Enski boltinn

Everton í átta liða úrslit eftir sigur gegn Boreham

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Salomon Rondon skoraði bæði mörk leiksins í kvöld.
Salomon Rondon skoraði bæði mörk leiksins í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images

Everton tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit FA-bikarsins með 2-0 sigri gegn Boreham Wood í kvöld.

Boreham leikur í fimmtu efstu deild og því ljóst að um erfitt verkefni væri að ræða gegn Everton. Þrátt fyrir að gengi Everton á tímabilinu hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir, þá er gæðamunurinn á ensku úrvalsdeildinni og ensku fimmtu deildinni gríðarlegur.

Þrátt fyrir þennan mikla mun a liðunum var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Heimamenn í Everton náðu loksins að brjóta ísinn eftir tæplega klukkutíma leik með marki frá Salomon Rondon.

Þeir héldu svo að þeir væru búnir að tvöfalda forystu sína þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka þegar Richarlison kom boltanum í netið, en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Rondon bætti öðru marki sínu við rúmum fimm mínútum fyrir leikslok og tryggði þar með 2-0 sigur heimamanna. Everton er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Crystal Palace í úrvalsdeildarslag, en dregið var fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×