„Rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir en auðvitað heyra þau alveg í okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2022 11:08 Söngvarar létu vel í sér heyra. Vísir/SigurjónÓ Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir efndu til söngmótmæla við Sendiráð Rússlands. Þær vildu nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu. Söngur hafi verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og stríði. Fólk var boðað að sendiherrabústað Rússlands við Túngötu 24 klukkan 08:55 til að stilla saman strengi. Söngur hófst klukkan 9 þar sem sungin voru þrjú lög. Í framhaldinu hélt hópurinn að sendiráðinu sjálfu í Garðastræti þar sem fleiri lög voru sungin. „Við höfum eins og aðrir fylgst með þessum hræðilegu fréttum frá Úkraínu, og erum í sjokki yfir þessari innrás. Okkur langaði til að geta gert eitthvað í verki. Hugsuðum að tónlisitn og söngurinn væri mótvægi við stríð, ljótleikann og illskuna. Við vildum nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu með fólki, sýna okkar samstöðu með Úkraínu,“ segir Guðrún Jóhanna. Þær voru rosalega ánægðar með þátttökuna. „Söngurinn hefur verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og gegn stríði. Eins og til dæmis þegar Eystrasaltslöndin náðu sjálfstæði þá spilaði söngur gríðarlega stórt hlutverk. Eins og á Íslandi syngur fólk þar mjög mikið. Þau notuðu sér það mjög mikið til að ná þessari samstöðu sem við viljum ná hérna til að sýna Úkraínumönnum samstöðu,“ segir Hallveig. „Hér eru auðvitað rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir alls staðar en auðvitað heyra þau alveg í okkur,“ bætir hún við og vísar til fólksins í sendiráðshúsnæði Rússlands hér á landi. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur að 150 til 200 manns hafi verið á svæðinu. „Það fór allt mjög vel fram. Fólk nýtti tjáningarfrelsið sitt og gerði það á fallegan hátt. Ég man ekki eftir svona mótmælum áður þar sem er sungið og svona fallega. Þarna var greinilega fólk sem kunni að syngja sem var á staðnum.“ Að neðan má sjá myndir frá söngmótmælunum sem Sigurjón Ólason tökumaður fréttastofunnar tók. Fólk mætti með útprentaða söngtexta og lét vel í sér heyra.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir kór- og einsöngvarar mættu og sungu frá hjartanu.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð í gegnum tíðina mætti á svæðið.Vísir/SigurjónÓ Rússneska sendiráðið er í sannkölluðu sendiráðahverfi. Í bakgrunni sést til dæmis Sendiráð Kanada.Vísir/SigurjónÓ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fólk var boðað að sendiherrabústað Rússlands við Túngötu 24 klukkan 08:55 til að stilla saman strengi. Söngur hófst klukkan 9 þar sem sungin voru þrjú lög. Í framhaldinu hélt hópurinn að sendiráðinu sjálfu í Garðastræti þar sem fleiri lög voru sungin. „Við höfum eins og aðrir fylgst með þessum hræðilegu fréttum frá Úkraínu, og erum í sjokki yfir þessari innrás. Okkur langaði til að geta gert eitthvað í verki. Hugsuðum að tónlisitn og söngurinn væri mótvægi við stríð, ljótleikann og illskuna. Við vildum nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu með fólki, sýna okkar samstöðu með Úkraínu,“ segir Guðrún Jóhanna. Þær voru rosalega ánægðar með þátttökuna. „Söngurinn hefur verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og gegn stríði. Eins og til dæmis þegar Eystrasaltslöndin náðu sjálfstæði þá spilaði söngur gríðarlega stórt hlutverk. Eins og á Íslandi syngur fólk þar mjög mikið. Þau notuðu sér það mjög mikið til að ná þessari samstöðu sem við viljum ná hérna til að sýna Úkraínumönnum samstöðu,“ segir Hallveig. „Hér eru auðvitað rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir alls staðar en auðvitað heyra þau alveg í okkur,“ bætir hún við og vísar til fólksins í sendiráðshúsnæði Rússlands hér á landi. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur að 150 til 200 manns hafi verið á svæðinu. „Það fór allt mjög vel fram. Fólk nýtti tjáningarfrelsið sitt og gerði það á fallegan hátt. Ég man ekki eftir svona mótmælum áður þar sem er sungið og svona fallega. Þarna var greinilega fólk sem kunni að syngja sem var á staðnum.“ Að neðan má sjá myndir frá söngmótmælunum sem Sigurjón Ólason tökumaður fréttastofunnar tók. Fólk mætti með útprentaða söngtexta og lét vel í sér heyra.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir kór- og einsöngvarar mættu og sungu frá hjartanu.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð í gegnum tíðina mætti á svæðið.Vísir/SigurjónÓ Rússneska sendiráðið er í sannkölluðu sendiráðahverfi. Í bakgrunni sést til dæmis Sendiráð Kanada.Vísir/SigurjónÓ
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49