Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2022 19:21 Kona og barn koma yfir landamærin frá Úkraínu til Medykaí Pólandi í dag. Nú hefur um ein milljón manna flúið vestur yfir landamærin undan innrás Rússa. AP/Markus Schreiber Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. Stríðið í Úkraínu sem hófst með innrás Rússa úr norðri, austri og suðri hefur nú staðið yfir í viku. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í landinu og Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi fellt allt að níu þúsund rússneska hermenn. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Rússar hafa ráðist að öllum helstu bogum landsins með stórskotaliði og flugskeytum. Fyrir utan mannfallið hafa miklar skemmdir orðið á mannvirkjum. Hafnarborgin Kherson norðvestur af Krím er nú á valdi Rússa sem segjast einnig hafa hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krím á valdi sínu. Borgin hefur orðið fyrir látlausum loftárásum og þótt Rússar hafi lokað fyrir vatn, hita og rafmagn til hennar berjast íbúarnir enn við innrásarliðið og neita að gefast upp. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekar að markmiðið með innrásinu sé að splundra Úkraínuher og nasismanum í Úkraínu og á honum er að heyra að síðan falli allt í ljúfa löð. „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko Á Krímskaga þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Engan bilbug er að finna á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu sem fagnar liðsauka frá öðrum löndum. Nú þegar hafi sextán þúsund útlendingar boðið sig fram til baráttu með Úkraínuher. Zelensky forseti segir önnur nágrannaríki Rússlands næst ef Úkraína fellur sem hann er hins vegar staðráðinn í að láta ekki gerast. Enda berjist Rússar við fjörtíu milljóna þjóð en ekki aðeins her Úkraínu.Getty/Úkraínska forsetaembættið „Endalausar eldflauga og sprengjuárásir á borgir okkar eru sönnun þess þeim hefur ekki tekist aðná neinu teljandi af landi okkur. Allar varnarlínur eru öruggar. Óvinurinn hefur ekki náðneinum taktískum árangri. Hann er vonsvikinn og ráðviltur. Kænugarður lifði enn eina nóttina af og einn eina sprengju- og flugskeytaárásina,“sagði Zelensky í dag. En hann varaði umheiminn jafnfram viða fleiðingum þess ef Úkraína lifir innrásina ekki af. Þá væru Eistland, Lettland, Litháen, Moldova, Georgía og Pólland næst. Úkraínumenn krefðust þess að lofthelgi Úkraínu verði lokað til að vernda óbreytta borgara fyrir loftárásum Rússa. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkjanna í vestri. Það eru aðallega konur og börn þvíætlast er til að karlmenn frá átján ára til sextugs grípi til vopna og þeir fá ekki að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Stríðið í Úkraínu sem hófst með innrás Rússa úr norðri, austri og suðri hefur nú staðið yfir í viku. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í landinu og Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi fellt allt að níu þúsund rússneska hermenn. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Rússar hafa ráðist að öllum helstu bogum landsins með stórskotaliði og flugskeytum. Fyrir utan mannfallið hafa miklar skemmdir orðið á mannvirkjum. Hafnarborgin Kherson norðvestur af Krím er nú á valdi Rússa sem segjast einnig hafa hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krím á valdi sínu. Borgin hefur orðið fyrir látlausum loftárásum og þótt Rússar hafi lokað fyrir vatn, hita og rafmagn til hennar berjast íbúarnir enn við innrásarliðið og neita að gefast upp. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekar að markmiðið með innrásinu sé að splundra Úkraínuher og nasismanum í Úkraínu og á honum er að heyra að síðan falli allt í ljúfa löð. „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko Á Krímskaga þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Engan bilbug er að finna á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu sem fagnar liðsauka frá öðrum löndum. Nú þegar hafi sextán þúsund útlendingar boðið sig fram til baráttu með Úkraínuher. Zelensky forseti segir önnur nágrannaríki Rússlands næst ef Úkraína fellur sem hann er hins vegar staðráðinn í að láta ekki gerast. Enda berjist Rússar við fjörtíu milljóna þjóð en ekki aðeins her Úkraínu.Getty/Úkraínska forsetaembættið „Endalausar eldflauga og sprengjuárásir á borgir okkar eru sönnun þess þeim hefur ekki tekist aðná neinu teljandi af landi okkur. Allar varnarlínur eru öruggar. Óvinurinn hefur ekki náðneinum taktískum árangri. Hann er vonsvikinn og ráðviltur. Kænugarður lifði enn eina nóttina af og einn eina sprengju- og flugskeytaárásina,“sagði Zelensky í dag. En hann varaði umheiminn jafnfram viða fleiðingum þess ef Úkraína lifir innrásina ekki af. Þá væru Eistland, Lettland, Litháen, Moldova, Georgía og Pólland næst. Úkraínumenn krefðust þess að lofthelgi Úkraínu verði lokað til að vernda óbreytta borgara fyrir loftárásum Rússa. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkjanna í vestri. Það eru aðallega konur og börn þvíætlast er til að karlmenn frá átján ára til sextugs grípi til vopna og þeir fá ekki að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira