Rússar áfrýja keppnisbanni FIFA og UEFA Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. mars 2022 17:46 Rússar ætla að áfrýja ákvörðun FIFA og UEFA um að banna rússnesk lið frá keppnum á vegum sambandanna. Jakub Porzycki/Getty Images Rússneska knattspyrnusambandið ætlar að áfrýja ákvörðun FIFA og UEFA um að lands- og félagslið Rússlands megi ekki taka þátt í keppnum á vegum sambandanna til gerðardóms íþróttamála. Lands- og félagslið Rússlands voru bönnuð frá keppnum á vegum alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og knattspyrnusambands Evrópu ,UEFA, síðastliðinn mánudag. Í kjölfarið greindi rússneska knattspyrnusambandið frá því að sambandið myndi leggja fram kæru á hendur FIFA og UEFA þar sem krafist yrði þess að rússnesk lið fengju að taka þátt í keppnum á vegum sambandanna. Rússar vilja að karlalandsliðið geti tekið þátt í umspilsleikjum sínum fyrir HM í Katar og að kvennaliðið fái aftur þátttökurétt á EM á Englandi í sumar. Þá var Spartak Moskvu hent út úr Evrópudeildinni og því eru andstæðingar þeirra í 16-liða úrslitum, RB Leipzig, komnir sjálfkrafa áfram. Í yfirlýsingu frá rússneskum knattspyrnuyfirvöldum kemur fram að þau telji að FIFA og UEFA hafi ekki lagalega heimild til þess að fjarlægja rússnesk lið úr keppni. „Rússneska knattspyrnusambandið átti heldur ekki rétt á því að útskýra sína stöðu, en það brýtur á grunnréttindum um að fá að verja sig,“ segir einnig í yfirlýsingunni. „Að auki skoðuðu FIFA og UEFA enga aðra kosti en algjöra útilokun rússneskra þátttakenda við ákvarðanatöku sína.“ FIFA UEFA Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússneska knattspyrnusambandið áfrýjar ákvörðun FIFA og UEFA Rússneska knattspyrnusambandið ætlar ekki að taka ákvörðun FIFA og UEFA þegjandi og hljóðalaust. Rússneska sambandið hefur ákveðið að áfrýja ákvörðuninni þess efnis að lands- og félagslið Rússlands megi ekki taka þátt í leikjum á vegum FIFA og UEFA. 28. febrúar 2022 22:31 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Lands- og félagslið Rússlands voru bönnuð frá keppnum á vegum alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og knattspyrnusambands Evrópu ,UEFA, síðastliðinn mánudag. Í kjölfarið greindi rússneska knattspyrnusambandið frá því að sambandið myndi leggja fram kæru á hendur FIFA og UEFA þar sem krafist yrði þess að rússnesk lið fengju að taka þátt í keppnum á vegum sambandanna. Rússar vilja að karlalandsliðið geti tekið þátt í umspilsleikjum sínum fyrir HM í Katar og að kvennaliðið fái aftur þátttökurétt á EM á Englandi í sumar. Þá var Spartak Moskvu hent út úr Evrópudeildinni og því eru andstæðingar þeirra í 16-liða úrslitum, RB Leipzig, komnir sjálfkrafa áfram. Í yfirlýsingu frá rússneskum knattspyrnuyfirvöldum kemur fram að þau telji að FIFA og UEFA hafi ekki lagalega heimild til þess að fjarlægja rússnesk lið úr keppni. „Rússneska knattspyrnusambandið átti heldur ekki rétt á því að útskýra sína stöðu, en það brýtur á grunnréttindum um að fá að verja sig,“ segir einnig í yfirlýsingunni. „Að auki skoðuðu FIFA og UEFA enga aðra kosti en algjöra útilokun rússneskra þátttakenda við ákvarðanatöku sína.“
FIFA UEFA Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rússneska knattspyrnusambandið áfrýjar ákvörðun FIFA og UEFA Rússneska knattspyrnusambandið ætlar ekki að taka ákvörðun FIFA og UEFA þegjandi og hljóðalaust. Rússneska sambandið hefur ákveðið að áfrýja ákvörðuninni þess efnis að lands- og félagslið Rússlands megi ekki taka þátt í leikjum á vegum FIFA og UEFA. 28. febrúar 2022 22:31 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Rússneska knattspyrnusambandið áfrýjar ákvörðun FIFA og UEFA Rússneska knattspyrnusambandið ætlar ekki að taka ákvörðun FIFA og UEFA þegjandi og hljóðalaust. Rússneska sambandið hefur ákveðið að áfrýja ákvörðuninni þess efnis að lands- og félagslið Rússlands megi ekki taka þátt í leikjum á vegum FIFA og UEFA. 28. febrúar 2022 22:31