Körfubolti

Fékk alla liðsfélagana til að mæta til leiks í gulum sokkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonas Valanciunas tekur hér eitt af fjórtán fráköstum sínum og hér má sjá gulu sokkana hans.
Jonas Valanciunas tekur hér eitt af fjórtán fráköstum sínum og hér má sjá gulu sokkana hans. AP/Gerald Herbert

NBA-liðið New Orleans Pelicans sýndi samstöðu með Úkraínu í leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Jonas Valanciunas, miðherji Pelicans-liðsins, hefur eins og fleiri talað gegn þessu stríði en hann er frá Litháen. Hann sagði í síðustu viku að stríð væri engin lausn.

„Eins og þegar ég talaði um þetta síðast þá er þetta mikið vesen. Við erum bata að reyna að vekja meiri athygli á þessu. Óvinurinn er enn þarna úti. Saklaust fólk er að deyja. Allur heimurinn er að tala um refsiaðgerðir, stuðning og bænir en eitthvað annað þarf að gerast því stríðið er enn í gangi,“ sagði Jonas Valanciunas.

„Þetta er búnir að vera erfiðir sjö dagar. Í hvers skipti sem maður skoðar símann sinn og sér hvað er í gangi þá er það alltaf mikið sjokk,“ sagði Valanciunas.

Allir leikmenn Pelicans mættu til leiks á móti Sacramento Kings í gulum sokkum til að vekja athygli á ástandinu sem og að sýna samstöðu og samhug með Úkraínu.

Naji Marshall og Brandon Ingram, leikmenn Pelicans, sögðu að Valanciunas hafi talað við þá báða um innrásina á síðustu dögum.

„JV vildi gera eitthvað til að styðja við bakið á fóllinu. Ef hann vildi gera það þá var ég með hinum í því,“ sagði Brandon Ingram.

Pelicans liðið vann leikinn á móti Sacramento Kings 125-95. Valanciunas var með 17 stig og 14 fráköst í leiknum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×